Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 10
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Um fjórar milljónir króna söfn-
uðust í október hinum bleika fyrir
Krabbameinsfélag Akureyrar og
nágrennis. Söfnun félagsins er
vegna nýs brjóstaómskoðunartækis
fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri, sem
kostar um tíu milljónir króna en
nú hafa alls safnast rúmar níu.
Vilborg Jóhannsdóttir kaup-
maður í Centro á Akureyri og Inga
Vestmann í Pedromyndum hafa
síðustu ár staðið fyrir Dömulegum
dekurdögum í tengslum við átakið
Bleikan október. Þá er bleiki lit-
urinn áberandi í hinum ýmsu versl-
unum, ýmis tilboð á vörum sem
sérstaklega höfða til kvenna og
bærinn skreyttur víða með bleikum
slaufum í ljósastaurum.
Um 7000 íslenkar konur eru á
lífi eftir að hafa farið í gegnum
krabbameinsmeðferð og er mark-
mið Krabbameinsfélag Íslands með
Bleika október, þessu fjáröflunar-
og árvekniátaki, að hækka þá tölu
enn frekar.
Á lokakvöldi Bleiks október á
Akureyri afhentu þær Inga og Vil-
borg Krabbameinsfélagi Akureyrar
og nágrennis 1,1 milljón sem var
afrakstur þátttökugjalda þeirra 75
fyrirtækja sem þátt tóku í Dömu-
legum dekurdögum í ár, af klúta-
sölu og því sem þær kalla Slaufu í
staurinn.
„Við hækkuðum þátttökugjaldið í
ár, sem öllum fannst sjálfsagt, og
höfum notið mikillar velvildar bæj-
arbúa enda málefnið mjög þarft.
Gamla ómskoðunartækið þykir
ekki nógu gott lengur og þörfin
mikil fyrir nýtt,“ segir Inga.
„Einstök stemning var á loka-
kvöldinu hjá okkur á Icelandair
hótelinu og fleiri fyrirtæki og ein-
staklingar notuðu tækifærið og af-
hentu styrki sem þeir vildu leggja í
söfnunina.“
AKUREYRI
Dömulegar milljónir
VILBORG JÓHANNSDÓTTIR OG INGA VESTMANN STANDA AÐ DÖMULEGUM DEK-
URDÖGUM OG SAFNA FÉ TIL STYRKTAR KRABBAMEINSFÉLAGINU FYRIR NORÐAN
Þorbjörg Yngvadóttir, formaður Krabba-
meinsfélags Akureyrar og nágrennis, Hlíf
Guðmundsdóttir, formaður stjórnar, Halldóra
Björg Sævarsdóttir, starfsmaður félagsins, Vil-
borg Jóhannsdóttir og Inga Vestmann.
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015
* Við sitjum á viljugum fola sem við erum að reynaað hemja, frekar en einhverri letibikkjuMár Guðmundsson seðlabankastjóri ver stýrivaxtahækkun bankans.Landið og miðinSKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
UM ALLT LAND
Lyfjafyrirtækið á Grenivík
HORNAFJÖRÐUR
hefur
sveitarfélagsins.
Auglýst hefur
verið eftir
fulltrúum í
nefndina.
STÖÐVARFJÖRÐUR
Talið er að landnáms-
bústaðurinn á Stöð sé
fundinn, fyrsti landnámsskálinn
á Austurlandi, og er vonast
til að úr því verði skorið
með rannsóknum í þessum
starfsmenn í
VISS
tekið eitt og eitt illa farið
Níu söguskilti hafa verið af-hjúpuð í Hveragerði áundanförnum árum, það
nýjasta segir frá Drullusundi í mið-
bænum.
„Þetta er annað af tveimur und-
arlegustu örnefnum í Hveragerði;
hitt var Skrattabæli, hús sem eyði-
lagðist því miður í jarðskálftanum
fyrir nokkrum árum og varð að
rífa í kjölfarið,“ segir Aldís Haf-
steinsdóttir bæjarstjóri.
Drullusund er göngustígur þvert
yfir hverasvæðið í miðbænum og
tengir miðbæinn og efra þorpið,
sem svo er kallað. „Þetta er gömul
leið sem hefur alltaf borið þetta
nafn. Ég hef búið hér í bænum síð-
an ég var lítil og þetta er þekkt ör-
nefni. Allir þekkja Drullusundið,“
segir Aldís.
„Við höfum verið með í gangi
verkefni í áratug, setjum upp eitt
söguskilti við markverðan stað á
hverju ári og höfum gefið út götu-
kort sem gefur fólki tækifæri til að
fara á milli skiltanna og fræðast
um sögu Hveragerðis. Sveitarfélag-
ið er ekki gamalt, verður 70 ára á
næsta ári, og þótt mörg önnur
sveitarfélög séu miklu eldri státum
við af skemmtilegri sögu. Gestir
bæjarins og jafnvel ekki íbúar
sjálfir þekkja þó ekki söguna nema
einhver segi þeim hana. Við viljum
gefa fólki tækifæri til að kynna sér
sögu bæjarins, gárungarnir segja
reyndar stundum að í sveitarfé-
laginu, sem er eitt það minnsta að
flatarmáli á landinu, geti ekki verið
mjög margir merkilegir staðir, en
við erum ekki hálfnuð!“
Drullusund liggur milli gatnanna
Bláskóga og Hveramerkur. Í upp-
hafi mun Drullusundið aðeins hafa
átt við leiðina frá þinghúsinu
(Breiðumörk 25) að Ásum (Hvera-
mörk 16) en eftir að byggð fór að
myndast vestanmegin við hvera-
svæðið á fjórða og fimmta áratug
síðustu aldar færðist heitið yfir á
núverandi göngustíg.
Drullusundið var einkum notað
af íbúum til að stytta sér leið á
milli þorpshluta, að sögn Aldísar
bæjarstjóra, börnum á leið í skóla
og húsmæðrum til innkaupa.
„Áður en Drullusundið var hellu-
lagt myndaðist á gönguleiðinni,
einkum í vætu, drullusvað og af því
dregur stígurinn nafn sitt. Heppi-
legasti fótabúnaðurinn var þá
HVERAGERÐI
„Allir þekkja
Drullusundið“
ÖRNEFNI ERU OFT ÓVENJULEG OG SKEMMTILEG. DRULLU-
SUND Í HVERAGERÐI ER EITT ÞEIRRA, NAFN Á GÖNGU-
STÍG SEM VERIÐ HEFUR Í NOTKUN FRÁ UPPHAFI BYGGÐ-
ARINNAR, ÞVERT YFIR HVERASVÆÐIÐ Í MIÐBÆNUM.