Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 41
„Ég er alltaf veik fyrir aulahúmor. Þegar ég fór í mína fyrstu innkaupaferð í Kjötborg, líklega um 1988, spurði ég Gunnar kaupmann hvort hann ætti nýjungina BIOmjólk. „Nei,“ svaraði hann að bragði, „en ég á vídeómjólk.“ Ég hef verið aðdáandi hans síðan. Og svartur húmor, meðan hann meiðir ekki aðra, höfðar líka mikið til mín. Pabbi heitinn var eitt sinn fluttur stór- slasaður á sjúkrahús eftir bílslys. Þá komst enginn undir lækn- ishendur nema segja nafn sitt, kennitölu og slíkt. Þegar kom að: „Ertu giftur?“ svaraði hann: „Ha, nei, ég slasaðist svona í um- ferðarslysi,“ segir Guðríður Haraldsdóttir, aðstoðarritstjóri Vikunnar, gjarnan kölluð Kaffi-Gurrý. „Með því fyndnara sem ég hef lent í er þegar vini mínum og frænda, Halldóri Högurði, ég kalla hann Halldór fjanda, ofbauð hversu sjaldan ég fer til útlanda og í ágúst í fyrra laumaðist hann til að biðja tilvonandi gesti mína í 56 ára afmælisveisluna um að gefa mér engar gjafir, heldur leggja andvirðið inn á bók, í ferðasjóðinn Landhreinsunarátakið „Gurrí burt“. Ég á vinkonu í Seattle sem tók þátt í plottinu. Siggi snillingur í Bernhöftsbak- aríi skrifaði svo á afmælistertuna eftir forskrift Fjanda: „Á leið til Elfu í Seattle í boði vina og Malaysian Airlines“. Þetta heppnaðist allt með eindæmum vel og í nóvember í fyrra skutlaði Fjandi mér út á flugvöll, hjálpaði mér að skrá mig í Seattle-flugið og kvaddi. Þegar ég kom um borð í vélina gripu freyjurnar mig og vísuðu mér á Saga Class. Þá ákvað ég með sjálfri mér að hætta jafnvel að kalla hann Fjanda. Um það bil kortéri eftir flugtak sat ég með kampavínsglas í annarri, hekl- dót í hinni og jólabók á kantinum, afar sátt við lífið, þegar ég heyrði: „Fyrirgefðu, er þetta sæti laust?“ Ég leit upp og sá Halldór fjanda. Þetta gat ekki verið svo ég leit undan. Hann var þarna enn þegar ég gáði. Nokkrum mínútum seinna byrjaði ég að hlæja og gat ekki hætt, ég þurfti að troða upp í mig lopatrefl- inum til að trufla ekki aðra farþega. Að hafa hann með gerði ferðina enn skemmtilegri. Hann hef- ur oft hrekkt mig og fengið mig til að orga úr hlátri, ekki síst á Facebook, en þetta er líklega skemmtilegasti hrekkurinn hans til þessa.“ Kallar frændann fjanda Morgunblaðið/Árni Sæberg „Í ágúst í fyrra laumaðist hann til að biðja tilvonandi gesti mína í 56 ára afmæl- isveisluna um að gefa mér engar gjafir, heldur leggja andvirðið inn á bók, í ferða- sjóðinn Landhreins- unarátakið „Gurrí burt“.“ 8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 „Ég hlæ mest að eigin óförum – ætli það sé ekki einhver blanda af sjálfsfyrirlitn- ingu, sjálfsvorkunn, taugaveiklun og viðlagaráðstöfun,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl. „Spaugilegustu sögurnar af sjálfum mér krefjast þess eiginlega að ég geti sagt þær sjálfur, helst rallhálfur, hátt og snjallt og bandað út höndunum á meðan ég segi þær. Þá gæti ég sagt þér frá því þegar ég svaf yfir mig peningalaus í Norrænu og missti af Færeyjum og át ekki matarbita í þrjá sólarhringa; þegar við Haukur Már Helgason reyndum að smygla yfirvigtinni okkar frá London til Keflavíkur, en köstuðum síðan bróð- urpartinum í ruslið. Þegar ég reyndi að drekka til að gleyma Hildi Lilliendahl og endaði gargandi viðurstyggðir á hnjánum á Lækjartorgi, með pulsu í annarri og bjór í hinni; þegar við Grímur Hákonarson héldum upp á jólin einir saman í Berlín með risastórum kalkún og jólalagaúrvali af Kazaa og hann reyndi að endurgreiða mér jólagjöfina sem ég gaf honum, ævisögu Ulriku Meinhof, í beinhörðum peningum; hvernig við Hrafnkell Brynjarsson, „Róska sinnar kynslóðar“, drösluðum okkur staurblankir heim til Íslands frá Havana og þurftum að hlaupa undan lögreglunni á Heathrow; ég gæti líka sagt frá því fáránlega persónugalleríi dópista og borgaraskríls sem ég hef húkkað mér far með í gegnum tíðina; þegar ég styggði buffalahjörðina í Hoi An eða því þegar ég fór að grenja á flugvellinum í Dalat, eftir að okkur fjölskyldunni var ekki hleypt passalausum í víetnamskt innanlandsflug. En til þess að það væri sæmilega fyndið þyrfti ég sem sagt að geta bandað út höndunum.“ Kastaði yfirvigtinni í ruslið „Ég hlæ mest að eigin óförum – ætli það sé ekki einhver blanda af sjálfsfyrirlitningu, sjálfs- vorkunn, taugaveiklun og viðlagaráðstöfun.