Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 12
Dómsmál 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 Ú tlit er fyrir að á næstu miss- erum fáist úr því skorið fyrir dómi hvort gjald sem smálána- fyrirtæki hafa rukkað fyrir flýtimeðferð lána telst til láns- kostnaðar eða ekki. Smálán ehf. og Kredia ehf. hafa stefnt Neytendastofu vegna ákvörðunar stofnunar- innar sem staðfest var af áfrýjunarnefnd neytendamála um að flýtigjald teldist til láns- kostnaðar og ætti því að vera með í útreikn- ingi á heildarkostnaði smálána frá fyrir- tækjunum. Stefnurnar tvær, hvor frá sínu fyrirtæki, eru samhljóða og voru birtar Neytendastofu í júní síðastliðnum. Ríkislögmaður fer með mál- ið og hefur þegar skilað greinargerðum fyrir hönd stofnunarinnar. Fyrirtaka verður í málinu þann 18. nóv- ember næstkomandi. Verði málið tekið til að- almeðferðar í kjölfarið má gera ráð fyrir að dómar falli í málunum tveimur, sem eru rekin saman, næsta vor. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Neyt- endastofu er stefnt fyrir rétt vegna ákvarðana sinna eða úrskurða áfrýjunarnefndar neyt- endamála. Lögmaður beggja stefnenda, Smálána ehf. og Kredia ehf., er Haukur Örn Birgisson, hrl. hjá Íslensku lögfræðistofunni. Aðalkrafan sem stefnendur leggja fram er að úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 13 frá 2014 sem kveðinn var upp í nóv- ember það ár verði felldur úr gildi í heild sinni, en hann lýtur að báðum fyrirtækjunum. Til vara er gerð krafa um að stjórnvalds- sektir, upp á 250 þúsund krónur fyrir hvort smálánafyrirtæki, verði felldar niður. Til þrautavara er þess krafist að sektarfjárhæðin, upp á samanlagðar 500 þúsund krónur, verði lækkuð verulega. Efast um að lög um neytendalán standist stjórnarskrá Í stefnum fyrirtækjanna, sem blaðamaður hefur undir höndum, er úrskurðinum mót- mælt í heild sinni og einnig tilteknir ýmsir annmarkar á honum. Til að mynda er bent á að á einhverjum stað í áliti Neytenda- stofu er rangt farið með nafn fyrirtækis, og telja stefnendur það meiriháttar ann- marka á málinu. En í stefnunum er fleiru mótmælt en úrskurði nefndarinnar því alvarlegar at- hugasemdir eru einnig gerðar við sjálf lögin um neytendalán frá 2013, einkum 26. grein þeirra þar sem segir: Árleg hlutfallstala kostnaðar á neyt- endalánum má ekki nema meira en 50 hundr- aðshlutum að viðbættum stýrivöxtum. Smálánafyrirtækjum er, líkt og öðrum fyrirtækjum sem veita lán, skylt að starfa eft- ir þessum lögum. Mælikvarðinn sem nefndur er í 26.grein laganna, þ.e. árleg hlutfallstala kostnaðar, er notaður til að meta raunverulegan heildar- kostnað lána. ÁHK er prósentutala þar sem vextir og allur lántökukostnaður er mældur á ársgrundvelli og hugsaður þannig að neyt- endur geti notað hann til að bera saman hversu hagstæð lán eru. Smálánafyrirtækin sem stefna Neytenda- stofu telja að þetta 50% hámark á ÁHK eigi ekki að gilda um smálánastarfsemi þar sem hún gangi út á að lána lágar fjárhæðir. „Lánsfjárhæðirnar sem stefnandi veitir eru það lágar og til svo skamms tíma að tilgreint hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar í 26. gr. laganna dugar vart til svo starfsemin standi undir sér.“ Með öðrum orðum telja fyrirtækin tvö að hámark ÁHK þurfi að vera hærra en 50% svo smá- lánastarfsemi borgi sig. Neytendastofa telur hins vegar að fyrirtækin rukki nú þegar lánskostnað sem nemur marg- falt hærri ÁHK en lögin segja til um. Árleg hlutfallstala kostnaðar reiknuð 3.214% Málið, sem nú er á leið fyrir dómstóla, má rekja um tvö ár aftur í tímann. Neytendastofa óskaði fyrst eftir því með bréfi þann 19. nóv- ember 2013 að Smálán og Kredia gerðu grein fyrir því hvers vegna gjald vegna flýti- afgreiðslu lána væri ekki tekið með þegar ár- leg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK) er reiknuð út. Fyrirtækin voru þá jafnan að lána um 20 þúsund krónur í einu