Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 32
Íeina tíð urðu fartölvur stærri og stærri þar til þærhættu eiginlega að vera fartölvur. Svo var eins og mennhefðu áttað sig – þær tóku að minnka aftur og þynnast og svo er komið að þær eru margar orðnar öflugar, með- færilegar og glæsilegar, svona eins og ný 12" MacBook sem er nánast fullkominn ferðafélagi. MacBook-fartölvurnar skara yfirleitt framúr í hönnun hið ytra sem að innan og nýja vélin sker sig ekki úr hvað það varðar – hún er sannkallað augnakonfekt og líka einkar skemmtileg sem vinnutæki. Víst er hún lítil, skjár- inn ekki „nema“ 12", en skjárinn er samt stærri en mann grunar þegar kveikt er á vélinni, því hún er með Retina-skjá og skjáborðið því mun stærra en skjástærðin gefur til kynna. Margir, þar á meðal ég, hafa mært nýja músarflötinn á Apple- fartölvum (og skjáinn á iPhone 6S) og hann svíkur ekki í þessari vél, frábærlega vel útfærð tækni sem eykur notagildi vélarinnar til muna. Það er líka hægt að smella hvar sem er á flötinn til að velja. Örgjörvinn í vélinni er tveggja kjarna Intel Core M (Broadwell-Y), ekki ýkja öflugur en sérstaklega hannaður til að vera sparneytinn og gerir því kleift að hafa á vél- inni Retina-skjá og samt vera með rafhlöðu sem dugir all- an daginn – samkvæmt Apple á hún að duga í níu til tíu tíma. Svo gerir örgjörvinn líka kleift að hafa vélina viftu- lausa og því heyrist ekkert í henni, alls ekkert. Lyklaborðið er afskaplega fínt, ekki alveg full stærð en nánast, sem er náttúrlega lykilatriði. Hnapparnir í því eru endurhannaðir til að vera þynnri en á hefðbundnu lykla- borði, 40% þynnri segja Apple-bændur, en það er þó gott að skrifa á lyklaborðið, svörun er fín, en maður þarf samt að venjast hnöppunum, ég nánast strauk lyklaborðið þegar ég var að skrifa á það til að byrja með, þorði ekki að skrifa með fullum krafti. Að því sögðu þá er hönnun á lyklaborðinu byltingarkennd í sjálfu sér og verður eflaust leiðandi í vélum frá Apple og fleiri framleiðendum á næstu árum. Hnapparnir eru baklýstir með ljóstvisti, hver fyrir sig. Það er hátalari ofan við lyklaborðið, nær nánast þvert yfir vélina, og hljómur í henni er merkilega góður. Eitt af því sem verið hefur umdeilt við vélina er að á henni er bara eitt tengi, svonefnt USB-C-tengi, sem dugar fyrir allt; straum, aukaskjá, HDMI eða gagnaflutninga. Þessi nýi staðall, í raun USB 3.1, er útskýrður betur hér fyrir neðan, en mér fannst þetta algert aukaatriði og skil ekki þá blaðamenn sem kvartað hafa yfir því að tengja- skortur kalli á allskyns aukabúnað – eru ekki allir löngu fluttir á netið? Sama á við um diskana, fyrir minn smekk þá er kappnóg að hafa 256 GB gagnaminni í fartölvu og þeir sem þurfa meira pláss þurfa yfirleitt stærri tölvu hvort eð er. Ég nefni hér fyrir ofan að vélin sé nánast fullkominn ferðafélagi – það eina sem vantar uppá er að skjárinn væri snertiskjár. Sá dagur mun eflaust koma að Apple setur á markað MacBook-týpu með snertiskjá, kannski þegar menn eru búnir að átta sig á því að engan langar í stærri iPad en átta tommur. Hvað er þetta USB-C? Það er segin saga að um leið og búið er að græja heim- ilið svo upp að aldrei skorti snúru verður til nýr staðall og við taka einhver ár af millistykkjum og kaupum á aukasnúrum. MicroUSB hefur lagt heiminn undir sig og því hefur mönnum þótt tími til kominn að taka upp nýjan staðal, USB-C. Þetta er þó ekki bara gert til þess að fá okkur til að kaupa fleiri snúrur, heldur hefur þessi nýi staðall sitthvað forvitnilegt í för með sér. Við notkun á tækjum með