Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 47
8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Kim Leine er fæddur 1961 og uppalinn í litlu þorpi við Selfjord í Noregi, sonur norskrar konu og dansks manns. Foreldrar hans voru Vottar Jehóva og mótuðust æskuár hans af því. Sem barn var Leine mikill einfari, enda var hann lagður í einelti af skólafélögum sín- um og leitaði sér iðulega huggunar í bækur heimilisins. Þegar Leine var fimm ára gamall yfirgaf faðir hans fjölskylduna og flutti til Kaupmannahafnar eftir að hafa orðið upp- vís að því að hafa árum saman átt holdlegt samneyti við karlmenn í bakherbergi á rak- arastofu sinni auk þess sem hann mun hafa tælt til sín unga drengi og beitt þá kynferð- islegu ofbeldi. Leine hafði engin samskipti við föður sinn fyrr en sá síðarnefndi fór að skrifa syni sínum þegar hann var tólf ára. Á sautjánda aldursári, skömmu áður en Leine átti að taka niðurdýfingarskírn, flúði hann burt af æskuheimili sínu um miðja nótt og leitaði föður sinn uppi í Kaupmannahöfn. Næstu ár bjó hann hjá föður sínum og sam- býlismanni hans, en fyrsta árið í föður- húsum beitti faðirinn son sinn kynferðislegu ofbeldi, sem Leine skrifar um á opinskáan hátt í fyrstu skáldsögu sinni, Kalak [Skitinn Grænlendingur], sem út kom 2007. Í viðtali við danska dagblaðið Information segist Leine aðeins hafa verið þrjá mánuði að skrifa þá bók, enda hafi hún verið skrifuð af mikilli nauðsyn. Að stúdentsprófi loknu menntaði Leine sig sem hjúkrunarfræðingur og fluttist ásamt konu sinni til Grænlands þar sem hann bjó og starfaði í samtals 15 ár. Þau hjónin eignuðust tvö börn, en slitu að lok- um samvistum eftir að Leine hafði um árabil margsinnis haldið framhjá konu sinni og glímt við bæði áfengis- og lyfjamisnotkun. Í viðtali við danska dagblaðið Politiken sem birtist í tveimur hlutum vorið 2014 lýsti Leine því hvernig hann nánast undirbjó sig andlega undir það að verða lyfjafíkill, en meðal þeirra lyfja sem hann misnotaði voru kodein, petedin og dolol. Hann endaði á því að taka of stóran lyfjaskammt sem kostaði hann innlögn á Rigshospitalet í Kaupmanna- höfn og að lokum starfið. Um allt þetta fjallar Leine í Kalak, en bók- ina byrjaði hann ekki að skrifa fyrr en hann hafði skrifað föður sínum bréf þar sem hann sleit formlega öll samskipti milli þeirra. „Ég hata ekki föður minn. Ég hef óbeit á honum og lít á hann sem mann sem er ófær um að sjá sig með augum annarra,“ segir Leine í fyrrnefndu viðtali við Politiken, en þremur mánuðum eftir viðtalið birti blaðið opið lesendabréf frá föðurnum þar sem hann gerir lítið úr sifjaspellunum og undrast reiði sonar síns. Aðeins ári eftir að Kalak kom út sendi Leine frá sér heimildarskáldsöguna Valde- marsdag. Þar beinir hann sjónum sínum að föðurafa sínum sem myrti yfirmann sinn með því að höfuðkúpubrjóta hann. Ástæða morðs- ins var sú að föðurafinn gat ekki sætt sig við að eiginkona hans hafði yfirgefið hann fyrir yf- irmanninn. Í þriðju skáldsögu sinni, Tunu [Bakhlið], sem út kom 2009 beinir Leine aftur sjónum sínum að mannlífinu á Grænlandi. Þekktasta skáldsaga Leine er Profeterne i Evighedsfjorden [Spámennirnir í Botn- leysufirði] en fyrir þá bók hlaut hann bæði dönsku bókmenntaverðlaunin De Gyldne Laurbær og Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 2013. Skáldsagan er sú fyrsta í fyrirhuguðum þríleik um sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga og samskipti innfæddra við dönsku nýlenduherrana. Bókin fjallar um Morten Falck, norskættaðan prest, sem að guðfræðinámi loknu í Kaupmannahöfn heldur til Grænlands þar sem hann kynnist spámönnunum Maríu Magdalenu og Haba- kúk sem stofnað hafa fríkirkjusöfnuð. Nýjasta skáldsaga Leine kom út fyrr á þessu ári og nefnist Afgrunden. Þar beinir höfundur sjónum sínum að dönsku tvíbura- bræðrunum Kaj og Ib Gottlieb, sem berjast í finnsku borgarastyrjöldinni 1918. Þátttaka bræðranna í stríðinu markar djúp spor í lífi þeirra þegar þeir snúa