Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 40
Hlátur 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 „Hvað mér finnst fyndið fer svolítið eftir því hvernig ég er stemmd. Ef það er pínlegt þá get ég ekki hlegið! Ég get ekki horft á Klovn en finnst ekkert fyndnara en atriðið úr Stelp- unum þar sem þær eru að máta pils við pík- una,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, tengilið- ur vistheimila hjá innanríkisráðuneytinu. „Ég á það til að fá þannig hlátursköst að ég verð mér til skammar; svona strætóhlát- ursköst þar sem ég missi andann. Ég reyni að hlæja sem mest og hafa húmor fyrir sjálfri mér og ég hlæ alltaf mikið ef ég dett, einu sinni kom ég út úr strætó á miðjum Laugaveginum, rann til og hélt áfram að renna niður hálfa göt- una, þá gat ég ekki hætt að hlæja. En þessi hlátursköst hafa komið mér í vandræði. Ég hef hlegið í jarðarför og brúðkaupi og ef einhver ætlar að koma mér til bjargar; já þá fyrst versnar það.“ Heiftarlegasta hláturskastið fékk Guðrún í speglasalnum í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. „Ég var þar með barnið mitt og hóp af fólki. Ég fæ svona mikið hláturskast að ég pissa í mig; í hvítu buxurnar mínar. Ég varð að skilja barnið eftir hjá fólkinu, og fá lánaða jakka hjá öllum til að skýla mér og taka leigubíl upp á hótel og skipta. Fólk á að reyna að hlæja sem mest; það er spennulosun og lengir lífið.“ Pissaði á sig af hlátri og þurfti að skilja barnið eftir Morgunblaðið/RAX „Þessi hlátursköst hafa komið mér í vandræði. Ég hef hlegið í jarðarför og brúðkaupi og ef ein- hver ætlar að koma mér til bjarg- ar; já þá fyrst versnar það.“ Hvað fær þig til að hlæja? „DAGUR ÁN HLÁTURS ER DAGUR SEM FÓR TIL SPILLIS“ ERU ORÐ CHARLIE CHAPLINS. ÞÆR KONUR OG ÞEIR MENN SEM SEGJA FRÁ ÞVÍ HVAÐ HLÆGIR ÞAU Á NÆSTU BLAÐ- SÍÐUM ERU FLEST SAMMÁLA ÞVÍ. OG SEGJA HLÁTURINN GETA LEYST ÚR NÆR ÖLLU. ÞAR AÐ AUKI ER HLÁTUR LÆKNISFRÆÐILEGA SAMÞYKKTUR ÞAR SEM HANN MEÐAL ANNARS ER HJARTASTYRKJANDI, LOSAR UM STREITU OG STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is … jafnast á við gott mataræði og líkamsrækt í því að halda góðri heilsu almennt. … styrkt ónæmiskerfið … unnið á streitu þar sem hlátur minnkar losun stress- hormóna út í líkamann. Einnig framleiðir hlátur efni eins og dópamín sem hefur róandi áhrif og minnkar kvíða. … lengt lífið þar sem hann hefur góð áhrif á hjartað og æðar en hann örvar blóð- flæðið í líkamanum. … bætt minnið. … unnið gegn önd- unarfærasjúkdómum þar sem framleiðsla á tilteknu mótefni við sjúkdómunum eykst þegar maður hlær. Samkvæmt erlendum læknisfræðilegum rann- sóknum getur hlátur … „Mér finnst mjög fyndið þegar einhverjum bregður og sérstaklega finnst mér fyndið að bregða köttum; köttum sem eru þá kannski utan við sig; starandi á fugla sem þeir ætla að myrða,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Doktor Gunni. „Svo finnst mér alltaf mjög fyndið þegar það lítur út fyrir að einhver sé að runka sér. Það er að segja svona grín með einhverjum köllum sem gera þessar hreyfingar en svo kemur í ljós að þær ganga út á eitthvað allt annað. Konan mín hefur mjög smitandi hlátur og þegar hún er byrjuð verður ekki aftur snúið. En ann- ars finnst mér lífið mjög