Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 36
51 ár er síðan njósn- arinn klæddist fyrst hvítum jakkafatajakka. Það var í kvikmyndinni Goldfinger þar sem Sean Connery fór með hlutverk James Bond. Í nýjustu James Bond-kvikmyndinni, Spectre, sem frumsýnd er um helgina end- urvekur Daniel Craig þennan eftirminnilega og svala klæðnað en það er hönnuðurinn Tom Ford sem sér um bún- ingahönnun í Spectre. Svörtu jakkafötin eru nokkurskonar einkennisklæðn- aður James Bond. Jakkafötin í Dr. No eru ein af þessum íkonísku flíkum. Dimmblá með sat- ínkraga, þetta getur ekki klikkað. Það eru vafalaust fáir karlmenn sem myndu sækja í það að klæðast þessum lillabláa stuttbuxnasamfestingi en einn mesti töffari allra tíma lét ekki segja sér það tvisvar. Sean Connery tók sig nú bara ágætlega út í þessari fremur furðulegu múnderingu í Goldfinger, sem heldur myndi sæma smábarni en kyntákni. Ursula Andress lék hina eftirminnilegu Ho- ney Ryder í fyrstu James Bond-myndinni Dr. No sem kom út árið 1962. Hér í ógleymanlegu atriði þar sem hún kemur upp úr sjónum í hvíta íkoníska bik- iníinu sem talið er frægasta bikiní í heimi. Andress tók sjálf þátt í að hanna bikiníið í samstarfi við búningahönnuð myndarinnar, Tessu Prendergast. Þetta fræga atriði Andress í bikiníinu var endurgert í Bond-kvikmyndinni Die Another Day árið 2002, þar sem Halle Berry kemur upp úr sjónum í samskonar appelsínugulu bikiníi. Þess má til gamans geta að upprunalega bikiníið var sett á uppboð árið 2001 og seldist það á 35.000 pund. JAMES BOND ER EIN AF ÞESSUM KLASSÍSKU TÍSKU- FYRIRMYNDUM SEM HALDA ALLTAF ÁFRAM AÐ TOPPA SJÁLFAR SIG. MIKIÐ AF ÍKONÍSKASTA FATN- AÐI SAMTÍMANS Á UPPRUNA SINN AÐ REKJA TIL KVIKMYNDANNA UM NJÓSNARANN 007. HÉR GEFUR AÐ LÍTA NOKKRAR SKOTHELDAR SAMSETNINGAR SEM EIGA SÉR ÁKVEÐINN SESS Í TÍSKUHEIMINUM ENN ÞANN DAG Í DAG. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Bláa sundskýlan er vitanlega afskaplega íkonísk flík úr Bond-myndunum. Það mætti vel halda að ljósblár sé eftirlætislitur njósnarans enda má oft sjá hann í ljósbláu. Sean Connery tók sig eftirminnilega vel út í bláu sundskýlunni í kvikmyndinni Goldfinger árið 1964. Það varð síðan svo að Daniel Craig klæddist keimlíkum sundbuxum árið 2006 í kvikmyndinni Casino Royale. Þær sundbuxur eru frá undirfatamerkinu La Perla og heita þær GrigioPerla trunks en þær eru úr undirfatalínu hönnunarhússins 2006. Sean Connery var eitursvalur sem James Bond í kvikmyndinni From Russia With Love. Þar klæddist hann köflóttum jakkafötum og þessum flotta hatti sem talinn er hafa verið framleiddur af James Lock & Co. Hattarar á St. James Street í London. Hatturinn ber heitið Sandown og er til sölu í versluninni. JAMES BOND SNÝR AFTUR Eftirminnilegur fatnaður 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 Tíska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.