Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þegar ekið er til og frá borginni á Vesturlandsvegi er farið um hvert hringtorgið á fætur öðru og akst- urinn tekur sinn tíma. Ökumenn margir hverjir horfa út á sundin blá og hugsa með sér: Hvenær kemur eiginlega þessi Sundabraut? Staðan á þeim áformum er sú að ökumenn verða að bíða enn um sinn í allnokkur ár. Engar alvarlegar viðræður hafa átt sér stað milli rík- is og borgar, þrátt fyrir fögur fyrir- heit og ótal ályktanir og bókanir gegnum tíðina. Samkvæmt upplýs- ingum úr innanríkisráðuneytinu er biðstaða í málinu og ekki horfur á að nokkuð gerist á næstu mánuð- um. Fyrst í skipulag árið 1984 Rúm 30 ár eru síðan Sundabraut fór fyrst á skipulagsáætlun, þegar hún var sett í aðalskipulag Reykja- víkur árið 1984. Síðan þá hefur framkvæmdin nokkrum sinnum komið til tals og skýrslur verið unn- ar af hálfu Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Ekki verður öll sagan rakin hér en á vormánuðum 2004 var gefin út matsskýrsla. Í nóvember sama ár felldi Skipulagsstofnun úrskurð sinn en þar var fallist á alla valkosti nema þann að leggja Sundabraut á fyllingu fyrir Gufuneshöfðann. Um- hverfisráðuneytið staðfesti síðan úr- skurð Skipulagsstofnunar í nóvem- ber 2005, með ákveðnum skilyrðum. Í framhaldinu var farið í vinnu við matsskýrslu fyrir 1. áfanga Sunda- brautar og hún gefin út í mars árið 2008. Þar var kynntur nýr valkost- ur; að leggja brautina í göng fyrsta kaflann úr borginni, Sundagöng, eða allt frá Laugarnesi í vestri að Gufunesi í austri með því að þvera Kleppsvík. Áætlaður heildarkostn- aður Sundabrautar, samkvæmt þessari matsskýrslu, var um 24 milljarðar króna, sem í dag leggst á tæplega 36 milljarða að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Ýtt til hliðar eftir hrun Tveimur mánuðum áður hafði borgarráð Reykjavíkur samþykkt að Sundabraut yrði lögð í göngum frá Gufunesi í Laugarnes, með fyr- irvara um niðurstöðu umhverfis- mats. Í bígerð var að ráðast í hönn- un og framkvæmdir við 1. áfanga, sem átti að taka 5-6 ár, en síðan kom bankahrunið um haustið 2008 og Sundabrautinni var þá ýtt til hliðar. Hún var, og er, áfram inni í aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2040. Ekki jukust líkurnar árið 2012, um að framkvæmdin færi í gang. Þá gerðu ríki og borg með sér sam- komulag, þar sem gengið var út frá því að engar vegaframkvæmdir yrðu í Reykjavík næstu tíu árin, gegn 720 milljóna framlagi til al- menningssamgangna á höfuðborg- arsvæðinu. Í samningnum var ákvæði um að endurskoða fram- kvæmdastoppið á tveggja ára fresti. Málið var tekið upp í borgar- stjórn og borgarráði í október 2013. Þá lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins fram tillögu um að hafn- ar yrðu viðræður við ríkið um fram- tíð Sundabrautar og/eða Sundaganga. Markmið með viðræð- unum yrði að kostnaðargreina verk- efnið, vinna arðsemismat, finna leið- ir til fjármögnunar, gera áfangaskiptingu og tímasetja fram- kvæmdina. „Arðsemismat taki tillit til þess að með Sundabraut fæst tenging við stór svæði innan borg- armarkanna sem lítið er verið að nýta (Geldinganes og Álfsnes) og sem verða þróunarsvæði til upp- byggingar með vegtengingu við önnur svæði borgarinnar,“ sagði m.a. í tillögu borgarfulltrúanna. Erindið ítrekað Tillögunni var vísað til um- hverfis- og skipulagsráðs en virðist hafa dagað uppi þar. Júlíus Vífill Ingvarsson borg- arfulltrúi ítrekaði erindið í umhverfis- og skipulagsráði en fékk ekki svör. Hyggst hann taka málið upp að nýju. Engar alvöruviðræður fóru því af stað en í árs- byrjun 2014 tilkynnti þáverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, um starfshóp um samgönguverkefni sem gætu hent- að sem fjárfestingaverkefni einka- aðila í samstarfi við ríkið. Þar var Sundabraut tekin sem dæmi um slíkt verkefni í einkaframkvæmd. Sundabrautin hefur margsinnis ver- ið til umræðu á Alþingi, síðast í haust í tengslum við fjárlögin fyrir 2016. Um svipað leyti og Hanna Birna skipaði starfshópinn var lögð fram þingsályktunartillaga á Al- þingi, frá fjórum þingmönnum Framsóknar, um að framkvæmdin yrði að nýju tekin inn á samgöngu- áætlun. Tillagan var ekki afgreidd en samkvæmt henni gera umferð- arspár ráð fyrir að 25-30 þúsund bílar myndu fara um Sundabraut á sólarhring árið 2030. Til saman- burðar var nefnt að 5.000 bílar færu um Hvalfjarðargöng á sólarhring, 1.000 um Héðinsfjarðargöng og að 1.200 bílar myndu fara daglega um