Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 46
Menning 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 É g hef aldrei skrifað söngtexta áður, þó ég lesi mikið af ljóðum. Þetta er ástaróður minn til Norður- landanna, en ég hef sterk tengsl við mörg landanna,“ segir rithöf- undurinn Kim Leine um ljóð sem hann samdi að beiðni Norðurlandaráðs og til stóð að frum- flytja á nýafstöðu þingi ráðsins í Reykjavík í síðasta mánuði að viðstöddum höfundum, en lagið samdi Sunleif Rasmussen. Báðir hafa þeir hlotið verðlaun Norðurlandaráðs, Rasmussen árið 2002 fyrir tónlist sína og Leine árið 2013 fyrir skáldsögu sína Spámenn- irnir í Botnleysufirði sem nýverið kom út í ís- lenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Að sögn Leine á lagið að verða nýtt ein- kennislag Norðurlandaráðs, en á síðustu stundu var ákveðið að fresta frumflutningnum um ár. Spurður um yrkisefni ljóðsins segist Leine hafa haft að markmiði að fanga per- sónueinkenni hinna ólíku landa ásamt því að skoða hvað sameini íbúa þeirra. „Eitt af því sem sameinar okkur er vonda veðrið,“ segir Leine og hlær. „Við Norðurlandabúar eigum það sameiginlegt að bíða eftir þessum ein- stöku dögum þar sem veðrið er dásamlegt og fallegt. Í krafti þeirra daga þreyjum við þorr- ann í myrkri og kulda, auk þess sem and- stæðan fær okkur til að meta ennþá betur hina fáu sólskinsdaga. Veðrið má yfirfæra yfir á íbúana. Við samþykkjum myrkari hliðar til- verunnar samtímis því sem við þráum ljósið.“ Varð norskur aftur Hvaða þýðingu hafði það fyrir þig að hljóta Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs? „Af ólíkum ástæðum var frábært að hljóta þessi verðlaun. Þau gerðu það að verkum að nú líður mér loks eins og sönnum rithöfundi. Ég byrjaði skrif mín sem áhugamaður, enda hef ég enga formlega menntun á sviði bók- mennta eða ritlistar og af þeim sökum var ég lengi vel feiminn við að titla mig rithöfund. En það breyttist þegar ég hlaut verðlaunin,“ segir Leine og tekur fram að verðlaunin hafi einnig hjálpað verðlaunabókinni að komast til fleiri lesenda, en útgáfuréttur hennar hefur verið seldur til 20 landa. „Helsta breytingin fólst hins vegar í því að ég var loks álitinn norskur í Noregi. Ég er auðvitað fæddur og uppalinn í Noregi, en það virtust landar mínir ekki skilja fyrr en ég vann til verðlaunanna. Á síðustu tveimur ár- um hefur mér margoft verið boðið til Noregs að kynna bækur mínar og halda fyrirlestra, sem mér þykir mjög vænt um. Ekki síst vegna þess að norsk bókmenntahefð stendur mér nær en sú danska. En þar er ég að vísa til epísku skáldsögunnar sem er rík hefð fyrir í Noregi. Það er ósk mín að bækur mínar tali inn í þá hefð. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að vera hluti af norsku bókmenntalífi.“ Áttu þér einhverjar fyrirmyndir? „Ég les mjög mikið og vil gjarnan hafa efn- ið sem fjölbreyttast. Ég reyni markvisst að endurnýja mig sem höfund í gegnum þá texta sem ég les og vil einnig útvíkka smekk minn. Ég sé sjálfan mig sem hluta af norrænu epísku bókmenntahefðinni þar sem fremstir í flokki fara Knut Hamsun frá Noregi, Henrik Pontoppidan frá Danmörku, William Heinesen frá Færeyjum og Halldór Laxness frá Ís- landi.