Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015
Þeir munu ekki ávarpa hvor annan meðtitlinum hr. forseti, láta nægja aðsegja bara hr. Þannig var viðkvæmu
deiluefni ýtt til hliðar og Xi Jinping, forseti
Kína, sem ekki viðurkennir rétt Taívans til
sjálfstæðis, gat þannig samþykkt að hitta að
máli forseta eyríkisins, Ma Ying-jeou, í
Singapúr um helgina. En Ma þræðir vand-
rataðan stíg í samskiptunum við kommún-
istarisann handan við 180 km breitt Taívan-
sundið. Sumir landar hans segja að hann sé
reiðubúinn að fórna öllu fyrir bætta sambúð
við Kína. Hann sé þjóðinni hættulegur. Aðrir
að Ma eigi þakkir skildar fyrir að efla frið-
inn.
Ekki verður gefin út nein sameiginleg
yfirlýsing eftir viðræðurnar og engir samn-
ingar undirritaðir. Embættismenn í Kína
hylla ákaft fundinn með Ma og segja að á
síðustu árum hafi verið „byggt upp gagn-
kvæmt traust og brautin rudd fyrir frið-
samlega þróun“. En hvers vegna ákveður Xi
að rétta fram þessa sáttahönd núna? Flestir
fréttaskýrendur segja að hann vilji reyna að
bæta stöðu KMT en þing- og forsetakosn-
ingar verða á Taívan í janúar. Ma og flokkur
hans, KMT, eiga í vök að verjast og töpuðu
miklu fylgi í sveitarstjórnakosningum í fyrra.
Kannanir benda til þess að forsetaefni
flokksins, Eric Chu, tapi fyrir hinni skeleggu
Tai Ing-wen, sem er í framboði fyrir Lýð-
ræðislega framfaraflokkinn, DPP. Flokk-
urinn gæti einnig náð meirihluta á þingi.
Opinber stefna DPP er að Taívan skuli
verða sjálfstætt ríki en fæstir Taívanar vilja
samt ögra Kína með opinberri yfirlýsingu í
þá veru. Tai vill óbreytt ástand: sjálfstæði í
reynd en engar yfirlýsingar. Athyglisvert er
að Bandaríkin, mikilvægasti bakhjarl Taív-
ana, virðast, þrátt fyrir vinsamleg orð um
Singapúr-fundinn, álíta að Ma sé fullákafur í
vinsemd sinni í garð Pekingstjórnarinnar,
betra sé að fara sér hægar.
Ekki er víst að flétta Xi forseta gangi upp.
Örvæntingarfull tilraun hans til þess að
fegra ímynd Kína virðist auka enn á tor-
tryggni taívanskra kjósenda.
Tortryggni kjósenda eykst
„Hvað kosningarnar varðar þá held ég að
líkurnar á stórsigri DPP aukist,“ segir í
bloggi Nathans Battos, starfsmanns rann-
sóknastofnunar í stjórnmálafræði á Taívan.
Sambúðin milli lýðræðisríkisins Taívans,
með sínar 23 milljónir íbúa og einræðisrík-
isins Kína, með um 1.300 milljónir, er erfið
af ýmsum ástæðum, sögulegum sem öðrum.
Ráðamenn kommúnista í Peking líta á Taív-
an sem uppreisnarhérað og hafa gegnum tíð-
ina oft hótað stríði ef eyríkið lýsi yfir fullu
og formlegu sjálfstæði. Bandaríkin hafa frá
upphafi 1949 veitt Taívan þá hervernd sem
dugar til að koma í veg fyrir að Kínverjar
einfaldlega „leysi“ málið með sama hætti og
gert var í Tíbet á sínum tíma. Með innrás.
Frá því að Ma og KMT tóku aftur við
völdum 2008 hefur sambúðin batnað á mörg-
um sviðum og öll samskipti stóraukist, við-
skipti hafa aukist um 50%. Komið hefur ver-
ið á beinu flugi milli landanna, ferðamennska
er orðin mikil atvinnugrein, nær fjórar millj-
ónir Kínverja frá meginlandinu sóttu Taívan
heim í fyrra. En það sem veldur mörgum
áhyggjum er stærðarmunurinn. Kína geti
smám saman gleypt eyríkið með viðskipta-
legum faðmlögum.
Loforð talsmanna Pekingstjórnarinnar um
að Taívanar fái að halda sínu lýðræðiskerfi
og mannréttindum ef þeir verði kínverskir
borgarar eru ekki sannfærandi. Hong Kong-
búar heyrðu sömu loforð eftir að borgin varð
kínversk eign á ný 1997. Þar ólgar nú undir
niðri vegna þess að valdaklíkan í Peking hef-
ur greinilega ákveðið að ekki gangi að borg-
in njóti vestræns lýðræðis. Þannig staða
gæti orðið hættulegt fordæmi og grafið und-
an einræðinu. Menn tryggja því með valdi að
þægir liðsmenn stjórnvalda ráði öllu sem
máli skiptir. Fjölmiðlar í Hong Kong hafa þó
mun meira frelsi en annars staðar í ríkinu.
