Frón - 01.06.1944, Qupperneq 62

Frón - 01.06.1944, Qupperneq 62
124 Orðabelgur íslenzkt söngfólk erlendis. Leitt þykir mér aS Stefán Islendingur misskilur orS mín um íslenzka söngútlaga. Ekki datt mér í hug aS móSga þá né sneiSa. Fremur vildi eg beina orSum minum til þeirra landa minna, sem láta viSgangast aS íslenzkt söngfólk hverfi ættjörS sinni fyrir fullt og allt, og halda jafnvel aS slikt sé íslandi til mikils vegsauka, þar sem þó venjulega fer svo, aS söngvararnir sogast alveg inn í söngiSnaS erlendra leikhúsa og íslenzkt þjóSerni fylgir þá hvorki nafni þeirra né list. Stefán mundi teljast til þriSju kynslóSar þessara íslenzku útlaga, en gott er til þess aS vita aS hann vill ekki hverfa ættjörS sinni fyrir fullt og allt. í fyrstu kynslóSinni mun hafa veriS Ari nokkur Jónsson, löngu gleymdur íslenzkur söngvari, en Pétur Jónsson í annarri, og man eg ekki eftir aS þaS hafi komiS greinilega í ljós erlendis aS hann væri íslendingur. íslenzka þjóSin má ekki viS þeirri blóStöku aS missa íslenzka menningarkrafta fyrir fullt og allt til annarra landa. Eitt af hlutverkum íslenzkra söngvara á vitanlega aS vera sérstök rækt viS fyrirmyndar framburS íslenzkrar tungu. Peir ættu a. m. k. aS dvelja á Islandi nokkurn hluta af ári hverju og m. a. aSstoSa viS flutning sígildra tónverka erlendra meS íslenzkum texta. Ekki skil eg hvaS þetta mál snertir danskt mat eSa hálfdanskt á mínum tónverkum, og ekki kom mér til hugar aS álasa íslenzku söngfólki, þó aS þaS vilji lítiS sinna mínum verkum. Hver söngvari gefur sig helzt aS þeim verkum, sem birta raddkosti hans á sem glæsilegastan hátt, og þess verSur ekki vænzt aS íslendingar séu þar nein undantekning. Hins vegar má heimta þaS af íslenzkum söngmönnum, aS þeir »leggi sig niSur viS« aS athuga íslenzk þjóSlög og stíl þeirra, enda þótt þaS sýni ekki neinn glæsileik raddarinnár. Menn mega ekki láta sér nægja aS kalla dönsk eSa hálfdönsk alþýSulög íslenzk þjóSlög og sækja vitncskju sina um hvaS þjóSlegt sé og islenzkt til danskra blaSasnápa, sem illræmdir eru utan landa- mæranna fyrir ósvífni fávitans — jafnvel gagnvart heimsfrægum mönnum. — Ekki hefir frétzt aS lærSir íslenzkir söngvarar hafi boriS viS aS »fara upp« í fornum tvísöng viS íslenzka söng- flokka eSa kveSa rímur á stílhreinan en um leiS fágaSan hátt. Til þess mundi þó nægja ofurlítil alúS og eftirtekt. Stokkhólmi, í apríl 1944. j. j■ if
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.