“ Hvenær vissir þú að þú vildir skrifa? „Ég gerði mér það mjög snemma ljóst. Ég á endurminningu um það þegar ég var 17 ára gamall að hafa hugsað að mig langaði til að vera rithöfundur, en óttaðist það mjög að ég gæti ekki fundið út úr því. Það var mér algjör ráðgáta hvernig maður færi að því að skrifa heila bók. Í framhaldinu gerði ég ótal mis- lukkaðar tilraunir. Það var ekki fyrr en ég sneri aftur til Grænlands eftir að hafa jafnað mig á stórri persónulegri krísu að ég allt í einu fann tón í skrifum mínum sem virkaði,“ segir Leine og rifjar upp að þá hafi hann ver- ið orðinn 45 ára gamall. Morðið kveikti áhugann á skrifum Frumraun þín, Kalak, kom út árið 2007 og vakti sterk viðbrögð. Um er að ræða sjálfs- ævisögulega bók þar sem þú greinir hispurs- laust frá lyfjamisnotkun þinni, framhjáhöld- um, kynferðislegu ofbeldi sem faðir þinn beitti þig og uppvexti þínum í Noregi í samfélagi Votta Jehóva. Önnur skáldsaga þín, Valde- marsdag, sem kom út 2008, fjallar um morð sem föðurafi þinn framdi. Hvers vegna valdir þú að byrja ferilinn á að skrifa sjálfsævisögu- legar bækur? „Það var mér algjörlega nauðsynlegt að hreinsa til í eigin lífi. Ég þurfti að gera upp fortíðina, sjálfan mig og eigið líf. Ég er sann- færður um að ég hafi fundið leiðina að skrif- unum í gegnum þessa nauðsyn sem knúði mig áfram. Áður en ég hófst handa við að skrifa Kalak hafði ég lokið við að skrifa þrjár skáld- sögur, sem aldrei hafa komið fyrir almenn- ingssjónir og munu heldur aldrei verða gefnar út enda voru þær einfaldlega ekki nógu góðar. Þær bækur skrifaði ég út frá hugmyndinni um hvernig rithöfundur ætti að skrifa og hafði enga innri knýjandi þörf. Sú þörf braust fram í Kalak og þessa þörf hef ég í framhaldinu getað yfirfært yfir á allar þær bækur sem fylgt hafa í kjölfarið,“ segir Leine og áréttar að síðustu tvær skáldsögur hans séu ekki sjálfsævisögulegar. „Enda hef ég í sjálfu sér engan sérstakan áhuga á hinu sjálfs- ævisögulega. Mig langar miklu frekar til að skrifa skáldskap. Hvað Valdemarsdag áhrærir þá var það reyndar fyrsta bókin sem mig langaði til að skrifa. Ég var mjög ungur þegar ég heyrði frásagnir af því að föðurafi minn hefði myrt mann og hugsaði þá þegar að þetta væri efni í bók. Ég hafði hins vegar enga hugmynd um hvernig ég ætti að nálgast efnið í skrifum né hvernig ég ætti að snúa mér í heimildaöflun. Með Kalak opnuðust mér dyr því þá gat ég kynnt mig sem rithöfund og óskað eftir aðstoð við að nálgast t.d. rannsóknarskýrslur lögregl- unnar, krufningarskýrslur, yfirheyrslur og dómsskjöl frá fjórða áratug síðustu aldar,“ segir Leine og bendir á að málsskjölin hafi í heild verið yfir 500 blaðsíður. „Þetta varð því heimildarskáldsaga samtímis því sem ég hafði það að markmiði að rannsaka þau myrku öfl sem ríkjandi hafa verið í karlmönnunum í fjöl- skyldu minni. Þetta var líka rannsókn á reiði og örvæntingu nútímamannsins.“ Mér skilst að þú hyggist skrifa fleiri skáld- sögur um reiði og örvæntingu nútímamanns- ins. Viltu reyna að skilja fyrirbærið? „Nei, markmið mitt sem rithöfundur er ekki að reyna að skilja efnið. Styrkur minn fellst í því að sjá heiminn eins og hann er og greina frá því. Frumskilyrði þess að geta skil- ið hlutina er að sjá þá í réttu ljósi. Ég læt mér hins vegar nægja að horfa á heiminn og lýsa því sem ég sé. Alltof margir stökkva yfir það ferli að skoða hlutina og reyna strax að fara að skilja, en þá er hættan alltaf sú að greiningin standi á veikum fótum. Mér finnst mikilvægast að sjá.