Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015
Í þessu hjólhýsi í Hörpu er hægt að hlusta á efni á vegum Nordic Playlist.
Í Flóa, aðalrými Hörpu á fyrstu hæð,
má nú sjá bleikt hjólhýsi. Hjólhýsið
er á vegum Nordic Playlist og þar er
hægt að horfa og hlusta á vídeó sem
hafa verið framleidd á vegum spil-
unarlistans. Nordic Playlist var
hleypt af stokkunum í janúar 2014 og
er fyrsta norræna tónlistarvefsíðan.
Mikið samstarf er við listamenn sem
setja reglulega lista, en meðal þeirra
eru Nanna Bryndís Hilmarsdóttir frá
Of Monsters and Men, Lykke Li,
Emilíana Torrini, Jonas Bjerre frá
Mews, Icona Pop og Erlend Øye.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir,
sem stýrir verkefninu, segir mikinn
áhuga á tónlist frá Norðurlöndum.
„Það skemmtilega við að þróa Nordic
Playlist er að það er áhugi bæði á
milli Norðurlandanna og eins úti í
hinum stóra heimi,“ segir Anna. Vef-
síðan er: www.nordicplaylist.com
Fyrsta norræna tónlistarvefsíðan
Talsmenn samkeppnisreglna vitna gjarnantil orða Adams Smith í Auðlegð þjóð-anna um að menn í sömu atvinnugrein
komi sjaldan saman án þess að það leiði til
verðhækkana eða einhvers konar samsæris
gegn almenningi. Telja menn sig þar aldeilis
hafa fundið hauk í horni í baráttunni fyrir alls
kyns boðum og bönnum þegar kemur að hinni
frjálsu samkeppni. Þeir sem þannig vitna í
Adam Smith segja hins vegar ekki nema hálfa
söguna og sleppa, meðvitað eða ómeðvitað, að
greina frá afstöðu hans til lausnar á þessum
vanda. Adam Smith lýsti því nefnilega að það
væri ómögulegt að koma í veg fyrir sam-
kundur manna með lögum. Afskipti af þeim
gerðu illt verra, væru óraunhæf og gengju
gegn frelsi og réttlæti. Smith galt hins vegar
varhug við því að ríkisvaldið auðveldaði mönn-
um að koma sér saman um aðgerðir gegn
neytendum og vísaði sérstaklega í því sam-
bandi til alls kyns opinberra skráninga eins og
stéttargildin voru, sem á þeim tíma sem Smith
lét sig þessi mál varða gáfu atvinnurekendum
fullkomna yfirsýn yfir markaðinn og þannig
tækifæri til þess að sammælast. Skilaboð
Smith með þessu voru þau að til þess að at-
vinnulífið næði árangri í samsæri gegn al-
menningi þyrfti ríkisvaldið að veita því liðs-
styrk sinn með reglum sem vernduðu
atvinnulífið.
Dæmi um reglur sem vernda atvinnulífið
fyrir samkeppni eru margar í dag. Aðgangs-
hindranir sem einhverju máli skipta á markað
eru allar af ríkisins hálfu (tollar, starfsleyfi,
fjöldatakmarkanir). Reglur sem beinlínis koma
í veg fyrir hagræðingu á markaði er annað
dæmi um hlífiskildi ríkisins yfir illa reknum
eða óhagkvæmum fyrirtækjum. Það eru neyt-
endur sem bera kostnaðinn af óhagkvæmum
rekstri, bæði beint með hærra verðlagi og
óbeint með minni þróun og færri nýjum tæki-
færum sem skapast ef menn einblína eingöngu
á að halda úti svo og svo mörgum fyrirtækjum
í tiltekinni grein. Af hvaða tækifærum í fjár-
málaþjónustu hefur almenningur til dæmis
misst við það að hér á landi hefur það verið
stefna samkeppnisyfirvalda að starfræktir
skuli þrír bankar, auk margra sparisjóða fyrir
hrun? Og er ekki eitthvað bogið við það að
meina litlum fyrirtækjum að leita leiða til þess
að hagræða með því að sameinast? Markmiðið
með samkeppni er að hámarka hagkvæmni í
rekstri og það er í þágu samfélagsins alls.
