Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 31
8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Nýi dagskrárliðurinn Krakkafréttir byrjar vel og er óhætt að mæla með því að fjölskyldur horfi á fréttirnar saman og ræði síðan málin. Þetta er skemmtileg viðbót við það barnasjónvarpsefni sem er nú þegar á dagskrá. Krakkafréttir á RÚV *Sek kona er annað en sek móðir.Vigdís Grímsdóttir - Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón Allt í lagi að segja nei við faðmlögum  Leyfðu börnunum að velja hvort þau faðmi eða kyssi einhvern eða ekki. Spurðu: „Viltu faðma Maríu frænku? Nei? Það er allt í lagi.“  Bjóddu börnunum upp á valkost við faðmlög og kossa sem gefa þeim tæki- færi á því að heilsa án þess að snerta aðra. „Viltu vinka Jónasi frænda?“  Útskýrðu fyrir fjölskyld- unni hvað þú ert að gera. „Við erum að kenna Sigga/ Siggu að hann/hún taki sjálf/ ur ákvarðanir varðandi lík- ama sinn. Takk fyrir að virða þetta.“ Leiðbeiningar af Facebook-síðu Planned Parenthood Ottawa. Börn haga sér ekki alltaf einsog foreldrarnir vilja en ísumum málum ættu þau að fá að ráða sér sjálf. Það er eng- um til góðs þegar barn er þving- að til þess að faðma eða kyssa ættingja eða vini en til eru aðrar leiðir til að heilsa. Nú þegar styttist í aðventuna og fjölskylduboðin er við hæfi að fara yfir ýmsa þætti er málið varða. Lori Day, sálfræðingur og rit- höfundur, lýsir samskiptum sem þessum. „Börn geta verið svo hverflynd og óútreiknanleg í fjölskylduboð- um. Það er mikilvægt að for- eldrar styðji við þau mörk sem börnin setja, jafnvel þótt það þýði að þau hlaupi í burtu frá lang- ömmu,“ sagði hún í grein á Mas- hable. Á Facebook-síðu Planned Pa- renthood Ottawa eru líka góð ráð sem birt eru hér til hliðar. Ekki voru allir sáttir við þessi ráð og sumir sögðu þau hreint og beint dónaleg. Svöruðu samtökin á síðunni af hverju þau væri að gefa þessi ráð: „Þrátt fyrir að faðmlög með fjölskyldumeðlimum geti verið yndisleg þá kenna þvinguð famlög börnum að þau velji ekki hver snerti líkama þeirra. Það að biðja um leyfi virkar alveg öfugt: Það kennir börnum að þau taki ákvarðanir sem varða líkama þeirra og þau geti valið að segja nei við því að vera snert.“ Fimma eða handaband Day gefur sama ráð og samtökin og stingur upp á því að börn gefi fimmu eða heilsi með handabandi í stað meiri snertingar. Það að þvinga börn til að sýna ástúð sendir líka þau skilaboð að ást sé að einhverju leyti leikur. Sumar fjölskyldur faðmast mik- ið á meðan það tíðkast ekki eins í öðrum fjölskyldum. Það getur því verið erfitt þegar tvær ólíkar fjöl- skyldur með ólíka snertiþörf og venjur sameinast. Það sem einum finnst í lagi finnst öðrum óþægi- legt og það gildir um fullorðna rétt eins og börn. Tökum því tillit til þess og virðum óskir fólks. BÖRN RÁÐA SÍNUM LÍKAMA SJÁLF Ekki þvinga börn til að faðma og kyssa ættingja eða vini Faðmlag er val og er einstaklega gefandi þegar allir eru tilbúnir í það. Getty Images/Eyecandy Images RF ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ FORELDRAR VIRÐI MÖRK BARNA SINNA OG ÞAU GETI VALIÐ AÐ SEGJA NEI VIÐ ÞVÍ AÐ VERA SNERT. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Full búð af flottum flísum Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Fjölskyldumeðlimir eru: „Í ómerktu raðhúsi í Huldulandi í Fossvogi (húsið var nefnilega málað í sumar og það á eft- ir að setja húsnúmerið aftur upp) búa fimm einstaklingar sem líkjast mismikið hver öðrum. Sá yngsti heitir Héðinn Pálmi og er að eigin sögn Rúnarsdóttir. Hann er þriggja ára. Miðjubarnið er Þórbergur, 6 ára, sem tók nýlega upp á því að gera 20 armbeygjur um leið og hann fer fram úr á morgnana af því að það er svo hressandi. Elsta barnið er Freyja, 10 ára. Hún er bókaormur sem æfir djass- ballet og lærir á gítar í frí- stundum. Í húsinu búa einnig foreldrarnir; Vilborg Þórð- ardóttir, sérfræðingur hjá Ís- landsbanka, og Rúnar Pálma- son, upplýsingafulltrúi hjá Landsbankanum.“ Þátturinn sem allir geta horft á: „Það er bara einn þáttur sem kemur til greina: The Voice. Hann hittir í mark hjá öllum, nema kannski helst þeim yngsta. Við engjumst úr þjáningu ef dómararnir eru seinir að snúa sér við og ríf- umst við sjónvarpið ef söngv- arar eru sendir heim að ósekju. Best er þegar við höldum Voice-partí með eðalfínum nágrönnum okkar sem eru líka foreldrar vina barnanna, þ.e. vinabarnaforeldrar.“ Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? „Húsmóðirin er feikilega góður kokkur og er þeim hæfileikum gædd að geta töfrað fram máltíðir þótt það sé bara alls ekkert til í ísskápnum. Við reynum að hafa fisk í matinn einu sinni til tvisvar sinnum í viku og ef það tekst eru foreldrarnir voða ánægðir með sig. Ef tilgangurinn er að auka hamingju fjöl- skyldunnar í heild sinni höfum við lasagna, hamborgara, pasta eða pítur í matinn.“ Skemmtilegast að gera saman? „Und- anfarin tvö sumur höfum við farið í löng sumarfrí til útlanda, til Frakklands og Ítalíu. Við skiptum á húsi og bíl í bæði skiptin. Þetta hafa verið afslöppuð frí, sérstaklega fríið í sumar. Við vorum bara í húsinu við ströndina, fórum í stuttar ferðir upp í fjöllin og slöppuðum af. Krökkunum fannst þetta frábært. Venjulega förum við samt í langar reis- ur innanlands með tjaldið í skottinu og komum yfirleitt við á Vestfjörðum enda eru þeir flottastir.“ Borðið þið morgunmat saman? „Já, nánast undantekningarlaust. 80% af fjölskyldunni borða hafragraut í morgunmat, hin 20% borða Ser- íós. Út á grautinn setjum við öll gott granóla múslí og líka epli, kanil og ýmislegt fleira. Við tínum reyndar öll hneturnar úr múslíinu og fyrir vikið hafa hér safnast upp töluverðar hnetubirgðir. Ætli end- ur borði hnetur?“ Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? „Eldri krakkarnir leika mikið við vini sína og njóta þess að það er auðvelt að skjótast á milli húsa í Fossvoginum. Við erum satt að segja frekar sjaldan öll saman heima. Við erum hins vegar ágætlega dugleg við að fara í hjólatúra, í sund eða niður á fótbolta- völl. Stundum spilum við eða bökum.“ EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Vinabarnaforeldrar í Voice-partíi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.