“ Þú bjóst og starfaðir í Grænlandi um 15 ára skeið. Veitti það þér innblástur þegar þú fórst að skrifa Spámennina í Botnleysufirði? „Ég hef alltaf verið hugfanginn af tímum og stöðum þar sem menningarheimar mætast. Sjálfur fékk ég ákveðið menningarsjokk þegar ég flutti til Grænlands á sínum tíma og gerði þeirri upplifun minni skil í fyrstu skáldsögu minni, en kem aftur að efninu frá öðrum vinkli í Spámönnunum auk þess sem ég fjalla um sögulega atburði. Kosturinn við að skrifa um atburði sem eru fjær í tíma og rúmi er að þá veitist manni oft betri yfirsýn og auðveld- ara verður að sjá viss mynstur í mannlegu eðli sem gott er að gera skil í epísku skáld- sögunni. Ég er heillaður af nýlendutíma Dana á Grænlandi. Fyrir nokkrum árum las ég fræði- grein sem bar yfirskriftina „Spámennirnir í Botnleysufirði“ og fjallaði um grænlensku spámennina Maríu Magdalenu og Habakúk, sem stofnuðu fríkirkjusöfnuð sem naut mikilla vinsælda og lenti upp á kant við dönsk yf- irvöld og danska kristniboða seint á 18. öld. Mér fannst þetta spennandi efni og spann upp Morten Falck sem lendir inni í miðri hring- iðunni og menningarárekstrunum. Þannig flétta ég saman skáldskap og sögulegu efni,“ segir Leine og bendir á að hann hafi valið að láta Morten Falck vera prest þar sem þeir voru best menntuðu mennirnir á sínum tíma á Grænlandi. „Ég tefli saman presti með sín kristnu gildi og grænlenskum raunveruleika með þeim afleiðingum að Morten Falck fellur. Hann upplifir heilmikið syndafall, sem endist bókina á enda. Til þess að fallið verði sem mest þarf að byrja hátt og af þeim sökum var líka spennandi að nota prest, enda gerð krafa um hærra siðgæði af þeirra hálf. Í Morten Falck sé ég nútímamanneskjuna birtast, en hann yfirgefur guð og verður við það klofin nútímamanneskja.“ Heillaður af siðleysingjum Hver var helsta áskorunin við skrifin? „Ætli það hafi ekki verið umfang bók- arinnar og tilraunir mínar til að láta alla þræði ganga upp. Þess utan fannst mér hrein unun að skrifa þessa bók. Mér fannst dásam- legt að hverfa aftur til Grænlands í gegnum skrifin, því ég sakna Grænlands. Þegar ég kom fyrst þangað fannst mér ég strax vera velkominn og falla inn í samfélagið, en svona vinsamlegar móttökur voru mér framandi. Eðlilega heillaðist ég líka af stórbrotinni nátt- úru landsins, auk þess sem stormasamt líf mitt í landinu hafði síðar mikil áhrif á mig,“ segir Leine og tekur fram að Spámennirnir sé hugsuð sem fyrsta bókin í þríleik um sjálf- stæðisbaráttu Grænlendinga. „Ég er þegar byrjaður á bók númer tvö sem fjallar um stofnun nýlendunnar Godthåb árið 1728. Dönsk yfirvöld völdu 12 karlkyns fanga úr tukthúsinu og jafnmarga kvenkyns fanga úr spunahúsinu í Kaupmannahöfn og neyddu fólkið í hjónaband. Síðan voru pörin send til Grænlands með það að markmiði að leggja grunninn að nútímasamfélagi. Þetta gat bara endað á einn veg – illa og með tilheyr- andi mannfalli, helmingur allra íbúa við Godt- håbsfjorden lést innan fárra ára. Þriðja bókin fjallar um hinn svonefnda „Konebåds“-leiðangur upp eftir austurströnd Grænlands á árunum 1883–85 undir stjórn danska sjóliðsforingjans Gustav Frederik Holm. Hópurinn sigldi á bátum heimamanna sem konur reru og náði upp til Ammassalik sem var gerð að nýlendu árið 1894.“ „Við þráum ljósið“ VERÐLAUNAHÖFUNDURINN KIM LEINE ER HEILLAÐUR AF UMBROTATÍMUM Í SÖGUNNI OG ÞVÍ ÞEGAR MENN- INGARHEIMAR MÆTAST. SJÁLFUR VARÐ HANN FYRIR MIKLUM ÁHRIFUM ÞEGAR HANN BJÓ Á GRÆNLANDI UM 15 ÁRA SKEIÐ. GEGNUMGANGANDI ÞEMA Í BÓKUM HANS ER ÖRVÆNTING OG REIÐI NÚTÍMAMANNSINS. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is * Frumskilyrði þess aðgeta skilið hlutina erað sjá þá í réttu ljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.