Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 37
Starfið leggst að vonum vel í Halldóru og segir hún fólkið sem hún talaði við í viðtalinu mjög indælt fólk og hlakkar hún til að kynn- ast því og vinna með því. Vonast til þess að ílengjast í London Halldóra sem er uppalin í Mosfellsbæ býr þar ásamt eiginmanni sínum og syni þeirra. Aðspurð hvað taki við varðandi búferlaflutninga og annað tilfallandi segist hún vera farin að huga að húsnæðis- málum í London, enda skilst henni að það sé ekkert grín að finna húsnæði þar í bæ. „Ég ætla að byrja á því að hugsa ekkert mikið lengra en þessa fyrstu sex mánuði og vonandi í fram- haldinu verður grundvöllur fyrir því að ílengjast í London. Mér finnst líka mikilvægt að ég sé að fíla þetta og ef vel gengur má svo byggja ofan á það. Þannig að fyrst um sinn fer ég bara með ferðatöskuna og svo í framhaldinu fylgir vonandi fjölskyldan og bú- slóðin.“ Spurð um frekari framtíð- aráform segist Halldóra þakk- lát fyrir það tækifæri sem henni hefur hlotnast. „Að fá að lifa á því sem ég hef ástríðu fyrir og mér finnst skemmtilegt að gera. Ég er mjög metnaðarfull og finnst gaman að vinna og ég vona að þetta sé starfið sem leiðir mig upp stigann í þessum bransa.“ H alldóra Sif Guðlaugsdóttir útskrif- aðist af fatahönnunarbraut Lista- háskóla Íslands síðastliðið vor. Í síðustu viku var Halldóra ráðin í starf hjá einu virtasta tískuhúsi Bretlands, Alexander McQueen. Hún segir þá tilfinningu að hafa verið ráð- in yndislega enda sé þetta alveg frábært tækifæri. Gamall draumur sem rættist „Ég var ákveðin í því að fara til útlanda eftir nám og ná mér í reynslu. Það hefur lengi verið draumur að fá að vinna með hönnunar- teymi hjá fyrirtæki eins og Alexander McQueen,“ útskýrir Halldóra og bætir við að Linda Árnadóttir, kennari hennar úr Listaháskólanum, hvatti hana til að sækja um þar en Halldóra hefur störf hjá tískuhús- inu þann 14. apríl 2016. Aðspurð hvernig umsóknarferlinu hafi ver- ið háttað segir Halldóra ferlið hafa gengið afar hratt fyrir sig. „Ég sótti um og fékk svar tveimur tímum seinna að þeim litist vel á mig og spurðu hvort ég kæmist í viðtal á skrifstofu þeirra einhvern tíma á milli kl. 10 og 19 í vikunni. Ég var ekki lengi að panta mér far út til London og mæta í viðtal. Ég mætti þar viku seinna með portfol- io undir hendinni og skissubækur.“ Halldóra er ráðin til sex mánaða sem „trainee“ og vonast að sjálfsögðu til þess að fá áframhaldandi samning hjá tískuhúsinu í framhaldi af því. „Yfirhönnuðurinn í „wo- men’s wear“ útskýrði hlutverk mitt vel en hún sagði að ég myndi hjálpa til við að búa til „mood board“ eða hugmyndakort, „color stories“ eða liti og að teikna línuna. Einnig mun ég sinna tilfallandi verkefnum sem snúa að daglegum rekstri. En ég ætla mér bara að gera mitt allra besta.“ SÓTTI UM OG FÉKK SVAR TVEIMUR TÍMUM SEINNA Með portfolio og skissubækur undir hendinni HALLDÓRA SIF GUÐLAUGSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR VAR Í VIKUNNI RÁÐIN TIL EINS VIRTASTA TÍSKUHÚSS BRETLANDS, ALEXANDER McQUEEN. HALLDÓRA, SEM MUN HEFJA STÖRF HJÁ TÍSKUHÚSINU Í VOR, SEGIR ÞAÐ LENGI HAFA VERIÐ DRAUM AÐ VINNA HJÁ FYRIRTÆKI SEM ÞESSU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Katrín hertogaynja giftist Vilhjálmi prins í kjól frá Alexander McQueen þann 29. apríl 2011. AFP 8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Breska tískuhúsið Al- exander McQueen var stofnað árið 1992 af Lee Alexander McQueen. Alexander McQueen hlaut verð- launin „British Desig- ner of the Year“ fjór- um sinnum á árunum 1996 til 2003 ásamt því að hljóta viðurkenninguna „International Designer of the Year“ af Council of Fashion Designers árið 2003. Alexander McQueen var þekktur fyrir afar óhefð- bundna og róttæka hönnun. Tískuhúsið framleiðir bæði kven- og herrafatalínur. Eftir fráfall Alexanders McQueen árið 2010 tók Sarah Burton við sem list- rænn stjórnandi tískuhússins en eftir dauða McQueen sýnir tískuhúsið línur sínar á tískuvikunni á París. Meðal þekktustu verka tískuhússins er til að mynda brúðarkjóll Katrínar hertogaynju. ALEXANDER MCQUEEN Róttæk, óhefð- bundin hönnun Úr útskriftarsýningu Halldóru síð- astliðið vor þar sem hún sýndi áhugaverða útskriftarlínu. Mögnuð hönnun Alex- ander McQueen á sumarlínu tískuhússins í London árið 2000. Úr vetrarlínu Alexander McQueen 2015/2016 sem sýnd var í París fyrr á árinu. Halldóra Sif Guðlaugsdóttir mun hefja störf hjá breska tískuhúsinu þann 14. apríl. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.