Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015
H
vernig stendur á því að við höf-
um ekki eignast neinn verulega
snjallan spyrjanda í sjónvarpi,
þótt miðillinn sé orðinn hálfrar
aldar gamall hér á landi?
Uppteknir af spyrjandanum
Ríkisútvarpið hefur auðvitað haft best tækifæri til
þess að finna slíka og gefa þeim tækifæri. Sú stofnun
hefur augljóslega ekki haft ríkulegan metnað til þess. Í
þessum efnum hefur orðið menningarlegt tjón.
Góð sjónvarpsviðtöl eru mikilvægur hluti af lifandi
sögu. Og þá er ekki nóg þótt hægt sé að vísa til efnis í
segulbandasafni þar sem geymd eru viðtöl við fjölda
manna þar sem spyrjandinn las af blaði og viðmæland-
inn líka.
Hér er fremur átt við viðtöl úr erli dagsins, sem birt
eru nánast á hverjum degi. Þau eru svo skelfilega við-
vaningslega gerð flest hver. Eftir því sem aðgangur
fólks að erlendu sjóvarpsefni eykst tekur áhorfandinn
sárar eftir því hversu illa hefur tekist til hér heima.
Meðalmennska í þessum efnum virðist vera sá Ever-
esttindur sem Ríkissjónvarpið vonast til að ná að klífa
einhvern tíma í fjarlægri framtíð.
Kastljós sjónvarpsins var lengi kennsluefni í því
hvernig spyrjendur áttu að haga sér vildu þeir tryggja
að viðmælandinn gæfi ekkert af sér. Það beinlínis æpti
á áhorfendur að spyrjendurnir væru uppfullir af því að
viðburðurinn snerist um þá sjálfa en ekki viðmæland-
ann. Mætt var með fyrirfram mótaða afstöðu og sá litli
undirbúningur sem farið hafði fram snerist um að
byggja undir hana, hversu fordómafull og sjálfhverf
sem hún var.
Gripið var fram í fyrir viðmælandanum, slegið fram
ógrunduðum fullyrðingum sem hann gat ekki hreinsað
út úr umræðunni nema í löngu máli. Og ef sá reyndi
einmitt það, af því að honum var misboðið, þá var enn
gripið fram í og slegið fram enn götóttari fullyrðingu
eins og staðreynd væri.
Fyrrverandi innanhússmaður á þessum bæ sagði
bréfritara að þetta virtist hugsað sem keppni um það
hver kæmi „betur út úr þessu“, spyrjandinn eða við-
mælandinn. Hann sagðist hafa verið feginn þegar
hann komst úr því andrúmslofti.
Lýsingin átti þó einkum við væri viðmælandinn á
svarta listanum hjá hinum fámenna hópi sem telur sig
fara með eignarhaldið á Ríkisútvarpinu í umboði fólks-
ins og í þágu þess, eins og þetta hét forðum á Volgu-
bökkum.
En blíðmæli og strokur við sálufélaga gerðu áhorf-
endum raunar enn minna gagn. Þótt slíkir færu „ekki
illa út úr yfirheyrslunni“, þá skilaði samtalið á ljúfu
nótunum sjaldan miklu. Í báðum tilvikum voru áhorf-
endur sviknir.
Fáir eftirminnilegir
Mjög fáir sjónvarpsspyrjendur hér á landi hafa haft
lag á að ná því besta og mikilvægasta út úr viðmæl-
endum sínum í sjónvarpi. Tveir koma helst upp í hug-
ann, þeir Ólafur E. Friðriksson og Páll Magnússon.
Báðir fylgdust mjög vel með þjóðmálum almennt,
bjuggu sig vel undir viðtöl sín, héldu vel ró sinni, en
leyfðu þó viðmælandanum aldrei að taka umræðuna
yfir. Það sat iðulega mun meira eftir hjá áhorfendum í
þáttum þessara spyrjenda en nú gerist og það náðist
fram með kurteislegri hörku eða ágengri kurteisi.
Þessir spyrjendur, sem voru vikulega eða oftar í
sjónvarpi, áttuðu sig á því að einstaka þættir áttu að
snúast um viðfangsefnið en ekki þá sjálfa. Fái sjón-
varpsmaður aðeins einu sinni að birtast sem spyrjandi
má auðvitað afsaka það, að „egóið“ beri hann ofurliði.
Fræg viðtöl
Fréttamaðurinn David Frost var snillingur í þessum
efnum. Hans stærsta viðtalsstund var auðvitað með
Richard Nixon. Forsetinn fyrrverandi var hataður af
nánast öllum helstu fjölmiðlungum Vesturlanda og
nánast hvern mann í þeim hópi dreymdi um að fá tæki-
færi til að hjóla í hinn fallna forseta.
Nixon fyrirleit fjölmiðlastéttina, nánast eins og hún
lagði sig, og segja má honum til afsökunar að hann
hafði nokkra ástæðu til þess.
Hinum glaðbeitta og þægilega breska fjölmiðlamanni
David Frost, sem þá var lítt þekktur í þeim ranni, tókst
að telja Nixon á að mæta sér í röð viðtala.
Nixon var fjarri því að koma fjáður frá forsetaemb-
ættinu og það skipti sjálfsagt máli að Frost tókst að
tryggja nægilega háa greiðslu til viðmælandans.
Frost gekk ekki að því gruflandi að hinn alræmdi
stjórnmálarefur myndi beita allri sinni tækni og þekk-
ingarlegum yfirburðum til að tryggja að hin laskaða
ímynd hans og saga kæmist eins vel frá þessum þáttum
og verða mátti.
Frá því að forsetinn hvarf bugaður inn í híði sitt hafði
hann forðast blaða- og fréttamenn eins og kláðamaur.
David Frost var ekki í mun að gera ímynd Nixons enn
verri en hún var á þessu augnabliki, enda var það ekki
áhlaupsverk. Hann reyndi heldur ekki að eignast trún-
að eða velvild Nixons, því hann vissi að hvort tveggja
yrði harðsótt. En honum var um leið í mun að hinn tor-
tryggni Nixon myndi skynja að Frost væri ekki, rétt
eins og „allir hinir“, á eftir honum.
Næsta skrefið var að skapa andrúmsloft þar sem það
rynni upp fyrir Nixon að hann yrði að nýta þetta tæki-
færi sem fyrsta skref til að rétta æru sína af. Og það
sem var enn mikilvægara að mati Frosts; að Nixon
myndi átta sig á, að það tækist honum ekki nema hann
gæfi eitthvað af sér og opnaði bandarísku þjóðinni þótt
ekki væri meira en smáglufu inn í sálarlíf sitt. Og þar
yrði að glitta í að forsetanum væri ekki alls varnað.
Hann væri ekki oforbetranlegur.
Greip tækifærið
Og Nixon áttaði sig. Hann „keypti“ það að þessi breski
sjónvarpsmaður væri annarrar gerðar en hefðbundnir
nixonhatarar bandarísku fjölmiðlanna. Frost hefði ekki
sama „agenda“ og sú hjörð öll hafði að mati Nixons.
Hinn smái hópur, sem enn hélt tryggð við Nixon og
hann hleypti að sér, lagði sitt af mörkum. Þeir sögðu
Spáðu í mig
sagði Megas
og verðbólgan
tók undir það
Reykjavíkurbréf 06.11.15