Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 Ferðalög og flakk Í þessum skrifuðum orðum er verið að breyta íbúð sem Jimi Hendrix bjó í seint á sjöunda áratugnum í Lundúnum í safn, gítargoðinu til dýrðar. Til stendur að opna safnið almenningi 10. febrúar næstkomandi. Íbúðin var raunar opin um skamma hríð fyrir fimm ár- um í fjáröflunarskyni vegna verkefnisins. Segja má því að safnið hafi að hluta borgað fyrir sig sjálft. Íbúðin er á þriðju hæð í fjölbýlishúsi á 23 Brook Street sem er í hjarta hins litríka West End-hverfis og leigði Hendrix hana á árunum 1968 til 1969. Vel mun hafa farið um kappann í íbúðinni og hermt að hann hafi kallað hana sitt fyrsta alvöru heimili. Safnið hefur nú verið innréttað í stíl sjöunda áratug- arins og verður að finna ýmsa muni úr eigu Hendrix, eins og hinn goðsagnakennda Epiphone-kassagítar. Svo skemmtilega vill til að Hendrix-safnið er við hliðina á öðru safni sem helgað er manni sem setti ekki síður sterkan svip á tónlistarsöguna, barokktón- skáldinu Georg Friedrich Händel, sem bjó og lést á 25 Brook Street á átjándu öld. Það safn hefur verið opið frá árinu 2001. Ef að líkum lætur eiga söfnin eftir að styðja vel við hvort annað. Einhver til í að útsetja Messías fyrir raf- magnsgítar? Nú eða Voodoo Chile fyrir sinfóníu- hljómsveit? SÖFN TILEINKUÐ MERKU FÓLKI Í húsum stór- menna FLESTIR HAFA YNDI AF ÞVÍ AÐ HEIM- SÆKJA SÖFN SEM HELGUÐ ERU MINN- INGU MERKILEGS FÓLKS, EKKI SÍST EF SAFNIÐ ER TIL HÚSA ÞAR SEM VIÐKOM- ANDI BJÓ Á EINHVERJU STIGI LÍFS SÍNS. FÆDDIST ÞAR JAFNVEL EÐA DÓ. MIKIÐ ER UM SÖFN AF ÞESSU TAGI UM HEIM ALLAN SEM TILVALIÐ ER AÐ HEIMSÆKJA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Flestir þekkja sögu gyðingastúlkunnar Önnu Frank sem faldi sig ásamt fjölskyldu sinni og fjórum öðr- um á heimili sínu í Amsterdam á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Anna lifði stríðið ekki af en dagbækur hennar fundust og hlutu verðskuldaða athygli. Fjölskyldan faldi sig í leyniherbergjum á heimili sínu í gömlu húsi við Prinsengracht 263 í hjarta Amsterdam og allar götur frá árinu 1960 hefur verið starfrækt þar safn, þar sem gestir geta kynnt sér aðbúnaðinn. Safnið færði síðar út kvíarnar og festi kaup á íbúðinni við hliðina. Auk þess að minnast Önnu Frank og fjölskyldu hennar er safnið helgað öllum þeim sem þurft hafa að líða mis- munun og ofsóknir gegnum tíðina. Meðal muna í safninu eru Óskarsverðlaunin sem Shelley Winters fékk fyrir leik sinn í kvikmyndinni Dagbók Önnu Frank árið 1959. Önnu Frank-safnið nýtur mikillar hylli meðal ferðamanna og á liðnu ári heimsóttu meira en 1,2 milljónir manna það. Aðeins tvö söfn í Hollandi, Ríkissafnið og Van Gogh-safnið, laða að sér fleiri gesti á hverju ári. ÖNNU FRANK- SAFNIÐ Í AMSTERDAM Ernest Hemingway Home & Museum kallast safn í Key West á Flórída sem helgað er minningu Nóbelsskáldsins vinsæla. Safnið er við 907 Whitehead Street, beint á móti Key West-vitanum, í húsi sem Hemingway bjó í sjálfur á árunum 1931 til 1939. Fékk það í brúðkaupsgjöf frá frænda annarrar brúðar sinnar, Pauline. Eftir andlát Hemingways 1961 seldi ekkja hans, Mary, húsið og það var einmitt kaupandinn, Bernice Dickson, sem setti safnið á laggirnar. Hemingway skrifaði margt í húsinu, þar á meðal smásagnasafnið The Snows of Kilim- anjaro. Í húsinu er að finna ýmsa muni sem Hemingway átti sjálfur, svo sem skrifborð hans og stóla en rithöfundurinn hafði miklar mætur á spænskum húsgögnum frá sautjándu og átjándu öld og safnaði þeim. Einnig er í safninu fjöldi bóka sem Hemingway átti. Þá býr á lóðinni fjöldi katta sem sumir eru sagðir beinir afkomendur kattarins Mjall- hvítar sem Hemingway hélt sjálfur á sinni tíð en hann var með afbrigðum kattelskur maður. Fyrir fáeinum árum kærði gestur safnið fyrir vanrækslu á köttunum og var því í kjöl- farið gert að hugsa betur um þá. Garðurinn við húsið er óvenju blóm- legur. Fyrstu árin var hnefaleikahringur í garðinum en Hemingway hafði mikið yndi af íþróttinni og barðist sjálfur við áhugaboxara. Síðar ákváðu hjónin að byggja sér sundlaug sem þótt mikill munaður í Key West á fjórða áratugnum. Pauline sá að mestu um framkvæmdina meðan bóndi hennar reyndi borgarastríðið á Spáni á eigin skinni. Þegar hann sneri heim segir sagan að honum hafi blöskrað íburðurinn og sagt með þjósti við spúsu sína: „Pauline, þú ert búin að eyða öllu nema mínu síðasta penníi. Eins gott að þú fáir það líka.“ Hvort sem sagan er sönn eður ei þá er penní grafið í steypu við norðurenda laugarinnar. HEMINGWAY-SAFNIÐ Á FLÓRÍDA Ernest Hemingway Rex Features/ Everett Collection JIMI HENDRIX-SAFN- IÐ Í LUNDÚNUM Jimi Hendrix
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.