aftur til Kaupmanna- hafnar og hefja störf sem annars vegar læknir og hins vegar guðfræðingur. Á milli- stríðsárunum eiga þeir erfitt með að aðlaga sig að friðartímum og sækja í vímefni og kynlíf til að deyfa hugann. Hvenær má vænta bókarinnar? „Ég veit það ekki. Ég skrifa fremur hratt, en bók númer tvö um Grænland verður a.m.k. nokkur ár í vinnslu, enda verður þetta stór skáldsaga. Í millitíðinni sendi ég frá mér styttri bækur,“ segir Leine og bendir á að í seinasta mánuði hafi hann sent frá sér barna- bókina Drengen der drog nordpå med sin far for at finde julemanden [Drengurinn sem hélt norður á bóginn með föður sínum til að finna jólasveininn] sem gerist á Grænlandi. „Næsta vor er væntanleg barnaskáldsaga sem nefnist Skovpigen Skerv [Skógarstúlkan Skerv]. Starfsmenn barnadeildar Gyldendal bókaút- gáfunnar fóru þess á leit við mig að ég skrif- aði barnabók og mér fannst þetta skemmtileg áskorun. Þegar ég skrifa bækur fyrir fullorðna sakna ég oft hinnar einföldu frásagnar með skýrum og hreinum tilfinningum, sem tor- tímast þegar maður skrifar fullorðinsbækur því þar eru hlutirnir svo flóknir. Hreinleikinn heillar mig og því reikna ég með að ég muni skrifa fleiri barnabækur. Skovpigen Skerv gerist á miðöldum og fjallar um stúlku sem þarf óvænt að bjarga sér upp á eigin spýtur líkt og Róbínson Krúsó. Þegar ég skrifa fyrir börn reynist mér best að skrifa um stúlkur, en þegar ég skrifa fyrir fullorðna brýst hinn sið- blindi karlmaður auðveldlega fram.“ Hvað heillar við siðleysingjann? „Mér finnst mjög spennandi að skrifa um siðleysingja vegna þess að þeir eru svo leynd- ardómsfullir. Ég upplifi að ég hafi iðulega ver- ið umkringdur siðleysingum, bæði í fjölskyldu minni og í öðru samhengi. Siðleysinginn vekur áhuga minn á sama tíma og ég hræðist hann. Sem rithöfundur heillast ég af siðleysingjum, þó ég vilji auðvitað helst forðast þá í raun- veruleikanum.“ Í nýjustu skáldsögu þinni, Afgrunden [Hyl- dýpi], styðst þú líka við sögulega atburði. Er spennandi að skrifa um fortíðina? „Ég heillast mjög af umbrotatímum, þ.e. tímabilum þar sem allt er að breytast. Að sama skapi er stríð spennandi sem efni, því stríð eru það hrikalegasta sem við getum ímyndað okkur. Ritstörf fela í sér að maður sigrast á umfjöllunarefni sínu. Í því ljósi getur maður valið sér hrikaleg efni og haft á tilfinn- ingunni að maður sigrist á þeim. Ég skrifa um örvæntingu og reiði nútímamannsins – og skort nútímamannsins á fótfestu í nútíma- samfélagi vegna þess hversu klofin við erum. Í því samhengi er stríðið lýsandi tjáning á þeirri reiði og örvæntingu sem nútímamaðurinn upp- lifir. Það að lýsa yfir stríði felur í sér end- anlegan ósigur, því það að grípa til ofbeldis er ósigur í sjálfu sér. Í bókinni beini ég sjónum mínum að þeirri kennd karlmanna að finna sig ekki í samfélaginu sem leiðir til gríðarlegra hörmunga á borð við mannskæð stríð.“ Trúir engu sem stendur í Biblíunni Það fer mikið fyrir guðfræði og trúmálum bæði í Spámönnunum og Afgrunden. Ertu sjálfur trúaður? „Nei, ég er trúleysingi. Hins vegar þykir mér mjög vænt um kirkjur og kristilegan menningararf okkar. Ég myndi skilgreina mig sem menningarkristinn. Við eigum merkilega menningarsögu sem mótuð er af kristindómi og birtist jafnt í byggingum, bókmenntum, myndlist og tónlist. Það þýðir að við tengj- umst fortíðinni tilfinningalegum böndum gegn- um kristnina. Mér finnst það mikilvægt. En kristna innihaldið í menningunni hefur enga trúarlega þýðingu fyrir mig. Í mínum augum er Biblían bara bókmenntaverk og hefur gildi sem slík, en ég trúi engu sem þar stendur,“ segir Leine að lokum.Ljósmynd/Bjarni B. Jacobsen Fotografi „Það var mér algjörlega nauðsyn- legt að hreinsa til í eigin lífi. Ég þurfti að gera upp fortíðina, sjálfan mig og eigið líf. Ég er sannfærður um að ég hafi fundið leiðina að skrifunum í gegnum þessa nauðsyn sem knúði mig áfram,“ segir Kim Leine Erfið mótunarár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.