fyndið og ég held að það sé hægt að komast yfir alla erfiðleika með því að hlæja að þeim. Mesta hláturskast lífs míns fékk ég í Regnboganum fyrir nokkrum áratugum. Í salnum var kona sem hló að öllu, með fáránlega fyndinn hlátur og brátt var allt liðið í salnum farið að veltast um. Svipað hláturskast fékk ég á fyrstu Home Alone myndinni, fór á hana eitthvað sérstaklega léttur í lund og ég lak úr sætinu af hlátri. Home Alone 2 og 3 voru því miður ekkert fyndnar, enda þarf snilligáfu til að búa til gott grín. Svo er ferlega pirrandi þegar lið sem er ekki fyndið heldur að það sé fyndið. Ég er í starfi núna þar sem er hlegið allan daginn, sem dómari í Ísland got Tal- ent, og þetta er einn skemmtilegasti hópur sem ég hef nokkru sinni unnið með.“ Kettir truflaðir við veiðar „Ég held að það sé hægt að komast yfir alla erfiðleika með því að hlæja að þeim.“ Morgunblaðið/Eva Björk Á erfitt með að vera alvarlegur „Ég á til dæmis erfitt með að sitja mjög alvar- lega fundi án þess að missa eitthvað út úr mér sem er ekki í samræmi við aðstæður.“ Morgunblaðið/Eggert „Allt sem er absúrd finnst mér ofboðslega fyndið; búa til einhverjar senur sem myndu aldrei ger- ast í hversdagsleikanum; helst eitthvað sem er í andstöðu við ríkjandi gildi; óviðeigandi,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar. „Mér finnst svolítið gaman að hrekkja en aldrei með því að gera lítið úr fólki, það verður að vera græskulaust, það má ekki vera á kostnað þeirra sem geta ekki varið sig. Ég hef stundum hugsað að kannski ætti ég að minnka hjá mér fíflaganginn en ég held að það sé bara of ríkjandi í mínu fari að fíflast. Ég á til dæmis erfitt með að sitja mjög alvarlega fundi án þess að missa eitthvað út úr mér sem er ekki í samræmi við aðstæður. Ég sá samstarfskonu mína um daginn inni í fundarherbergi með yfirstjórninni, á alvarlegum fundi með Excel-skjölum og til- heyrandi. Ég opnaði dyrnar, allir hættu að tala og litu upp, og ég sagði: „Elín, geturðu nokkuð farið fyrir mig og keypt eina litla kók og lakkrís.“ Svona finnst mér ógurlega gaman. Á fundum þar sem allir eru stilltir og það kemur að mínu efni; þar sem glærurnar mínar eru sýndar eða slíkt, hrópa ég gjarnan eitthvað eins og „Vúhú!“ og geri fundinn aðeins minna prúðan.“ Sem fyrrverandi fjölmiðlamaður segist Guðfinnur oft hafa næstum sprungið af hlátri í útsend- ingu. „Ég var í afleysingum sem næturfréttamaður á RÚV og þegar maður er vakandi á nóttunni kemur oft smá galsi í mann. Ég var að spjalla við vin minn í tölvunni áður en kom að fréttum klukkan 2 og ræddi við hann að flippa örlítið, án þess að nokkur myndi fatta, þegar ég myndi kynna veðurfréttirnar inn. Þegar ég segði: „Og þá er komið að veðurfréttum frá Veðurstofu Ís- lands ætlaði ég að syngja; „fráááá“. Þegar ég byrjaði að lesa fréttirnar var ég svo mikið að hugsa um það sem ég ætlaði að gera í lokin að ég fór að hlæja og gat ekki hætt; hristist allur og hló og hló allan fréttatímann, en þar sem ég var að reyna að kæfa hláturinn hljómaði þetta eins og ég væri hágrátandi. Ég þurfti ótal sinnum að ýta á hinn svokallaða „hósttakka“, til að kæfa hljóðin svo að fréttirnar fóru svona hálfar og hálfar í loftið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.