Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 16
Súkkulaði er í kringum 30% fita og 40-50% sykur. En það inniheldur líka ýmis vítamín og stein-
efni. Dökkt súkkulaði er ágætis uppspretta járns, B-vítamíns, magnesíums og kopars. Einnig er
tölvuvert af koffíni í súkkulaði og andoxunarefni, sérstaklega í þessu dökka, en þau hafa góð
áhrif á hjartað. Vondu fréttirnar eru að það eru u.þ.b. 500 kalóríur í 100 grömmum.
Dökkt súkkulaði ekki alslæmt
É
g ætla bara að fá mér eina sneið,“
sagði einhver einhvern tímann þegar
hann starði löngunaraugum ofan í
kassann sem innihélt rjúkandi heita
pitsuna, löðrandi í mjúkum osti og pepperóní.
En hverjar eru líkurnar á því að hann
hafi staðið við það og fengið sér bara
eina sneið?
Ekki miklar, samkvæmt nýrri
könnun sem gerð var í Há-
skólanum í Michigan. Þar á
bæ gerðu menn rannsókn
þar sem voru valdir 400
manns á aldrinum 18-64 ára
og voru þátttakendur beðnir
um að gefa 35 fæðuteg-
undum einkunnir á bilinu
1-7, þar sem 7 táknaði þær
sem fólk var í mestum
vandræðum með að hætta
að borða. Það sem skoraði
hæst þar var unninn matur
sem annaðhvort var hlaðinn
sykri, salti eða fitu, eða öllu
þessu. Í efsta sæti var pitsa,
sem inniheldur allt þetta
þrennt í miklu magni og í efstu
sætum má sjá súkkulaði, snakk,
ís og smákökur. Í niðurstöðum
rannsóknarinnar stóð: „Það er
líklegt að eins og með eiturlyf þá
séu þessar unnu matartegundir
líklegar til að vekja einhvers konar
fíkn í fólki vegna þeirra óvenjulegra
áhrifa sem þær hafa á fólk, eins kon-
ar verðlaunaáhrif.“
Betra að forðast matinn alveg
Í heila öld hafa vísindamenn rannsakað
hvort vissar tegundir matar geti verið
ávanabindandi. Flestir eru sammála um
að vissulega bendi margt til þess. Mörg
einkenni af matarfíkn eru eins og eitur-
lyfjafíkn, til dæmis þarf fólk alltaf meira og
meira til að fá sömu áhrifin. Fólk sættir sig
líka við þær neikvæðu afleiðingar sem það
hefur í för með sér og upplifir kvíða og pirr-
ing í fráhvarfi eða þegar ekki er hægt að
nálgast matinn sem það þráir. „Alveg eins og
með aðrar fíknir er nauðsynlegt að við-
urkenna að það er vandamál. Við eigum það
til að líta framhjá því. Betra er að forðast al-
veg þennan ávanabindandi mat heldur en að
reyna að stjórna hversu mikið við borðum af
honum,“ segir Mike Robinson, sálfræðipró-
fessor í Wesleyan-háskóla, um þetta mál.
Heilinn kallar á meira
Á topp 20 listanum yfir fæðutegundir sem
fólk á erfiðast með að standast má sjá að í
fyrstu 9 sætunum eru unnar matvörur og að-
eins fimm matvörur af 20 eru ekki unnar, en
þær skipa flestar síðustu sætin. Flest á list-
anum á það sameiginlegt að vera
gríðarlega hlaðið salti og fitu, eins
og pitsan og hamborgarinn eða sykri og
fitu eins og ísinn og kökurnar. Þessi of-
neysla á sykri, salti og fitu veldur efna-
breytingum í heila sem framkallar vellíð-
unarástand, a.m.k. í einhvern tíma, en
blóðsykurinn hækkar til að mynda við neyslu
á sykri. Þegar hann svo lækkar aftur kallar
líkaminn á meira.
Vinnum allar sykurkeppnir
Meðal-Íslendingurinn innbyrðir um 1 kíló af
sykri á viku, sem er með því mesta sem
þekkist í heiminum. Þetta er ótrúlegt magn
sykurs og stuðlar að miklum heilsufars-
HVER KANNAST EKKI VIÐ AÐ GETA
EKKI HÆTT AÐ BORÐA VISSAR
TEGUNDIR AF MAT? POPP, SNAKK,
PITSA, SÚKKULAÐI. EINN BITI VIRÐ-
IST EKKI VERA NÓG. EN HVAÐ
VELDUR? KALLA SUMAR FÆÐUTEG-
UNDIR EINFALDLEGA Á OFÁT EÐA
ERU ÞÆR ÁVANABINDANDI?
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
vandamálum sem hafa áhrif á alla þjóð-
ina. Í öllum könnunum og rannsóknum
erum við meðal feitustu þjóða heims og
borðum mesta sykurinn. Samkvæmt lýð-
heilsuverkefni sem Norðurlandaþjóðirnar
stóðu fyrir mátti sjá að tæp 40% fullorðina
Íslendinga voru í yfirþyngd og 15% barna
sömuleiðis og höfðum við vinninginn í þessari
„keppni“ milli Norðurlandaþjóða. Eitthvað
virðist það vera í mataræði okkar sem veldur
því að við sækjum í óhollustu, þrátt fyrir alla
vitneskju um hvað það gerir okkur. Líklega
eru margir pitsu- og súkklaðifíklar hérlendis
sem þurfa að fara að viðurkenna vanda sinn
og breyta um lífsstíl. Ég skal byrja. Ég heiti
Ásdís og ég er súkklaðifíkill.
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015
Heilsa og hreyfing
1. Pizza
2. Súkkulaði
3. Snakk
4. Smákökur
5. Ís
6. Franskar
7. Ostborgari
8. Sykurlaust gos
9. Kökur
10. Ostur
11. Beikon
12. Grillaður kjúklingur
13. Brauð
14. Popp
15. Morgunkorn
16. Hlaup
17. Steik
18. Múffur
19. Hnetur
20. Egg
ÁVANABINDANDI MATUR
„Ég heiti Ásdís og ég er súkkulaðifíkill“
Getty Images/iStockphoto
Topp 20
listinn