Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 Boðið verður upp á fjölskyldudagskrá í Ás- mundarsafni á morgun, sunnudag, kl. 15 í tengslum við sýninguna Geimþrá. „Á sýning- unni hefur kúlunni í safninu verið breytt í stjörnuver. Þar er hægt að horfa upp í geim- inn og sjá hin ýmsu fyrirbæri alheimsins. Um- sjón með stjörnuverinu hefur Frímann Kjer- úlf Björnsson, myndlistarmaður og eðlisfræðingur, en hann mun segja gestum frá hinum ýmsu fyrirbærum geimsins.“ Á sýning- unni Geimþrá eru verk eftir Ásmund Sveins- son, Gerði Helgadóttur, Jón Gunnar Árna- son og Sigurjón Ólafsson. Leiðarstef sýningarinnar er sameiginlegur áhugi þeirra á himingeimnum og vísindum tengdum hon- um. VILTU VITA MEIRA UM GEIMINN? GEIMÞRÁ Gestir verða fræddir um ýmis fyrirbæri geims- ins á dagskrá í Ásmundarsafni á morgun. Söngsveitin Fílharmónía ásamt stjórnanda. Söngsveitin Fílharmónía og Duo Harpverk kom fram á tónleikum í Háteigskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni er tónlist ungra íslenskra höfunda og vinsæl kórverk eftir vel þekkt erlend tónskáld, þar á meðal Bandaríkjamanninn Eric Whitacre. Frumflutt verður verkið Vaknaðu eftir Sig- urð Árna Jónsson, við samnefnt ljóð Snorra Hjartarsonar sem samið er af þessu tilefni fyrir kór, víbrafón og hörpu. Duo Harpverk skipa slagverksleikarinn Frank Aarnink og hörpuleikarinn Katie Buckley. Stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu er Magnús Ragnarsson. Miðasala er hjá kórfélögum, í 12 tónum og við innganginn. DRAUMSÝN Í HÁTEIGSKIRKJU NÝ TÓNLIST Valgerður H. Bjarnadóttir leiðir gesti í ferð um ljóð og líf Davíðs Stefánssonar á bókmenntadagskrá í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 16. „Davíð er skáld ást- arinnar. Hann elskar heitt og einlæglega, oft blítt og barnslega, en stundum er ástin full dulúðar, djúp, tryllt og jafnvel tortímandi. Við hefjum Dav- íðsljóð vetrarins með ástarljóðunum, rifjum þau upp og rýnum örlítið í þau og sögurnar sem tengjast þeim, en umfram allt leyfum við þeim að hljóma og enduróma í okkar eigin hjörtum,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar kemur fram að dagskráin verði haldin í veitingastof- unum á fyrstu hæð. Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi með MA í trúarheimspeki og menning- arsögu. BÓKMENNTADAGSKRÁ ÁSTARLJÓÐ Davíð Stefánsson „Bókin hefur verið nokkuð lengi í smíðum, enda kallar þetta ljóðform á mikla yfirlegu,“ segir Kristján Þórður Hrafnsson um ljóðabók sína Tveir Elvis Presley-aðdáendur og fleiri sonnettur sem nýverið kom út, en 18 ár eru síðan fyrri sonnettubók Kristjáns, Jóhann vill öllum í húsinu vel og fleiri sonnettur, kom út. „Í kjölfar hennar langaði mig að fást við önnur form skáldskapar og sneri mér að leikritun og skáldsagnagerð. En ljóðið kallaði á mig aftur og afraksturinn er þessi bók. Ég hef alla ævi verið mjög elskur að bundnu máli. Í hljómi hins bundna máls býr einhver seiður sem hefur alltaf höfðað mjög sterkt til mín,“ segir Kristján þegar hann er spurður hvað það sé við sonnettuformið sem heilli hann sem höfund. „Ég hef líka mikla unun af óbundnum ljóðum, ljóðlist sem er á frjálsu formi og margt það í ljóðlist annarra skálda sem hrífur mig er mjög ólíkt mínum verkum. Fyrir mér er hið hefðbundna ljóðform bara ein tegund ljóðlistar, ákveðið stílbragð sem ég beiti til að ljá orðunum þann áhrifamátt sem hljómfall ríms og stuðla getur veitt. Mér finnst ákveðin ögrun í því að takast á við ljóðform sem er fyr- NÝTIR AGAÐ LJÓÐFORM MEÐ FERSKUM HÆTTI Elskur að bundnu máli „Ég held að húmorinn spretti af því að ég leitast við að setja hlutina í óvenjulegt samhengi,“ segir ljóðskáldið Kristján Þórður Hrafnsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg KRISTJÁN ÞÓRÐUR HRAFNSSON GLÍMIR VIÐ KNAPPT FORM Í NÝJUSTU LJÓÐABÓK SINNI SEM NEFNIST TVEIR ELVIS PRESLEY-AÐDÁENDUR OG FLEIRI SONNETTUR. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Menning Á Á eintali við tilveruna, sýningmeð verkum Eiríks Smith (f.1925) frá árunum1983-2008, verður opnuð í Hafnarborg í dag kl. 15. Á sama tíma kemur út bók um verk Eiríks sem ber sama titil en nafnið er sótt í sam- nefnt verk á sýningunni, sem Hafnarborg hefur nýlega eignast. Höfundar texta bókarinnar eru Aðal- steinn Ingólfsson, Heiðar Kári Rannvers- son og Aldís Arnardóttir ásamt Ólöfu K. Sigurðardóttur sem jafnframt er sýning- arstjóri sýningarinnar og ritstjóri bókar- innar. „Það er mikill fengur að þessu fyrir áhugafólk um íslenska myndlist, að fá á einu bretti yfirlit yfir feril lista- manns á borð við Eirík sem starfaði all- an síðari hluta 20. aldar og fram á þá 21. Þetta sýnir hvað einn maður getur rannsakað myndlistina sem miðil af mikl- um krafti,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar. Sýningin er fimmta og jafnframt síð- asta sýning í röð sýninga á verkum Ei- ríks sem hófst árið 2010 en árið 1990 af- henti Eiríkur Hafnarborg um 400 verk til eignar. Síðustu ár hefur verið unnið að rannsókn á þeim og ferli Eiríks í heild. Jafnt og þétt hefur verið bætt við safn- eignina með það að markmiði að í Hafn- arborg sé varðveitt safn verka sem gefur góða yfirsýn yfir feril listamannsins. Bók- in byggist á þessum rannsóknum. Þar sem ferill Eiríks er hvort tveggja langur og margbreytilegur var ákveðið að hafa sýningarnar fimm talsins. „Við hefð- um aldrei getað komið fyrir sýningu sem gerði skil jafn löngum og miklum ferli og ferill Eiríks er,“ segir Ólöf Kristín Sig- urðardóttir sýningarstjóri „Það er mikilvægt að safneigninni sé miðlað og þessi nálgun við verk Eiríks lá beinast við,“ heldur Ólöf áfram. Sýningin, Á eintali við tilveruna, bygg- ist þannig á verkum úr safneigninni, láns- verkum og einnig verkum í eigu Eiríks sjálfs. Á neðri hæðinni, í Sverrissal, getur að líta verk sem voru máluð fyrir 1990 en verk frá því eftir 1990 á þeirri efri. Sáttur við eitt síðasta verkið Eiríkur lagði pensilinn á hilluna árið 2008. Eitt síðasta verkið sem hann lauk við nefnist Skammdegi, og verður á sýn- ingunni en Hafnarborg eignaðist verkið nýlega. Verkið er frá árinu 2008 eða um það leyti sem hann leggur frá sér pens- ilinn í kjölfar veikinda. „Þetta er gott verk. Það endurspeglar þetta öryggi sem er allsráðandi í síðustu verkum hans. Hann er maður sem situr alveg sáttur í sínu verki,“ segir Ágústa. Óhræddur við nýjungar Ferill Eiríks er fjölbreyttur en hann hef- ur ætíð verið óhræddur við að prófa sig áfram og kanna nýjar leiðir í málverkinu. „Hann tók stutt tímabil þar sem hann kafaði djúpt í ákveðna stílgerð en skipti síðan um takt og sneri sér að öðru, oft- ast var um meðvitaðað ákvörðun að ræða. Í viðtölum sagði hann að eitthvað talaði betur til hans en annað, en hann fylgdist vel með því sem var að gerast í mynd- listinni erlendis,“ segir Ólöf. Elstu verkin á sýningunni eru fígúratíf, en þegar nálgast tíunda áratuginn tekur abstraktið yfir og er ráðandi að minnsta kosti í olíumálverkunum alveg þar til hann ákveður að hætta árið 2008. Á EINTALI VIÐ TILVERUNA, EIRÍKUR SMITH Öryggið uppmálað í síðustu verkunum Í HAFNARBORG VERÐUR Í DAG OPNUÐ SÝNINGIN Á EINTALI VIÐ TILVERUNA MEÐ VERKUM LISTAMANNSINS EIRÍKS SMITH FRÁ ÁRUNUM 1983-2008. ÞETTA ER FIMMTA OG JAFNFRAMT SÍÐASTA SÝNING HAFNARBORGAR Í RÖÐ SEM GERIR FERLI EIRÍKS SKIL. SÝNINGIN SAMANSTENDUR AF OLÍUMÁLVERKUM OG VATNSLITAMYNDUM. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Eiríkur Smith í vinnustofu sinni í sumar. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson Skammdegi er síðasta verk Eiríks frá árinu 2008 um sama leyti og hann hætti að mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.