Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Eyjafjörður Morgunverkin eru óhefðbundin hjá einhverjum nemendum Giljaskóla á Akureyri á hverjum einasta degi. Í skólanum eru nefnilega 13 hænur sem börnin sjá um; þessa vikuna eru það 4. bekkingar. Nokkrir þeirra hófu gærdaginn á því að kíkja í hænsnakofann og komu til baka með átta egg.    Hænurnar komu í Giljaskóla í haust en voru áður á dvalarheimilinu Hlíð, þar sem gamla fólkið hugsaði um þær. Þangað fara hænurnar aftur í vor, þegar nemendur Giljaskóla halda í sumarfrí.    Þegar bekkjarfélagarnir Þórunn Helga Stefánsdóttir, Soffía Sunna Engilbertsdóttir, Gunnþór Andri Björnsson og Sigurður Kári Ingason gengu út í innigarðinn, sem er undir berum himni í skólahúsinu miðju, í bítið í gær voru allar hænurnar á vappi úti í blíðunni nema ein. Hún lá á fjórum eggjum.    Ekki er alltaf mjög þrifalegt í kringum hænur eins og margir vita, en það er ekki vandamál í Giljaskóla vegna þess hve krakkarnir eru áhugasamir um að hugsa vel um þær. Þrjár stelpur úr 9. bekk, Margrét Tómasdóttir, Guðbjörg Heiða Stef- ánsdóttir og Guðrún Margrét Stein- grímsdóttir, taka sig til vikulega og þrífa vel í kringum hænurnar, úti og inni.    Alda Björk Sigurðardóttir heim- ilisfræðikennari er alsæl með búskap- inn enda eru eggin öll nýtt í tímum hjá henni. Venjulega fær hún 8 til 12 egg á dag. Í gær voru krakkar úr 7. bekk að baka pítsasnúða þegar blaða- mann bar að garði.    Börnin hafa bersýnilega mjög gaman af hænsnabúskapnum og að geta notað egg úr eigin hænum í tím- um. Segja þau að rauðan í þessum eggjum sé mun dekkri og fallegri en venjulega. Alda Björk segir ástæðu þess einfalda: hænurnar fái svo gott að éta. Þær fá auðvitað afgangana úr skólaeldhúsinu og þar er alltaf hollt og gott í boði.    Matráður í Giljaskóla er Dusanka Kotaras. Hún er ánægð með hve börnin taka almennt hraustlega til matar síns og hve lítið þau skilja eftir.    Mun meiri afgangur var reyndar í mötuneytinu áður en Dusanka greip til skemmtilegs ráðs í haust. Nú eru matarleifar frá hverjum bekk vigt- aðar eftir hverja máltíð og sigurveg- arinn er sá sem leifir minnstu. Alltaf gaman að keppa!    Tuttugu ár eru síðan Giljaskóli tók til starfa í húsnæði leikskólans Kiðagils árið 1995. Börnum fjölgaði ört í hverfinu en bygging sérstaks skólahúsnæðis dróst á langinn. Það var svo 1. febrúar að flutt var úr Kiðagili í fyrsta áfanga nýja skólans.    Haldið var upp á afmælið með há- tíð í skólanum föstudaginn 13. nóv- ember þegar nemendur, foreldrar og starfsmenn skólans gerðu sér glaðan dag.    Nemendur í Giljaskóla eru 386, í 1. til 10. bekk; 196 drengir og 190 stúlkur. Skólastjóri er Jón Baldvin Hannesson.    Síðari umræðu um fjárhags- áætlun Akureyrarbæjar fyrir næsta ár hefur verið frestað frá 1. til 14. des- ember. Forráðamenn bæjarins segja að m.a. megi rekja þá ákvörðun til ný- gerðra kjarasamninga    Logi Már Einarsson, oddviti Sam- fylkingarinnar í bæjarstjórn, hefur tekið við formennsku í skólanefnd af Bjarka Ármanni Oddssyni varabæj- arfulltrúa, sem er fluttur úr bænum. Unnar Jónsson hefur tekið við for- mennsku í Akureyrarstofu af Loga Má.    Eins og undanfarin 14 ár mun fjöl- skyldan í Freyjulundi við utanverðan Eyjafjörð, Aðalheiður S. Eysteins- dóttir, Jón Laxdal, Arnar Ómarsson og Brák Jónsdóttir, opna vinnustofur sínar og heimili um aðventuhelgar frá kl. 14 til 18 fyrir áhugasama og vel- unnara.    Einnig verður opið á vinnustofu Aðalheiðar í Alþýðuhúsinu á Siglu- firði í miðri viku, og þar mun hún opna sýningu í Kompunni á litlum tréskúlptúrum, 1. desember frá kl. 16 til 20. Á báðum stöðum verða til ýmis listaverk eftir fjölskylduna.    Málþing um kosningarétt kvenna verður haldið í Deiglunni í dag og hefst kl. 17 í tilefni 100 ára kosninga- afmælis kvenna í ár. Allir eru vel- komnir á málþingið og aðgangur ókeypis.    Erindi á málþinginu flytja Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur (Nú er nóg komið. Baráttan fyrir kosn- ingarétti og pólitísk þátttaka kvenna), Jakob Þór Kristjánsson stjórnmála- fræðingur (Í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna) og dr. Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur (Um kosn- ingarétt kvenna: Ólík afskipti tveggja húnvetnskra kvenna á Akureyri.)    Setja á nýtt svell í Skautahöllina á Akureyri á næsta ári. Skv. nýfram- kvæmdaáætlun bæjarins verða þá settar 150 milljónir kr. í verkið en íþróttaráð Akureyrar hefur óskað eft- ir því að stjórn Vetraríþrótta- miðstöðvar Íslands taki fjárhagslega þátt í verkinu.    Rokksveitin Sólstafir heldur tón- leika á Græna hattinum á föstudags- kvöldið. Sólstafir hafa ekki spilað á Ís- landi síðan 2011 en komið fram á yfir 170 tónleikum erlendis frá útgáfu síð- ustu plötu.    Sólstafir hafa starfað í 20 ár og munu í tilefni af því flytja síðustu plötu, Ótta, í heild sinni í bland við eldra efni. Hljómsveitin Oni frá Nes- kaupstað hitar upp.    Hipphoppsveitin Úlfur Úlfur verð- ur svo á Græna hattinum á laugar- dagskvöldið. Morgunverkin Nemendur úr 4. bekk sóttu eggin í gærmorgun. Frá vinstri: Þórunn Helga Stef- ánsdóttir, Soffía Sunna Engilbertsdóttir, Gunnþór Andri Björnsson og Sigurður Kári Ingason. Vikuleg þrif Þessar stúlkur úr 9. bekk sjá um að þrífa hænsnakofann vikulega. Frá vinstri: Margrét Tómasdóttir, Guðbjörg Heiða Stefánsdóttir og Guðrún Margrét Steingrímsdóttir Bakað úr eggjum Aðalsteinn Máni Elmarsson, til vinstri, og Birkir Þór Ara- son voru í heimilisfræðistofunni í gær ásamt fleiri nemendum úr 7. bekk. Hamingjusöm börn og hænur í Giljaskóla Fjögur! Gunnþór Andri Björnsson gladdist þegar hann fann fjögur egg hjá einni hænunni í gærmorgun. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ljúffengt Júlíana Árnadóttir var áhægð með fiskinn í hádeginu í gær. Val- dís Þorvaldsdóttir og Dusanka Kotaras, matráður, skömmtuðu á diskana. Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.