Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 36
51 ár er síðan njósn-
arinn klæddist fyrst
hvítum jakkafatajakka.
Það var í kvikmyndinni
Goldfinger þar sem
Sean Connery fór
með hlutverk James
Bond. Í nýjustu James
Bond-kvikmyndinni,
Spectre, sem frumsýnd
er um helgina end-
urvekur Daniel Craig
þennan eftirminnilega
og svala klæðnað en það
er hönnuðurinn Tom
Ford sem sér um bún-
ingahönnun í Spectre.
Svörtu jakkafötin
eru nokkurskonar
einkennisklæðn-
aður James Bond.
Jakkafötin í Dr. No
eru ein af þessum
íkonísku flíkum.
Dimmblá með sat-
ínkraga, þetta getur
ekki klikkað.
Það eru vafalaust fáir karlmenn sem myndu sækja í það að klæðast
þessum lillabláa stuttbuxnasamfestingi en einn mesti töffari allra tíma
lét ekki segja sér það tvisvar. Sean Connery tók sig nú bara ágætlega
út í þessari fremur furðulegu múnderingu í Goldfinger, sem heldur
myndi sæma smábarni en kyntákni.
Ursula Andress lék hina eftirminnilegu Ho-
ney Ryder í fyrstu James Bond-myndinni Dr.
No sem kom út árið 1962.
Hér í ógleymanlegu atriði þar sem hún
kemur upp úr sjónum í hvíta íkoníska bik-
iníinu sem talið er frægasta bikiní í heimi.
Andress tók sjálf þátt í að hanna bikiníið í
samstarfi við búningahönnuð myndarinnar,
Tessu Prendergast.
Þetta fræga atriði Andress í bikiníinu var
endurgert í Bond-kvikmyndinni Die
Another Day árið 2002, þar sem Halle
Berry kemur upp úr sjónum í samskonar
appelsínugulu bikiníi.
Þess má til gamans geta að upprunalega
bikiníið var sett á uppboð árið 2001 og
seldist það á 35.000 pund.
JAMES BOND ER EIN AF ÞESSUM KLASSÍSKU TÍSKU-
FYRIRMYNDUM SEM HALDA ALLTAF ÁFRAM AÐ
TOPPA SJÁLFAR SIG. MIKIÐ AF ÍKONÍSKASTA FATN-
AÐI SAMTÍMANS Á UPPRUNA SINN AÐ REKJA
TIL KVIKMYNDANNA UM NJÓSNARANN 007.
HÉR GEFUR AÐ LÍTA NOKKRAR SKOTHELDAR
SAMSETNINGAR SEM EIGA SÉR ÁKVEÐINN SESS Í
TÍSKUHEIMINUM ENN ÞANN DAG Í DAG.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Bláa sundskýlan er vitanlega afskaplega íkonísk flík úr Bond-myndunum. Það mætti vel
halda að ljósblár sé eftirlætislitur njósnarans enda má oft sjá hann í ljósbláu. Sean
Connery tók sig eftirminnilega vel út í bláu sundskýlunni í kvikmyndinni Goldfinger
árið 1964. Það varð síðan svo að Daniel Craig klæddist keimlíkum sundbuxum árið
2006 í kvikmyndinni Casino Royale. Þær sundbuxur eru frá undirfatamerkinu La Perla
og heita þær GrigioPerla trunks en þær eru úr undirfatalínu hönnunarhússins 2006.
Sean Connery var eitursvalur sem
James Bond í kvikmyndinni From
Russia With Love. Þar klæddist hann
köflóttum jakkafötum og þessum
flotta hatti sem talinn er hafa verið
framleiddur af James Lock & Co.
Hattarar á St. James Street í London.
Hatturinn ber heitið Sandown og er
til sölu í versluninni.
JAMES BOND SNÝR AFTUR
Eftirminnilegur
fatnaður
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015
Tíska