Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 14
esportfoto.cat A nna Berglind Pálmadóttir á Akureyri hefur stundað líkamsrækt í mörg ár, kenndi þolfimi um tíma og var í cross- fit; hefur verið með annan fótinn á líkamsræktarstöðvum í langan tíma, eins og hún orðar það. Skokkaði gjarnan úti að sumri þegar veðrið var gott en stutt er síðan hún fór að hlaupa fyrir alvöru. Og þá þótti henni ekkert hálfkák eiga við. Hinn formlegi hlaupaferill byrjaði raunar ró- lega og fyrir algjöra tilviljun. Þannig var að hún skoraði á son sinn í að- draganda árlegs 1. maí hlaups á Akureyri vorið 2014. Þau hlupu bæði og þegar Anna Berglind kom í mark vatt sér að henni maður, gekk hreint til verks og spurði: Viltu ekki fara að æfa hlaup? Anna vissi ekki hver maðurinn var og hann þekkti engin deili á henni en sá að í henni bjó hlaupari. Þarna var á ferð Þorbergur Ingi Jóns- son, einn þekktasti hlaupari landsins sem nýlega var fluttur til Akureyrar. Anna gekk til liðs við hóp sem kallaður er Eyrarskokkið og hóf síðan að æfa undir stjórn Þorbergs Inga. Ári síðar var hún komin í lands- lið Íslands í frjálsíþróttum, keppti á Smáþjóða- leikunum í Reykjavík og í 2. deild Evrópukeppn- innar í Búlgaríu. Frami akureyrsku hlaupakonunnar var sem sagt mjög skjótur og nýjasta ævintýrið var fjallahlaup í Katalóníuhéraði á Spáni á dögunum. Árangur hennar þar var framúrskarandi; hún og eiginmaðurinn, Helgi Rúnar Pálsson, hlupu 49,3 kílómetra, 91 fór þá vegalengd og náði Anna næstbesta tíma kvenna og þeim níunda besta af öllum hópnum. Hún lauk keppni á tæpum sex klukkustundum (5.54,10). Anna Berglind frétti ekki af Katalóníuhlaupinu fyrr en tveimur vikum áður en það fór fram, í september, en ákvað að slá til og eiginmaðurinn vildi ólmur fara með. „Hann byrjaði aðeins í fyrrasumar, hljóp þá 10 km í Reykjavíkur- maraþoni en æfði meira í vetur og fór hálft maraþon í sumar. Hann dróst inn í þetta með mér og finnst mjög gaman að hlaupa.“ Helgi náði 15. besta tíma allra sem fóru þessa vegalengd í Spánarhlaupinu og Anna segir ynd- islegt að hjónin deili þessu skemmtilega áhuga- máli því þá hafi þau bæði skilning á verkefni hins. „Við náum samt eiginlega aldrei að æfa saman. Erum með þrjú börn og það hentar okk- ur ekki að æfa á sama tíma. Ég hleyp með hópi þar sem eru Þorbergur Ingi, Rannveig Odds- dóttir og fleiri; þaulvanir langhlauparar en Helgi æfir sig meira með því að hlaupa einn.“ Henni fannst gríðarlega gaman að taka þátt í ultra-hlaupinu, eins og það er kallað, á Spáni. „Þetta var seinfært vegna þess að oft var bratt og upp á hæsta topp þurfti að príla og hífa sig upp í köðlum. En þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert síðan ég byrjaði að æfa hlaup af alvöru og við hjónin eigum alveg örugglega eftir að endurtaka þennan leik, hvort sem er í Kata- lóníu eða annars staðar.“ HJÓN TÓKU ÞÁTT Í FJALLAHLAUPI Í KATALÓNÍU Dagleið á katalónskum fjöllum HJÓNIN ANNA BERGLIND PÁLMADÓTTIR OG HELGI RÚNAR PÁLSSON TÓKU NÝLEGA ÞÁTT Í FJALLAHLAUPI Í KATALÓNÍU Á SPÁNI. ANNA HLJÓP 50 KM UM FJÖLL OG FIRNINDI Á SEX TÍMUM, VARÐ Í ÖÐRU Í SÆTI Í KVENNAFLOKKI OG Í NÍUNDA SÆTI Í HEILD AF 100 ÞÁTTTAKENDUM AF BÁÐUM KYNJUM. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hjónin Anna Berglind Pálmadóttir og Helgi Rúnar Pálsson tóku þátt í fjallahlaupi í Katalóníuhéraði. Anna Berglind og Helgi Rúnar glaðbeitt í fjalla- hlaupinu í Katalóníuhéraði. Heilsa og hreyfing AFP *Það er í tísku að drekka te og hefur hollustaþess mikið verið rannsökuð. Helstu rannsóknirsýna að tedrykkja getur veitt vernd gegn hjarta-og æðasjúkdómum, heilablóðfalli, krabbamein-um og lifrarsjúkdómum og þá er grænt te holl-ast. Margir virðast haldnir ranghugmyndum umað mikil tedrykkja sé megrandi, en niðurstöður rannsókna á drykkju á grænu tei og þyngdartapi sýna að engin fylgni er þar á milli. Tedrykkja holl en ekki grennandi Hlaupið er utan vega í fjalla- hlaupinu í Katalóníu, um fjöll og firnindi, eins og nafnið gefur til kynna. Keppt var í fjallgarðinum Serra de Montsant, sem er þjóðgarð- ur. Keppnin er töluverð þrek- raun, enda vegalengdin sem akureyrsku hjónin hlupu töluvert meiri en maraþon. Hæðarmunur frá byrjun og upp í hæsta punkt var 2.200 metrar. „Hækkunin er eins að fara tvisvar upp á Súlur frá bílastæðinu,“ segir Anna og vísar til staðhátta á Ak- ureyri. Á Reykjavíkurmáli má segja að hækkunin sé á við að fara tvær og hálfa ferð upp á Esjuna. FJALLAHLAUPIÐ Hæðarmun- ur á við tvær og hálfa Esju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.