Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Qupperneq 45
8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 betur á hann; hvenær ég ætti að bakka frá honum og hvenær að reyna að verjast. Það var mjög lærdómsríkt að bera sig saman við þann besta á Íslandi. Strax og ég heyrði að við ættum að spila við KR í bikarnum fór ég að hlakka til, maður fyllist óvenjumiklum krafti fyrir svona verkefni og þetta er lang- skemmtilegasti leikurinn minn fram að þessu. Stemningin var líka frábær í Höllinni. Fagn- aðarlætin voru mikil í hvert skipti sem boltinn fór ofan í og líka þegar okkur tókst vel upp í vörn- inni. Áhorfendur voru dásamlegir; ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hve mikilvægt er að áhorfendur séu svona virkir en leikmönnum líður miklu betur ef þeir eru glaðir inni á vellinum en ef mannskapurinn er pirr- aður. Á móti KR ætluðum við að sýna hvað í okkur býr og tókst það; vildum sýna að Þór sé á leið upp í efri deildina og við ætlum okkur að gera stóra hluti þar.“ Ragnar Nathanaelsson, sem er nokkrum árum eldri en Tryggvi Snær, ber enn á góma. „Það var ótrúlega skemmtilegt að spila á móti Craion og sérstök áskorun fyrir mig. Raggi náði að halda honum vel niðri síðast þegar þeir mættust og þegar ég frétti að við mynd- um spila við KR var ég ákveðinn að gera bet- ur gegn Craion en hann gerði …“ Samkeppnin er mikil, skemmtileg og af hinu góða. Engin lömb að leika sér við, þessir stóru menn. „Það er mjög sérstök tilfinning að troða. Auðvitað er flottara að skora þannig en venjulega en gefur í sjálfu ekki meira; bara tvö stig. Og þó; troðsla getur nefnilega skipt miklu máli því hún rífur upp mannskapinn, áhorfendur taka alltaf heldur betur við sér og í leiðinni er hægt að brjóta andstæðinginn niður! Eftir að hafa troðið yfir mótherja er maður með yfirhöndina. Svipurinn á honum breytist; þannig er það bara. Eins þegar mað- ur ver skot.“ Eins og framan greinir eru tæp tvö ár síð- an Tryggvi Snær mætti á fyrstu körfubolta- æfinguna. „Þá var ekki inni í myndinni hjá mér að ég yrði kominn svona langt núna. Ég var í skólanum og vildi aðallega vera í körfu- bolta til að halda mér í formi en það hefur heldur betur breyst. Nú má næstum því segja að skólinn sé orðinn númer tvö en karfan að- alatriðið. En ég hætti að sjálfsögðu aldrei í skóla; ég vil halda áfram og ljúka námi, en mér finnst líklegra að í framtíðinni muni ég spila körfubolta einhvers staðar í útlöndum en að starfa sem rafvirki.“ Tryggvi hefur verið í landsliði 18 ára og yngri, ætlar sér að komast í landslið næsta aldursflokks að ári og stefnir ótrauður að því að vera valinn í A-landsliðið innan tveggja ára. Spurt er: Hvað skyldi hann þurfa að gera til að sá draumur rætist? Svar: „Bara æfa áfram eins og enginn sé morgundagurinn til að bæta mig eins hratt og ég get. Ég þarf bæði að verða líkamlega sterkari og gáfaðri körfuboltalega. Ég þarf að læra enn betur að gefa réttar sendingar á réttum tíma og hvernig ég á að staðsetja mig við mismunandi aðstæður. Körfubolti er nefnilega mikil hugaríþrótt.“ Þegar Tryggi er beðinn að rýna inn í framtíðina segist hann stefna að því að setja upp stúdentshúf- una vorið 2017 „og kíkja síðan út í stóra heiminn“. Bandaríkin heilla „en ég veit ekki enn hvar ég enda. Ég vil ekki hugsa mikið um það strax, ég gæti fengið mikla athygli á mótum með landsliðunum og get ímyndað mér að ég fari að velta þessu meira fyrir mér þegar ég verð kominn í U 20-landsliðið“. Frekar áskoranir en fyrirmyndir Tryggvi segist ekki eiga neinar sérstakar fyrirmyndir á körfuboltavellinum. „Ég er meira fyrir áskoranir en fyrirmyndir; ég vil verða betri en hinir og stærsta áskorunin núna er að verða betri en Raggi!“ segir hann brosandi og á við hávaxna sunnlenska mið- herjann, vin sinn. „Ég vil geta tekið hann eins og á fyrstu landsliðsæfingunni!“ Bárðardalurinn er Tryggva kær og honum finnst gott að fara heim í Svartárkot þegar tækifæri gefst vegna skóla og körfubolta til að slaka á og hlaða batteríin. „Ég elska frels- ið í sveitinni.“ Foreldrar hans eru með fjárbúskap í félagi við móðursystur hans og eiginmann hennar. Aðspurður segir Tryggvi að foreldrar hans séu báðir býsna hávaxnir; Hlini Gíslason 190 cm og Guðrún Tryggvadóttir, 178 cm. Því er ekki að undra að sonurinn sé stór, þótt eng- inn hafi átt von á að hann yxi foreldrunum jafnmikið yfir höfuð og raun ber vitni. Nú er hann hættur að stækka og sáttur við það. Ferðirnar heim hafa ekki verið mjög margar í vetur því laus tími er ekki mikill. Stundum fer hann á aukaæfingu eldsnemma á morgnana, en flestir dagar snúast um að fara í skólann, á æfingu, að læra og borða. Og svo eru oft leikir um helgar. „Mér finnst ekki ástæða til að hafa einhverja klukkutíma á dag til að gera ekki neitt. Þannig dagar eru ekki margir í sveitinni; þar er yfirleitt nóg að gera og ég fékk styrk úr því að vinna.“ Tryggvi Snær Hlinason nemur rafvirkjun í Verk- menntaskólanum á Akureyri. Með honum er Guðmundur Geirsson, einn kennara hans þar. Tryggvi er til hægri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson * Troðsla geturskipt miklumáli því hún rífur upp mannskapinn, áhorfendur taka allt- af heldur betur við sér og í leiðinni er hægt að brjóta and- stæðinginn niður! … þegar Tryggvi skynjar gott tækifæri til að sýna listir sínar og treður með miklum tilþrifum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tryggvi Snær og Sandra Sif Agnarsdóttir, systurdóttir móður hans, á leikskóladeildinni í Bárðardal þeg- ar Morgunblaðið leit þar inn árið 2003. Tryggvi var þá fimm ára. Sandra, sem nú er í MA, er ári yngri. Morgunblaðið/Skapti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.