Frón - 01.06.1944, Síða 61

Frón - 01.06.1944, Síða 61
Orðabelgur 123 Eitt helzta áhugamál höfundarins er að afla vitneskju um loftslag og gróður og jarðrækt á íslandi fyrr á öldum. Honum virðist margt benda til að þeir menn hafi rétt fyrir sér sem ætla að loftslag hafi farið versnandi á Islandi og Grænlandi og jafnvel víðar, líklega einkum á 14. öld og síðar, og hafi þaÖ átt mikinn þátt í hnignun þessara landa; en á síöustu áratugum hafi loftslag aftur verið óvenjulega gott, hvort sem þaS helzt nú Iengur eSa skemur. Hann leggur fram nýjar athuganir eftir söguheimildum um kornyrkju á Islandi fyrr á öldum og bendir á líkur til aS hún hafi veriS stunduS á 16. öld, helzt í Kjalarnesþingi, meira en taliS hefur veriS hingaS til. Hitt er þó merkilegra aS von er til aS önnur heimild ennþá traustari og fjölfróSari, sjálf moldin, eigi eftir að leysa úr spurningum um þessi efni. Frjóduft úr jörSinni hefur leitt í ljós aS bygg hefur verið ræktaS í Pjórsárdal í fornöld, og líklega eitthvaS boriS viS aS rækta hafra. Næst er aS fara í hin fornu akurgerði víða um land og láta þau sjálf segja sögu sína meS rannsókn frjóduftsins og samanburSi viS öskulögin. »Steinninn er mállaus, moldin hljó5« kvaS skáldiö. PaS fer eftir því hver spyr. Sá jarSfræðingur sem bæði kann aS spyrja og beita öllum göldrum vísinda sinna getur knúiS stein og mold til margvíslegra svara. Frami íslenzkra menntamanna hefur veriS mikill í SvíþjóS á síÖustu tveimur árum. Einn hefur orSiS doktor í læknisfræði, tveir í náttúruvísindum. I3aS er kunnugt um báSa þessa náttúru- fræSinga, Áskel Löve og SigurS Pórarinsson, aS þeir eru eldheitir áhugamenn, annar óSfús aS æxla ýmislegan nýjan og merkilegan gróður úr jörSinni heima, hinn þrunginn forvitni aS afhjúpa þá leyndardóma sem landiS býr yfir um sögu sína og þess mann- fólks er þaÖ hefur byggt. Eins og báðir eru sólgnir í viðfangsefni íslenzkrar moldar, má vænta þess aS íslenzkir fjárforráðamenn verSi sólgnir aS greiSa götu þeirra. Verkefnin eru óteljandi, þjóS vorri er bæSi sæmd og skylda aS fá þau Ieyst, og henni er stór- kostlegur ávinningur og dýrmætt happ aS eiga til þess færustu menn, sem hafa áunniö sér hæsta menntastig viS háskóla í forustulandi þess menningarsvæðis er land vort telst til. »Nógir eru helvítis peningarnir« sagSi Brynjólfur Pétursson. Vandinn er aS veita þeim þangaS sem þeir koma aS haldi og gefa ávöxt í varanlegum verSmætum. J■ H.

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.