USB-C-tengi, líkt og til að mynda ofanefnda MacBook Air, tekur maður náttúrlega strax eftir því hve þægilegt er að nota USB-tengi þar sem ekki skiptir máli hvernig tengillinn snýr. Það sem gerir þó gæfumuninn er að í gegnum tengið má streyma nógum straum til að hlaða, eða knýja, fartölvu, keyra tölvuskjá og dæla gögnum í meira magni en áður hefur þekkst í ámóta tengjum. Þannig má nota eitt og sama tengið til að hlaða tölvuna og að tengja hana við jaðar- tæki og líka til að tengja fartölvu, eða aðra gerð af tölvu, við skjá – USB-C kemur í stað fjölmargra mismunandi tengja. Gagnahraðinn er allt að 40 gígabitar á sekúndu, hægt er að keyra tvo 4K skjái samtímis og streyma 100 W af straumi í hleðslu. Svo styður USB-C líka fleiri gagnastaðla en eldri tengi. Þetta hljómar nánast of gott til að vera satt og þó tæknin sé vissulega fyrir hendi, þá er þetta ekki alveg satt, það er sá hluti þess að allir muni skipta í eitt og sama tengið. Málið er nefnilega að hægt er að smíða ýmis afbrigði af USB-C, þ.e. tengin geta verið misöflug og því þarf maður að læra nýjar táknmyndir sem segja hvað hægt sé að gera með hverri snúru. Svo getur verið varasamt að kaupa snúrur frá óþekktum framleiðendum. Einn af verkfræðingum Google keypti til að mynda USB-C-snúrur frá ýmsum framleiðendum á Amazon fyrir stuttu og komst að því að margar voru þær óttalegt drasl, stóðu ekki undir því sem stóð á umbúð- unum og sumar svo illa úr garði gerðar að þær gátu skemmt tæki. Það er því best að hafa varann á sér sem stendur, en öruggt að USB-C leggur undir sig heiminn. NÁNAST FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI TÆKI FRÁ APPLE GETA VERIÐ FYRIRSJÁANLEG OG ÓFRUMLEG, EN SVO KOMA ÖÐRU HVORU TÆKI SEM SKARA FRAMÚR Í ÚTLITI OG HÖNN- UN. NÝ TÖLVA, 12" MACBOOK, ER SKEMMTILEGT DÆMI UM SLÍKT APPARAT, VISSULEGA FRÁBÆR FARTÖLVA EN LÍKA VÍSBENDING UM ÞAÐ HVERT STEFNI Í FARTÖLVUSMÍÐI ALMENNT. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON * MacBook 12"með 256 GB gagnaminni kostar 247.990 kr. hjá Epli, en 51 GB vélin 317.990 kr. Hægt er að sérpanta vélar með 1,3 GHz örgjörva en þá þarf að borga meira, 44.990 kr. meira fyrir ódýari vélina og 29.990 kr. meira fyrir þá dýrari. * Þetta er þynnsti ogléttasti Makkinn til þessa og sannkallað fis; ekki nema frá 0,35 til 1,31 að þykkt, eftir því hvar litið er á tölvuna, 28,05 cm á breidd og 19,65 á hæð og svo er hún innan við kíló að þyngd, ekki nema 920 g. Það er myndavél í lokinu, ofan við skjáinn, en tekur ekki nema 480 díla myndir. * Upplausnin á skján-um er 2.304 x 1.440 dílar, 226 dílar á tommu. Hægt er að fá vélina í tveimur út- færslum, 1,1 GHz með Turbo Boost upp í 2,4 GHz eða 1,2 GHz sem skrúfa má upp í 2,6 GHz með Turbo Boost. Vinnsluminni er 8 GB og gagnaminni ýmist 256 GB eða 512 GB. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 Græjur og tækni Í sólkerfi okkar er Neptúnusáttunda og ysta reikistjarnan frásólu og sú fjórða stærsta. Nep- túnus er ríflega sautján sinnum massameiri en jörðin sem gerir hann þó eingöngu næstmassa- minnstan af ytri reikistjörn- unum. Neptúnus Upplifðu hinn sanna anda jólanna með Kristjáni Jóhannssyni og gestum Gestir Kristjáns að þessu sinni eru þau Dísella Lárusdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Oddur Arnþór Jónsson ásamt Óperukórnum í Reykjavík, Karlakór Kópavogs og sinfóníuhljómsveit undir stjórn Garðars Cortes. Í ELDBORG, HÖRPU, 6. DESEMBER KL. 20.00 Tryggið ykkur miða á harpa.is og tix.is // J Ö KU LÁ - W W W .J O KU LA .IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.