Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 60

Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 60
60 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík Lundi. AFP. | „Ég kom út úr her- berginu mínu til að sjá hvað var að gerast. Ég sá eldinn og hljóp út,“ segir Dawit, þrettán ára drengur frá Eþíópíu, sem býr í miðstöð í Svíþjóð fyrir hælisleitendur. Rödd hans er stöðug og án tilfinninga, en íkveikj- an á tímabundið heimili hans hefur varpað skugga á vonir hans um öruggt líf. Að minnsta kosti 25 miðstöðvar fyrir hælisleitendur hafa verið brenndar til grunna eða að hluta á þessu ári. Oft er kveikt í um miðja nótt á meðan farandfólkið er í svefni. Sumar miðstöðvarnar hafa verið grýttar, aðrar orðið fyrir skemmdarverkum. Í bænum Malung var reistur tveggja metra hár kross fyrir utan miðstöð og eldur lagður að honum í anda bandarísku hreyfingarinnar Ku Klux Klan, sem rekur áróður um yfirburði hvíta kynstofnsins. Heitir „réttlátri refsingu“ Stefan Lofven, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi jafnaðar- manna, hefur heitið „raggeitunum réttlátri refsingu“ og segir að gerðir þeirra sverti „þjóðarstolt“ Svía. Árásirnar hafa flestar verið gerð- ar í dreifbýli í suðurhluta Svíþjóðar þar sem öfgaflokkurinn Svíþjóðar- demókratar hefur náð fótfestu. Dawit (nafni hans hefur verið breytt) er í háskólabænum Lundi. Hann segir að sér og þrettán öðrum ungum íbúum í miðstöðinni hafi ver- ið brugðið við árásina. „Fólk var hrætt,“ viðurkennir hann. Hann lítur út fyrir að vera eldri en þrettán ára. Lundur er á Skáni, þar sem vel- megun er frekar mikil. Í bænum ræður frjálslyndi ríkjum, en allt í kring er vígi Svíþjóðardemókrata, sem eru nú orðnir þriðji stærsti flokkur landsins með 49 þingmenn og njóta 17,6% fylgis samkvæmt nýjustu skoðanakönnun. Dawit var í herbergi sínu seint um kvöld þegar eldurinn braust út. Vel gekk að hemja eldinn en grimmdin á bak við árásina var áfall fyrir ung- mennin. Þeim fannst óhugsandi að gerð yrði árás á börn í leit að griðastað, sérstaklega í landi sem þekkt er fyrir umburðarlyndi og að vera opið. „Kannski voru þeir dálítið barna- legir,“ segir Fernando Cruz, stjórn- andi miðstöðvarinnar. Tíðar atlögur Íkveikjum hefur fjölgað samfara flóttamönnum. Svíar gera ráð fyrir 190 þúsund hælisleitendum á þessu ári og 170 þúsund á því næsta. Mið- að við höfðatölu leita flestir hælis í Svíþjóð af öllum ríkjum Evrópusam- bandsins. Tveimur dögum eftir árásina í Lundi var maður handtekinn þegar hann reyndi að brjótast inn í mið- stöð fyrir hælisleitendur í Väners- borg til að „stinga útlendinga“ eins og hann sagði sjálfur. Viku áður myrti öfgamaður vopn- aður sverði kennara og nemanda, sem voru af erlendum uppruna, í Trollhättan, bæ skammt frá. Enginn hefur enn látið lífið eða særst í íkveikjunum, en óttinn meðal farandmanna, sem hafa flúið stríð og ofsóknir vegna stjórnmála, trúar eða uppruna, er áþreifanlegur. Svíþjóðardemókratar hafa líkt straumi farandmanna til Svíþjóðar við „innrás“ og eru ýmsir hópar, sem nóg er af á netinu, sakaðir um að kynda undir kynþáttahatri. Yfirvöld hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort árásirnar séu verk einstaklinga eða hópur manna eða samtök séu að verki. Í miðstöðinni í Lundi gengur lífið sinn vanagang á ný. Við bakdyrnar, sem skemmdust í eldinum, hafa íbú- ar skilið eftir fjölda hjartalaga miða. „Velkomin! Ég vona að þið finnið nú til öryggis,“ segir á einum. Hælisleitendur í Svíþjóð gripnir ótta  25 miðstöðvar fyrir hælisleitendur hafa verið brenndar til grunna eða að hluta á þessu ári  Ekki vit- að hvort einstaklingar eða hópar eru að verki  Svíar eiga von á 190 þúsund hælisleitendum árið 2015 AFP Tíðar íkveikjur Slökkviliðsmenn berjast við eld í Furulid-skólanum í Kungsbacka suður af Gautaborg í október. Allt fullt Flóttamenn sofa fyrir utan miðstöð fyrir hælisleitendur í Malmö. Dyrunum lokað » Sænsk stjórnvöld hafa lýst yfir því að stemma verði stigu við straumi flóttamanna til Sví- þjóðar, Svíar þurfi að fá „hvíld“. » Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, sagði á þriðju- dag að Svíar myndu taka upp „ESB-lágmarkið“ og flestir flóttamenn fengju frá og með apríl aðeins tímabundið dval- arleyfi. » Beðið verður um skilríki burtséð frá ferðamáta til landsins og rétturinn til að koma með fjölskylduna til landsins verður takmarkaður verulega. » „Það tekur mig sárt að Sví- þjóð geti ekki lengur tekið á móti hælisleitendum í þeim mæli, sem við gerum nú,“ sagði Löfven. „Við getum ein- faldlega ekki gert meir.“ Frans páfi kom í heimsókn til Kenía í gær og búist er við að mikið fjöl- menni verði við útimessu hans í höfuðborginni Nairobi í dag. Páfi fer síðan til Úganda og Mið-Afríkulýðveldisins áður en hann heldur aftur í Páfagarð á mánudaginn kemur. Frans er þriðji páfinn sem heimsótt hefur Afríku. Páll VI heimsótti álfuna fyrstur páfa og Jóhannes Páll II heimsótti alls 42 Afríkuríki. AFP Páfi í heimsókn til þriggja Afríkuríkja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.