“ „Það sem kemur mér til að hlæja eru góðar sögur með góðum vinum. Mað- urinn minn; Lárus Páll Jónsson, segir frábærar sögur af því sem hendir mann í dagsdaglega lífinu. Það er alveg sama hversu oft ég heyri sumar, ég hlæ alltaf jafnmikið,“ segir Jónína Jónsdóttir myndlistarmaður, betur þekkt sem Jóní úr Gjörningaklúbbnum. „Myndlistarmenn vinna gjarnan ein- ir en ég er svo heppin að hafa unnið með stelpunum í Gjörningaklúbbnum í 20 ár og við hlæjum ofboðslega mikið í vinnunni. Það er mjög gott að fá hug- myndir í hlátri og það er ótrúlegt hvað grín getur gert góða hluti fyrir alvar- leikann.“ Jóní segir að með eftirminnilegri hlátursköstum hafi hún fengið uppi á Kínamúrnum, í brúðkaupsferð með eiginmanni sínum. „Um leið og við hefjum gönguna á Múrnum byrjaði mikið áreiti. Kínverj- arnir vildu ólmir taka myndir af eig- inmanninum, voru endalaust að biðja hann að stoppa og við skildum ekkert hvað var í gangi. Þetta var svo mikið að um tíma sáum við ekki handa okkar skil fyrir flassljósum. Við erum orðin ótrúlega þreytt á þessu, auðvitað ekkert róm- antískt, og á einhverjum tímapunkti vorum við farin að þurfa að stugga við fólki. Þegar einn Kín- verjinn kom og togaði fast í Lárus Pál hrinti hann honum frá sér og sagði honum að láta sig í friði. Ég sá þá að strákurinn var greinilega eitthvað fatlaður og við fengum svo mikið samviskubit að auð- vitað fékk hann að taka mynd. Strákurinn var við það að bresta í grát, hann var svo glaður yfir því að – að því er við loksins fengum að heyra – að fá mynd af sér með Tom Cruise! Þessi ferð okkar var því öll búin að snúast um það að Lárus átti að vera kvikmyndastjarna. Reyndar hef ég aldrei skilið af hverju ég var ekki beðin um að sitja fyrir líka því ég er auðvitað alveg eins og Nicole Kidman.“ Hugmyndir fæðast í hlátrinum „Kínverjarnir vildu ólmir taka myndir af eigin- manninum, voru endalaust að biðja hann að stoppa og við skildum ekkert hvað var í gangi.“ „Ég hlæ að öllu endalaust. Það er eitthvert innra fífl í mér sem leitar uppi það sem er fyndið til þess að hlæja að því,“ segir Lilja Sig- urðardóttir rithöfundur. „Helst hlæ ég að öllu dálítið kjánalegu. Þannig skoða ég fyndin myndbönd af krútt- legum dýrum á netinu næstum á hverjum degi, bara til að gleðja mig yfir fegurð og fyndni lífs- ins. En ærlegustu hláturköstin þarf að skipu- leggja vandlega: þannig er mál með vexti að ég á afskaplega hláturmilda mágkonu, Oktavíu Ólafsdóttur, sem hefur svo smitandi hlátur að það er engu lagi líkt. Svo að ég er sífellt að reyna að skipuleggja ferðir á skemmtanir og leikrit sem henni finnast fyndin því hún bók- staflega tryllist og allir í kring um hana smit- ast af hlátrinum. Þá skiptir engu máli hvort mér finnst leikritið fyndið eða ekki, ég bara hlæ og hlæ og hlæ og það er alveg dásamlegt. Eins og að baða sálina í vígðu vatni. „Ég er sífellt að reyna að skipu- leggja ferðir á skemmtanir og leikrit sem henni finnast fyndin því hún bókstaflega tryllist.“ Morgunblaðið/Eva Björk Hlátur mágkonunnar „Það sem fær mig til að hlæja er svo margt. Ég hlæ til dæmis mik- ið að litlum börnum. Þau eru svo fyndin í tilsvörum og einlæg og ég safna sögum af þeim,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona. „Einn lítill drengur í fjölskyld- unni horfði til dæmis á þegar ver- ið var að rýja kindur og hallaði sér að mömmu sinni og spurði af hverju verið væri að skræla kind- urnar! Hann var líka mjög rogg- inn yfir að vita hvar forsetinn byggi. „Hann býr á Bens- ínstöðum!“ Ég er sérlega seinheppin og er alltaf að lenda í pínlegum uppá- komum. Mesta hláturskast sem ég hef fengið á ævi minni var í kirkju. Þetta var messa þar sem kirkjugestir voru með logandi kerti og litla frænka mín kveikti óvart í hárinu á konunni sem sat á bekknum fyrir framan okkur! Hún var með risastóra túberaða heysátu á höfðinu sem fuðraði upp á einu andartaki! Sem betur fer meiddi hún sig ekki, þá hefði þetta orðið öllu erfiðari minning!“ Verið að skræla kindurnar Morgunblaðið/Ómar „Litla frænka mín kveikti óvart í hárinu á konunni sem sat á bekknum fyrir framan okkur! Hún var með risa- stóra túberaða heysátu á höfðinu sem fuðraði upp á einu andartaki!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.