og gjald vegna flýti- afgreiðslu var á þessum tíma 5.990 krónur of- an á hvert lán. Það gefur því augaleið að það munar miklu fyrir lántaka hvort þessi kostn- aður er reiknaður með í heildar- lántökukostnað eða undanskilinn honum. Í svari Smálána og Kredia þann 6. desem- ber 2013 mótmæla fyrirtækin því að taka flýtigjaldið með í útreikning á heildarkostnaði við lántökuna, á þeirri forsendu að þjónustan – þ.e. flýtiafgreiðsla lána – sé valkvæð. Lán- taki þurfi ekki að velja flýtiafgreiðslu til að fá lán. Neytendastofa féllst ekki á rök fyrirtækj- anna og reiknaði út að í raun væri árleg hlut- fallstala kostnaðar 3.214% með flýtigjaldinu. Það væri hinn raunverulegi kostnaður við smálánin en ekki hin auglýsti kostnaður, sem var þá við 50% mörkin. Ákvörðun Neytendastofu í málinu var því sú að Smálán og Kredia hefðu brotið gegn lögum um neytendalán. Stjórnvaldssekt að upphæð 250 þúsund krónur var lögð á hvort fyrirtæki. Í stefnunum kemur fram að fyrirtækin hafi þegar greitt sektirnar þrátt fyrir að efast um lögmæti þeirra. Sama athugasemd gerð við út- reikninga Neytendalána ehf. Sams konar athugasemd var gerð í bréfi til Neytendalána ehf., rekstr- araðila smálánafyrirtækjanna Hrað- peninga ehf., Múla ehf. og 1909 ehf. með bréfi frá Neytendastofu 26. febrúar 2014. Spurt var hvers vegna fyrirtækin reiknuðu ekki kostnað vegna flýtimeðferðar lánshæfismats inn í kostnað lánsins, þ.e. ÁHK. Svar Neytendalána var raunar í svipuðum stíl og hjá Smálánum og Kredia. Neytendur hefðu val um hvort þeir tækju flýtileiðina eða ekki og hún væri þar að auki keypt af fyr- irtæki sem væri „með öllu ótengt Neyt- endalánum,“ en þar er átt við fyrirtækið Cre- dit Check í Svíþjóð sem hefur milligöngu um innheimtu flýtigjalds hjá smálánafyrirtækjum Neytendalána. Neytendastofa féllst ekki heldur á þessi rök og taldi að fyrirtæki Neytendalána ehf. væru í raun að leggja kostnað á lán sín sem nemur 2.036,6% árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en flýtigjaldið hjá þeim nam þá 5.400 krónum. Ákvörðunin var því sú sama fyrir Neyt- endalán og hinn smálánaklasann, Smálán og Kredia. Stjórnvaldssekt að upphæð 250 þús- und fyrir hvert fyrirtækjanna þriggja sem veita smálán undir hatti Neytendalána. Báðar þessar ákvarðanir Neytendastofu voru birtar 2. júní 2014. Ólík viðbrögð smálánaklasanna tveggja Báðir smálánaklasarnir nýttu rétt sinn til að senda kæru vegna þessara ákvarðana til áfrýjunarnefndar neytendamála sem, eins og fram hefur komið, staðfesti í báðum tilvikum ákvörðun Neytendastofu. Það er sá úrskurður áfrýjunarnefndarinnar, frá 21. nóvember 2014, sem dómsmál Smálána og Kredia snýr að. Viðbrögð smálánaklasanna við úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og ákvörðun um stjórnvaldssektir voru þó ólík. Smálán og Kredia gáfu strax út yfirlýsingu um að þau myndu höfða mál – sem þau hafa nú gert. Hin fyrirtækin undir hatti Neytendalána sögðu í svari við spurningum blaðamanns í tölvupósti fyrr á árinu að þau myndu hlíta úr- skurðinum og breyta háttum sínum í sam- ræmi við kröfur Neytendastofu. Það er svo Neytendastofu að hafa eftirlit með því hvort viðskiptahættir og/eða skilmálar breytast. Ekki er reyndar að sjá að neitt hafi breyst, annað en það að nú þurfa lántakendur hjá Neytendalánafyrirtækjunum Hraðpeningum, 1909 og Múla að greiða enn hærra verð fyrir það sem nú er kallað „hraðvirkt lánshæf- ismat“ en heitir ekki lengur flýtigjald eða flýtimeðferð. Smálánastarfsemi gengur út á að lána lágar fjár- hæðir í skamman tíma með háum lánskostnaði. Getty Images Smálánafyrirtæki leita réttar síns KREDIA OG SMÁLÁN HAFA STEFNT NEYTENDASTOFU FYRIR DÓM OG KREFJAST ÞESS AÐ ÚRSKURÐUR ÁFRÝJUNARNEFNDAR NEYTENDAMÁLA FRÁ NÓVEMBER 2014 VERÐI FELLDUR ÚR GILDI. FYRIRTÆKIN TELJA AÐ ÁKVÆÐI Í LÖGUM UM NEYTENDALÁN STANGIST Á VIÐ STJÓRNARSKRÁ. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.