Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 4
* Reglurnar mismuna ekki fólki. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Þjóðmál
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015
Verður að skipta við ríkisstofnun
til að eiga rétt á styrkveitingu
Kona um nírætt þurfti á síðastaári að endurnýja heyrnartækisín en hún heyrir afar illa, er
með heyrnarskerðingu yfir 90 desibel á
báðum eyrum. Samkvæmt gildandi
reglugerð á hún rétt á styrk sem nem-
ur 80% af verði heyrnartækis, þar sem
heyrnarskerðing hennar er meira en 70
desibel, en aðeins að því gefnu að hún
skipti við Heyrnar- og talmeinastöð Ís-
lands (HTÍ), sem er ríkisstofnun. Kon-
an valdi á hinn bóginn að kaupa tækin
af einkastöð, Heyrnartækni ehf., og
fyrir vikið synjuðu Sjúkratryggingar Ís-
lands henni um styrk og hefur úr-
skurðarnefnd almannatrygginga nú
staðfest þá synjun. Tækin sem konan
keypti, Oticon, eru viðurkennd á heims-
vísu. Taldi hún þau tæki henta sér
best og hafa lífsgæði hennar aukist
mikið eftir að hún fékk þau, að sögn
dóttur hennar, sem ekki vill koma fram
undir nafni af tillitssemi við aldraða
móður sína. Konan hefur lengi þurft á
heyrnartækjum að halda og skipti
lengst af við HTÍ.
Fékk ekki efnislegt
svar frá ráðherra
Hefði konan verið með heyrnarskerð-
ingu á bilinu 30 til 70 desibel hefði
hún átt rétt á styrk að upphæð kr.
30.800 á hvort eyra frá Trygg-
ingastofnun ríkisins (hefur nú hækkað í
kr. 50.000), óháð því hvort hún skipti
við HTÍ eða einkastöð. Konan heyrir
sem sagt of illa til að eiga rétt á þeirri
niðurgreiðslu.
Dóttur konunnar þótti þetta hvort
tveggja ósanngjarnt og ritaði heilbrigð-
isráðherra bréf. Í bréfinu dregur dótt-
irin í efa að lagastoð sé til staðar sem
styðji þá mismunun samkvæmt reglu-
gerð að móðir hennar verði að versla
við ríkisstofnun til að eiga rétt á styrk
vegna kaupa á heyrnartæki. Dóttirin
segir erindi sitt við ráðherra fyrst og
fremst hafa verið af pólitískum toga,
það er hvort hann teldi réttlætanlegt
að mismuna fólki um styrkveitingu eft-
ir því hvort heyrnartæki væri keypt
hjá ríkisstofnun eða einkafyrirtæki og
hvort slík mismunun ætti stoð í lögum.
Ekki er gerður ágreiningur um að
ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um
synjun á 30.800 króna styrk byggist á
fyrirmælum í reglugerð.
Velferðarráðuneytið svaraði bréfinu
en tók ekki efnislega afstöðu til fyr-
irspurnarinnar. Þess í stað var lagt til
að málinu yrði vísað til úrskurð-
arnefndar almannatrygginga. Dóttirin
segir að þetta hafi komið á óvart þar
sem ekki var vitað að úrskurðarnefnd
gæti byggt úrskurði sína á öðru en
fyrirliggjandi ákvæðum reglugerða sem
ráðherra hefur sett.
Mæðgurnar ákváðu eigi að síður að
kæra málið til úrskurðarnefndar al-
mannatrygginga en í kærunni, sem
Morgunblaðið hefur undir höndum, seg-
ir: „Velta má fyrir sér getu úrskurð-
arnefndar almannatrygginga til að fjalla
um mál sem snúa að lagastoð bak
reglugerðum ráðherra eða málum sem
snúa að þeirri pólitísku ákvörðun ráð-
herra að mismuna almenningi eða fyr-
irtækjum eftir því hvort ríkisfyrirtæki
eða einkafyrirtæki er seljandi hjálp-
artækis? Til að uppfyllt séu skilyrði til
að taka mál þetta áfram mun vera lög-
formleg nauðsyn að senda fyrst kæru
til úrskurðarnefndar almannatrygginga
og láta reyna á úrskurð nefndarinnar.“
Ennfremur segir í kærunni: „Full
ástæða virðist til að leita álits Umboðs-
manns Alþingis á spurningunni um
lagastoð og þá mismunun sem nú er
viðhöfð eftir því hvort ríkisfyrirtæki
eða einkarekstur á í hlut. Að óbreyttu
virðist einnig liggja fyrir að vísa mál-
inu til Eftirlitsstofnunar EFTA.
Komi til synjunar úrskurðarnefndar á
kæru þessari væri æskilegt fyrir síðari
meðferð málsins að nefndin í rökstuðn-
ingi fyrir úrskurði sínum, fjalli efn-
islega um hvað réttlæti þá ívilnun sem
Heyrnar- og talmeinastöð er veitt með
umræddu ákvæði nefndrar reglugerðar
og þann miska sem sú ívilnun veldur
þeim er versta heyrn hafa og kjósa að
beina viðskiptum sínum annað en til
Heyrnar- og talmeinastöðvar.“
Synjunin staðfest
Úrskurðarnefnd almannatrygginga
fjallaði um málið og komst að nið-
urstöðu í nýliðnum mánuði. Í úrskurði
nefndarinnar, sem Morgunblaðið hefur
undir höndum, segir meðal annars: „Að
mati úrskurðarnefndar almannatrygg-
inga er kostnaðarþátttaka Sjúkratrygg-
inga Íslands vegna kaupa á heyrn-
artækjum hjá öðrum en Heyrnar- og
talmeinastöð bundin við framangreind
lög [lög um sjúkratryggingar nr. 112/
2008, innsk. blm.] og reglugerð nr. 146/
2007. Sjúkratryggingar Íslands hafa því
ekki heimild til þess að víkja frá skil-
yrði 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 146/
2007 um tónmeðalgildi á betra eyra
þurfi að vera undir 70 dB við tíðnina
0,5, 1,0, 2,0 og 4,0 kHz.“
Fyrir vikið telur úrskurðarnefnd al-
mannatrygginga að skilyrði til greiðslu
styrks vegna kaupa á heyrnartækjum
sé ekki uppfyllt í tilviki kæranda. Synj-
un Sjúkratrygginga Íslands á umsókn
um styrk vegna kaupa á heyrn-
artækjum er því staðfest.
Nákvæmlega niðurstaðan sem mæðg-
urnar áttu von á en úrskurðarnefndin
fjallar á hinn bóginn ekki efnislega um
það hvað réttlæti þá ívilnun sem HTÍ
er veitt með umræddu ákvæði reglu-
gerðarinnar sem neitar fólki um styrk
kjósi það að beina viðskiptum sínum
annað. Dóttirin segir það vonbrigði en
mæðgurnar hafa ekki ákveðið hvort
þær komi til með að fara með málið
lengra.
Getty Images/iStockphoto
SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS HAFA SYNJAÐ UMSÓKN ALDRAÐRAR KONU UM GREIÐSLUÞÁTTTÖKU VEGNA KAUPA Á HEYRNARTÆKJUM VEGNA ÞESS
AÐ HÚN VALDI AÐ SKIPTA VIÐ EINKASTÖÐ EN EKKI HEYRNAR- OG TALMEINASTÖÐ ÍSLANDS (HTÍ) SEM ER RÍKISSTOFNUN. REGLUGERÐ LEYFIR ÞETTA
EKKI ÞEGAR HEYRNARSKERÐING FÓLKS ER KOMIN YFIR 70 DESIBEL OG HEFUR ÚRSKURÐARNEFND ALMANNATRYGGINGA STAÐFEST SYNJUNINA. HEFÐI
KONAN SKIPT VIÐ HTÍ HEFÐI HÚN ÁTT RÉTT Á 80% STYRK. KONAN SPYR HVORT RÉTTLÆTANLEGT SÉ AÐ MISMUNA FÓLKI MEÐ ÞESSUM HÆTTI.
Sunnudagsblað Morgunblaðsins leitaði viðbragða
Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðsráðherra
vegna umfjöllunar blaðsins um reglur um styrki
vegna kaupa á heyrnartækjunum. Svör hans bár-
ust skriflega og eru eftirfarandi:
– Hver eru rökin fyrir þessum reglum, það er
að fólk með yfir 70 dB heyrnarskerðingu þurfi að
skipta við ríkisstofnun til að eiga rétt á styrk?
„Rökin eru fagleg og byggjast á því að þegar um
svo mikla heyrnarskerðingu er að ræða sem
þarna er vísað til (skerðing yfir 70 dB á báðum
eyrum) er aðkoma sérmenntaðs læknis álitin
nauðsynleg til að kanna hvort tilteknir sjúkdómar
kunni að vera undirliggjandi heyrnarskerðingunni
og til að meta hvort og hvaða áframhaldandi með-
ferð, önnur en hefðbundin heyrnartæki, kunni að
koma til greina. Í þessu sambandi má einnig vísa á
leiðbeinandi reglur Embættis landlæknis til frekari
upplýsinga: http://www.landlaeknir.is/um-
embaettid/frettir/frett/item16263/Sala-heyrn-
artaekja---Tilmaeli-landlaeknis-til-rekstrarleyf-
ishafa.“
– Er sanngjart að mismuna fólki með þessum
hætti, það er að það verði að skipta við ríkis-
stofnun til að eiga rétt á styrk?
„Reglurnar mismuna ekki fólki. Fólk með
heyrnarskerðingu yfir umræddum mörkum situr
við sama borð og er með þessu móti tryggð
nauðsynleg læknisskoðun og á sama rétt til heyrn-
artækja og kostnaðarþátttöku ríkisins í þeim.“
– Hefur téð reglugerð nægilega lagastoð?
„Téð reglugerð er fallin úr gildi og í hennar stað
komnar reglugerðir nr. 969/2015 með stoð í 5. gr.
laga um Heyrnar- og talmeinastöð, nr. 42/2007,
og 26. sbr. 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/
2008 – og reglugerð nr. 968/2015 með heimild í
5. gr., 3. mgr. 6. gr. og 8. gr. laga um Heyrnar- og
talmeinastöð, nr. 42/2007.“
– Kemur til álita að breyta þessu á þann veg að
styrkur gildi vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öll-
um rekstrarleyfishöfum, ekki bara HTÍ?
„Slíkt hefur ekki verið til skoðunar og ekki talin
ástæða til þess.“
EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ
BREYTA REGLUM