Vaðlaheiðargöng, þegar þau yrðu opnuð. Töldu þingmennirnir þetta benda til góðrar nýtingar og arð- semi Sundabrautar. Önnur þingsályktunartillaga um svipað efni var sett fram í haust af tveimur þingmönnum Framsókn- arflokksins og einum frá Pírötum. Er innanríkisráðherra skv. tillög- unni ætlað að hefja viðræður við sveitarfélög og Vegagerðina um nauðsynlegar vegabætur á Vest- urlandsvegi. Þar er Sundabraut nefnd til sögunnar. Ráðherra jákvæður Á fjárlögum 2016 er enga fjár- hæð að finna til Sundabrautar, heldur eingöngu talað um að skoða möguleika á einkaframkvæmd. Í 1. umræðu um fjárlögin beindi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þeirri spurn- ingu til Ólafar Nordal innanríkis- ráðherra hvort hún ætlaði að taka Sundabraut fyrir að nýju og hvað henni fyndist um möguleikann á einkaframkvæmd. Ólöf svaraði því til að hún hefði í langan tíma verið áhugasöm um gerð Sundabrautar en ná þyrfti ein- hverri lendingu í viðræðum ríkis og borgar um framkvæmdina. „Ég er eindregið þeirrar skoð- unar að slík framkvæmd eigi að vera einkaframkvæmd og raunar tel að við eigum að líta til einka- framkvæmdar í samgöngukerfinu,“ sagði Ólöf m.a. í svari sínu til Birg- is. Skortir peninga Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri segir í samstali við Morg- unblaðið að borgin hafi í þessu til- felli alltaf verið opin fyrir einka- framkvæmd. „Sundabraut er bæði í nýsam- þykktu svæðisskipulagi fyrir höfuð- borgarsvæðið og aðalskipulagi Reykjavíkur. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2008 að hún eigi að vera í ytri leið í göngum. Ekki hef- ur hins vegar hreyfst mikið í málinu undanfarinn áratug heldur má segja að það bíði á borði innanrík- isráðherra. Þar held ég að skorti ekki vilja heldur peninga, því veg- gjöld muni aldrei standa undir nema hluta framkvæmdarinnar,“ segir Dagur. Í tengslum við umræðu um einkaframkvæmd á Sundabraut hafa lífeyrissjóðirnir verið nefndir á nafn sem mögulegir fjárfestar. Þor- björn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir engar slíkar viðræður hafa farið fram um nokkurn tíma. Meira hafi verið rætt um aðkomu lífeyrissjóð- anna að vegaframkvæmdum fyrstu árin eftir hrun. Rætt hafi verið um að stofna sérstakan framtakssjóð en ekkert orðið af því. Sundabrautin ofan í skúffu  Engar viðræður í gangi milli ríkis og borgar um Sundabraut  Tekið aftur upp í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar  Vilji til staðar hjá borgarstjóra og ráðherra að skoða einkaframkvæmd Ljósmynd/Reykjavíkurborg Sundabraut Svona gæti Sundabraut legið, yfir Álfsnes, Gunnunes, Geldinganes, Gufunes og áfram til Reykjavíkur. Hugmyndir um Sundabraut Loftmyndir ehf. Kollafjörður Saltvík Viðey Geldinganes Grafarvogur Álfsnes Gunnunes Þerney Hugsanleg Sundabraut Sundagöng Dagur B. Eggertsson Ólöf Nordal „Að okkar mati er ekki nógu mik- ið að gerast í þessum málum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæj- arstjóri á Akranesi, um Sunda- brautina. Í tengslum við fjárlagagerðina í haust sendi Akraneskaupstaður umsögn til fjárlaganefndar þar sem hún var hvött til að tryggja fjármagn til að ráðast í nauðsyn- lega undirbúningsvinnu vegna Sundabrautar. Regína segir að þar hafi bæj- aryfirvöld heilshugar lýst yfir stuðningi við að einka- framkvæmd yrði skoðuð en það hafi vakið athygli að ekki væri neitt fjármagn áætlað á fjár- lögum til nauðsynlegrar undir- búningsvinnu, s.s. við gerð um- ferðarspár. „Það þarf að ráðast í meiri grunnvinnu en gert hefur verið. Við höfum rætt þetta við innan- ríkisráðherra um leið og við höf- um rætt almennt um vegabætur og tvöföldun Vesturlandsvegar. Einnig hefur Sundabrautin verið rædd við borgaryfirvöld. Þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Regína sem telur brýnt að tvöfalda Vesturlandsveg. Vegurinn sé beinlínis hættu- legur á köflum t.d. þegar er bæði hálka og vindasamt. „Sundabraut er einn angi af þessum fram- kvæmdum en horfa þarf á vegasam- göngurnar í heild sinni og til lengri tíma, alla leiðina frá miðbæ Reykjavíkur og upp í Borg- arnes,“ segir Reg- ína ennfremur. Hvetja ríkið til dáða SKAGAMENN Regína Ásvaldsdóttir Sími 555 2992 og 698 7999 FISKIOLÍA OG BLÁBER í einum pakka Það gerist varla betra fyrir: OMEGA 3 Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Hjartað og æðar Gegn skaðlegum sindurefnum í frumum líkamans sem tengist hrörnun, skýi á auga og krabbameini
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.