Eitt sem veldur óánægju á Taívan þessa
mánuðina er að efnahagurinn er á niðurleið,
þrátt fyrir miklar fjárfestingar Kínverja.
Ráðamenn í Peking eru að sögn New York
Times að átta sig á því, jafnt á Taívan sem í
Afríku og Rómönsku Ameríku, að ekki er
hægt að kaupa ást. Fjárfestingar stórþjóða í
öðrum löndum eru engin ávísun á velvild
íbúanna og geta valdið andúð ef farið er
fram með þjösnahætti.
Hvorki hótanir né peningar duga
FUNDUR FORSETA KÍNA OG
TAÍVANS UM HELGINA MARKAR
SÖGULEG ÞÁTTASKIL, EN Æ FLEIRI
TAÍVANAR ÓTTAST NÚ OF NÁIN
SAMSKIPTI VIÐ KOMMÚNISTARÍKIÐ
VOLDUGA Á MEGINLANDINU.
1949 1950
Nóvember 2015
1971 1979 1987
91
93
95 96
2000 04
05
08
10
2014
Kommúnistaflokkur (CCP)
Maó Zedongs nær völdum
á meginlandi Kína.
Þjóðernissinnaflokkur (KMT)
Chiang Kai-sheks
flýr til Taívans.
Bandaríkin senda herflota
til Taívansunds til að
verja KMT.
Stjórnin í Peking tekur
sæti Kína hjá Sameinuðu
þjóðunum í stað
stjórnarinnar á Taívan.
Aukin óvild UmbæturStjórnmálasamskipti
Bandaríkin taka upp
stjórnmálasamband
við Pekingstjórnina,
heita því að verja Taívan.
Íbúum
Taívans
leyft að
ferðast
til Kína
Taívan bindur enda á stjórn
með neyðarlögum, segir stríði
við Pekingstjórnina lokið.
Fyrstu
beinu
viðræður
deiluaðila.
Pekingstjórnin hættir við fund
háttsettra embættismanna beggja
kínversku stjórnanna til að
mótmæla heimsókn forseta Taívans,
Lee Teng-hui, til Bandaríkjanna.
Pekingstjórnin lætur skjóta
eldflaugum yfir hafið skammt
frá Taívan til að hræða kjósendur
í fyrstu lýðræðislegu
forsetakosningum á eynni.
KMTmissir völdin þegar
Chen Shui-bian er kosinn
forseti, hann er hlynntur
sjálfstæði Taívans.
Pekingstjórnin segir að ef
Taívan segi formlega skilið
við Kína sé um að ræða
lögbrot sem geti haft
hernaðarárás í för með sér.
Chen endur-
kjörinn.
Ma Ying-jeou, úr KMT, kosinn forseti og
boðar vinsamleg samskipti
við Pekingstjórnina, aftur hafnar
viðræður háttsettra embættismanna.
Samningur um efnahagssamstarf
Fyrstu viðræður ráðherra
frá báðum stjórnum
Forseti Kína, Xi
Jinping, og
forseti Taívans,
Ma Ying-jeou,
hyggjast eiga
fund í Singapúr.
Fyrsti leiðtogafundurinn frá lokum borgarastríðsins 1949.
Saga gagnkvæmrar óvildar
Kína og Taívan
Xi Jinping
MaYing-jeou
* Kína er sofandi risi. Leyfið honum að sofa vegna þessað þegar hann vaknar mun hann hrista heiminn.Napóleon I. Frakkakeisari AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON
kjon@mbl.is
HEIMURINN
Aung
San Suu Kyi
segist sjálf
munu stýra
ríkisstjórninni
ef flokkurinnBRASILÍA
RIO DE JANEIRO Óttast er að
minnst 12 manns hafi týnt lífi í Minas
Gerais-héraði í Brasilíu á fimmtudag
þegar stífla með spillivatni frá
járnnámu brast. Flóðbylgja með
vatni og rauðri leðju, hugsanlega
eitraðri, skall á fjölda húsa í borginni
Sínaí-skaga
hryðjuverkahóps sem tengist Ríki íslams, IS, sögðust hafa sprengt
þotuna en þeim var í fyrstu ekki trúað. Nú er talið líklegt að
sprengju hafi verið komið fyrir í farangursrými Airbus-þotunnar.