Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 53

Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 53
Grannar vorir í vestri 115 að helzti framavegur íslendinga væri sá, aS hafna tungu sinni og fara að tala og skrifa dönsku. Þá kvað séra Gunnar Pálsson langan brag sem í eru þessi erindi: Heróstratus hefur ei prís sem húsið brenndi fríða, sama mun þér sæmdin vís, ef svo vilt mál vort níða. Líkur fugli þú ert því þeim sem mönnum leiður dyggðalakur drjúgum í drítur sjálfs síns hreiður. Víst er ekki meining mín að máli dönsku kasta, tungan sú er fögur og fín og Ííflslegt hana að lasta. En hitt er skaði meiri en má maður nokkur hyggja íslenzkuna af að má og út úr heimi byggja. Kaupmannahafnarblað Grænlendinga tekur í þessu máli ein- dregið í sama strenginn og séra Gunnar Pálsson gerði hjá okkur á sinni tíð. Pað krefst þess af prestum, kennurum og öðrum embættismönnum sem ætli að starfa á Grænlandi að þeir kynni sér tungu landsmanna; að öðrum kosti muni þeir aldrei fá skilið þá né náð trúnaði þeirra. Grundvöllur að menntun Grænlend- inga hljóti að verða heimamálið. Hér er þess að gæta, sem varla mun öllum kunnugt, að undirstaðan hefur þegar verið lögð. Grænlendingar hafa fyrir löngu eignazt ritmál, og ófáar bækur eru til á máli þeirra, bæði þýddar (þar á meðal biflían öll) og frumsamdar. Að vísu er guðsorðið þar mjög yfirgnæfandi, líkt og var hjá okkur fyrrum, en þeir hafa þó eignazt dálítinn vísi til nútíðarbókmennta, bæði kveðskap, leikrit og skáldsögur. En betur má ef duga skal. Að sjálfsögðu eru á því ærin vandkvæði að sjá svo fámennri þjóð fyrir sæmilegum bókakosti. Fé til bókagerðar er ekki einhlítt, þótt til væri, heldur vantar líka menn til að semja. Pví að sé það rétt, sem ég hef fyrir satt, að hugmyndaheimur íslenzkrar alþýðu sé svo sérstæður að 8"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.