Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 Ferðalög og flakk Í þessum skrifuðum orðum er verið að breyta íbúð sem Jimi Hendrix bjó í seint á sjöunda áratugnum í Lundúnum í safn, gítargoðinu til dýrðar. Til stendur að opna safnið almenningi 10. febrúar næstkomandi. Íbúðin var raunar opin um skamma hríð fyrir fimm ár- um í fjáröflunarskyni vegna verkefnisins. Segja má því að safnið hafi að hluta borgað fyrir sig sjálft. Íbúðin er á þriðju hæð í fjölbýlishúsi á 23 Brook Street sem er í hjarta hins litríka West End-hverfis og leigði Hendrix hana á árunum 1968 til 1969. Vel mun hafa farið um kappann í íbúðinni og hermt að hann hafi kallað hana sitt fyrsta alvöru heimili. Safnið hefur nú verið innréttað í stíl sjöunda áratug- arins og verður að finna ýmsa muni úr eigu Hendrix, eins og hinn goðsagnakennda Epiphone-kassagítar. Svo skemmtilega vill til að Hendrix-safnið er við hliðina á öðru safni sem helgað er manni sem setti ekki síður sterkan svip á tónlistarsöguna, barokktón- skáldinu Georg Friedrich Händel, sem bjó og lést á 25 Brook Street á átjándu öld. Það safn hefur verið opið frá árinu 2001. Ef að líkum lætur eiga söfnin eftir að styðja vel við hvort annað. Einhver til í að útsetja Messías fyrir raf- magnsgítar? Nú eða Voodoo Chile fyrir sinfóníu- hljómsveit? SÖFN TILEINKUÐ MERKU FÓLKI Í húsum stór- menna FLESTIR HAFA YNDI AF ÞVÍ AÐ HEIM- SÆKJA SÖFN SEM HELGUÐ ERU MINN- INGU MERKILEGS FÓLKS, EKKI SÍST EF SAFNIÐ ER TIL HÚSA ÞAR SEM VIÐKOM- ANDI BJÓ Á EINHVERJU STIGI LÍFS SÍNS. FÆDDIST ÞAR JAFNVEL EÐA DÓ. MIKIÐ ER UM SÖFN AF ÞESSU TAGI UM HEIM ALLAN SEM TILVALIÐ ER AÐ HEIMSÆKJA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Flestir þekkja sögu gyðingastúlkunnar Önnu Frank sem faldi sig ásamt fjölskyldu sinni og fjórum öðr- um á heimili sínu í Amsterdam á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Anna lifði stríðið ekki af en dagbækur hennar fundust og hlutu verðskuldaða athygli. Fjölskyldan faldi sig í leyniherbergjum á heimili sínu í gömlu húsi við Prinsengracht 263 í hjarta Amsterdam og allar götur frá árinu 1960 hefur verið starfrækt þar safn, þar sem gestir geta kynnt sér aðbúnaðinn. Safnið færði síðar út kvíarnar og festi kaup á íbúðinni við hliðina. Auk þess að minnast Önnu Frank og fjölskyldu hennar er safnið helgað öllum þeim sem þurft hafa að líða mis- munun og ofsóknir gegnum tíðina. Meðal muna í safninu eru Óskarsverðlaunin sem Shelley Winters fékk fyrir leik sinn í kvikmyndinni Dagbók Önnu Frank árið 1959. Önnu Frank-safnið nýtur mikillar hylli meðal ferðamanna og á liðnu ári heimsóttu meira en 1,2 milljónir manna það. Aðeins tvö söfn í Hollandi, Ríkissafnið og Van Gogh-safnið, laða að sér fleiri gesti á hverju ári. ÖNNU FRANK- SAFNIÐ Í AMSTERDAM Ernest Hemingway Home & Museum kallast safn í Key West á Flórída sem helgað er minningu Nóbelsskáldsins vinsæla. Safnið er við 907 Whitehead Street, beint á móti Key West-vitanum, í húsi sem Hemingway bjó í sjálfur á árunum 1931 til 1939. Fékk það í brúðkaupsgjöf frá frænda annarrar brúðar sinnar, Pauline. Eftir andlát Hemingways 1961 seldi ekkja hans, Mary, húsið og það var einmitt kaupandinn, Bernice Dickson, sem setti safnið á laggirnar. Hemingway skrifaði margt í húsinu, þar á meðal smásagnasafnið The Snows of Kilim- anjaro. Í húsinu er að finna ýmsa muni sem Hemingway átti sjálfur, svo sem skrifborð hans og stóla en rithöfundurinn hafði miklar mætur á spænskum húsgögnum frá sautjándu og átjándu öld og safnaði þeim. Einnig er í safninu fjöldi bóka sem Hemingway átti. Þá býr á lóðinni fjöldi katta sem sumir eru sagðir beinir afkomendur kattarins Mjall- hvítar sem Hemingway hélt sjálfur á sinni tíð en hann var með afbrigðum kattelskur maður. Fyrir fáeinum árum kærði gestur safnið fyrir vanrækslu á köttunum og var því í kjöl- farið gert að hugsa betur um þá. Garðurinn við húsið er óvenju blóm- legur. Fyrstu árin var hnefaleikahringur í garðinum en Hemingway hafði mikið yndi af íþróttinni og barðist sjálfur við áhugaboxara. Síðar ákváðu hjónin að byggja sér sundlaug sem þótt mikill munaður í Key West á fjórða áratugnum. Pauline sá að mestu um framkvæmdina meðan bóndi hennar reyndi borgarastríðið á Spáni á eigin skinni. Þegar hann sneri heim segir sagan að honum hafi blöskrað íburðurinn og sagt með þjósti við spúsu sína: „Pauline, þú ert búin að eyða öllu nema mínu síðasta penníi. Eins gott að þú fáir það líka.“ Hvort sem sagan er sönn eður ei þá er penní grafið í steypu við norðurenda laugarinnar. HEMINGWAY-SAFNIÐ Á FLÓRÍDA Ernest Hemingway Rex Features/ Everett Collection JIMI HENDRIX-SAFN- IÐ Í LUNDÚNUM Jimi Hendrix

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.