Samkeppni verður ekki tryggð með því að rík-
isvaldið mæli svo fyrir um að svo og svo mörg
fyrirtæki séu á markaði. Samkeppni er í eðli
sínu stöðug breyting á markaði en ekki ljós-
mynd af einhverju ástandi á tilteknum tíma-
punkti. Það er til að mynda ekki til neinn
óskafjöldi banka. Samkeppnisreglur þurfa að
taka mið af þessu.
Samkeppnisréttur gegn samkeppni
* Reglur sem ætlað er aðtryggja samkeppni meðhagsmuni neytenda að leið-
arljósi snúast gjarnan upp í
andhverfu sína.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Sigríður Ásthildur
Andersen
sigga@sigridur.is
Um síðustu helgi var Dagur
myndlistar sem
fór kannski ekki
hátt. Að
minnsta kosti
kom það Jóni
Óskari listmál-
ara á óvart. Ja
hérna; það er
dagur myndlistar í dag! Ekki vissi
ég það. Verða kannski seldar næl-
ur í anddyri Krónunnar til styrkt-
ar kúnstinni?
Nútíminn.is greindi frá sjálf-
keyrandi Teslu í vikunni sem
keyrði sjálf frá miðborginni í
Mosfellsbæ. Inga Lind Karls-
dóttir lét í ljós hrifningu sína á
fésbókinni. Hversu kúl! Halló
framtíð!
Stein-
grímur Sæv-
arr Ólafsson
nálgast nú hálfr-
ar aldar afmæli
og skrifar fal-
lega hugleiðingu
af því tilefni á
fésbókina. Eftir 6 daga verð ég
fimmtugur. Þá verð ég þremur
árum eldri en pabbi varð. Við
getum því ekki, og megum ekki,
ganga að lífinu vísu. Og við eigum
að láta hvern dag skipta máli.
Ég ætla að gefa sjálfum mér af-
mælisgjöf. Að þakka fyrir hvern
einasta dag og gera eitthvað gott
fyrir einhvern á hverjum einasta
degi. Byrja í dag.
Til hamingju með daginn í dag
öll!
Sigrún Þor-
steinsdóttir hjá
Café Sigrún gaf
nýlega út nýja
matreiðslubók.
Greinilegt er að
hún er farin að
vekja athygli utan landsteinanna
en frægur kokkur út í heimi var
að bæta henni á Twitter. Hún
segir frá þessu á fésbókinni. Aldo
Zilli...að bæta mér við á Twitter-
.......hann er næsti bær við Jamie
Oliver....Jeminn eini......Mér finnst
þetta merkilegt. Stórmerkilegt.
AF NETINU
Vettvangur
Vestfirðingar eru hraustir menn,
segir Sigfús Þorgeir Fossdal, einn
aðstandenda keppninnar Sterkasti
maður og kona Vestfjarða.
„Hér að finna fjöldann allan af
heljarmennum og við búumst við
spennandi og skemmtilegri keppni
þar sem keppt verður í öllum helstu
aflgreinum eins og dekkjaveltu,
bændagöngu, hleðslugrein og
pressugrein.“
Aflraunakeppni Vestfirðinga er
haldin í fyrsta sinn að sögn Sigfús-
ar og fer fram í garðinum við veit-
ingastaðinn Húsið á Ísafirði og
hefst í dag, laugardag, klukkan
14:00.
„Ég er nokkuð viss um að þetta
sé í fyrsta sinn sem við höldum
þessa keppni hérna á Ísafirði en nú
þegar hafa átta manns skráð sig til
leiks og það gætu bæst við einn eða
tveir áður en keppni hefst,“ segir
Sigfús.
„Ég vona að sem flestir láti sjá
sig og fylgist með heljarmennunum
takast á og keppa um titilinn Sterk-
asti maður og kona Vestfjarða.“
Hver er sterkastur?
Íslendingar hafa náð góðum árangri í
aflraunakeppnum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg