Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 35
8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 S máhesturinn getur víst ekki verið maður með mönnum nema að vera pæla pínulítið í jólunum og svona. Hann datt nátt- úrlega í snemmbúið jólaskap þegar IKEA geitin brann í 20. skipti á dögunum. Það minnti smáhestinn á að mögulega mætti aðeins fara að huga að jólagjöfum (eða grafa þær upp sem hann var nú þegar búinn að kaupa). Hættan er nefnilega alltaf fyrir hendi að jólagjafirnar fari fram úr fjárlögum ef þær eru keyptar á síðustu stundu. Hver hefur ekki lent í því að vera með öran hjartslátt af stressi á Þorláksmessu með allt niðrum sig í jólagjafakaupunum? Og í því ástandi hefur öll skynsemi fokið út í veður og vind. „Fokk it – þetta reddast“ frasinn er örugg- lega vinsæll í desember – en vill maður vera þræll hans allt sitt líf? Eftir því sem myrkrið verður meira og jólaljósunum fjölgar er eins og þjóðin (ekki bara smáhestar) missi það … Allt of margir sjá enga leið út úr þessu ástandi nema hella vel í sig af jólabjór, jólaglöggi og ofstöffa sig svo með reyktu kjöti (enn aðrir gera eitthvað miklu villt- ara sem ekki verður rætt hér). Það verður náttúrlega allt skárra þegar lífsblómið er vökvað með einhverju öðru en vatni. Vondu fréttirnar eru hinsvegar að innst inni vita þeir sem eru í þessum pakka alveg af því að þetta gerir raunverulega ekki neitt fyrir neinn nema framkalla glund- roðakennda hugsun. Smáhesturinn elskar jóla- gjafakaup og þess vegna skilur hann ekki hvers vegna fólk kýs að geyma þau fram á síðustu stundu. Honum verður klárlega lógað ef hann segir frá því að hann hafi byrjað að fylla á jólagjafatankinn í júlí. Á milli garðverka í sumarfríinu skaust hann í eina og eina búð og keypt eitt og annað fyrir þá sem honum þykir vænt um. Það að halda hátíð ljóss og friðar á að vera í þeim anda – jólin eiga ekki að vera stress og glundroði. Nóg er nú af því stöffi í hinu daglega lífi þótt gleðihátíð sé ekki í sömu hjólförum og hversdagsleikinn. Þegar fólk er komið á aldur smáhestsins vantar það nákvæmlega ekki neitt nema kannski meiri tíma til að liggja í láréttri stöðu uppi í sófa og slappa af. Þess vegna varð smáhesturinn upprifinn þegar hann heyrði af sniðugustu jólagjöf allra tíma. Hugmyndin kom frá hagsýnustu vinkonu smáhestsins sem hefur ekki verið í fastri vinnu í nokkur ár en samt náð að framkvæma flest sem hugurinn girnist. Með því að nota á sér hausinn hefur þessi vinkona látið drauma sína rætast án þess að vera með einhverja góðærisstæla og yfirdráttinn í botni. Hún sem sagt stakk upp á því að fólk gæfi smábarnaforeldrum næturpössun fyrir börnin sín í jólagjöf. Þetta er náttúrlega mesta snilldarhugmynd sem fengist hefur. Veitir mun meiri ánægju, ef hægt er að mæla hamingjustuðul dagsins á einhverju formi, en að fá skrautmuni eða enn eitt viskastykkið í eldhúsið. Þetta er líka svo óendanlega mikil „win-win-jólagjöf“. Hver elskar ekki að fá lítil frændsystkini í heimsókn og dekra við þau yfir nótt og hvaða smábarnaforeldrar elska ekki að fá samfelldan nætursvefn og gera það sem fullorðnir gera þegar þeir eru einir heima. Smáhesturinn er viss um að hjónaskilnuðum myndi fækka heil- mikið ef smábarnaforeldrar fengju hagnýtari jólagjafir – ekki bara endalaust af smartheitavösum, jólaóróum og einhverjum bráðnauð- synlegum óþarfa sem aldrei er notaður og er bara geymdur í skúff- unni. Amen. martamaria@mbl.is Það er fátt skemmtilegra en að fá börn í pössun. Heitasta jóla- gjöfin 2015 *Fokk it – þettareddast“ frasinner örugglega vinsæll í desember – en vill maður vera þræll hans allt sitt líf? Atvinnublað alla laugardaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is BSÍ - Umferðarmiðstöðin Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Kauptu miða núna á www.flugrutan.is *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr. 2.000 kr.* FYRIR AÐEINS Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur & brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Jólablað Morgunblaðisins kemur út fimmtudaginn 19. nóvember Fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 12 mánudaginn 16. nóvember. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.