Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 64

Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 64
64 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014 Á nýliðnum lands- fundi Sjálfstæðis- flokksins var sam- þykkt málamiðlun þess efnis að kanna til þrautar upptöku mynt- ar sem sé gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum í stað íslenskrar krónu. Það voru ungir sjálf- stæðismenn sem settu málið á dagskrá með breytingartillögu þar sem fram kemur að þeir telja fram- tíðarlausn í gjaldmiðilsmálum Íslands felast í öðrum gjaldmiðli en krónunni. Sú tillaga var á skjön við það sem fram kom í ræðu formanns flokksins og drögum að landsfundarályktun. Hvað er íslenskt atvinnulíf? Íslenskt atvinnulíf samanstendur af margs konar iðnaði, sjávarútvegi, verslun og þjónustu, ferðaþjónustu og landbúnaði, auk hins umfangs- mikla opinbera reksturs ríkis og sveitarfélaga. Atvinnulífið er háð ut- anríkisviðskiptum. Hluti atvinnulífs- ins byggist á nýtingu náttúruauðlinda en annar hluti þess einkum á nýtingu hugvits, þótt auðvitað fari þetta sam- an í mörgum tilvikum. Sumar at- vinnugreinar eru háðar náttúru- sveiflum en aðrar óháðar veðurfari og árstíðum. Kostir þess að nota krónu Helsti kostur þess að Ísland búi yf- ir eigin gjaldmiðli er að Seðlabanki Íslands og stjórnvöld geta beitt hon- um sem stjórntæki í efnahagsmálum. Gengi krónunnar sveiflast þá með eða móti öðrum breytum hagkerfisins í viðleitni til þess að tryggja ávallt jafn- vægi og stöðugleika sem best. Þannig er gjaldmiðillinn m.a. notaður til að leiðrétta mistök við stjórn efnahags- mála. Einkum hefur fullt forræði gjaldmiðilsins þótt hagkvæmt í glím- unni við við ófyrirséð áföll þjóðarbús- ins, s.s. aflabrest eða verðfall á út- flutningsmörkuðum. Þeir sem eru hlynntir því að krón- an verði áfram gjaldmiðill Íslands benda á að upptaka annars gjaldmið- ils hér í samvinnu við stærri ríki myndi svipta íslensk stjórnvöld þeim mögu- leika að grípa til krón- unnar og gengis hennar sem hagstjórnartækis. Öðrum gjaldmiðli hljóti óhjákvæmilega að verða stjórnað út frá hagþróun í öðrum löndum, býsna ólíkri okkar. Að fleiru er að hyggja. Þegar sagt er að krónan þýði minna atvinnuleysi er það gert í skjóli þeirr- ar kenningar þjóðhag- fræðinnar að mikil verð- bólga leiði til minna atvinnuleysis og öfugt. Þau störf sem verða til vegna veikrar krónu en yrðu ekki til ef sterk- ur og lítt hagganlegur gjaldmiðill væri notaður eru annmörkum háð og verða seint samkeppnishæf hálaunastörf á alþjóðlegum vinnumarkaði. Þau verða væntanlega til vegna þess að fram- leiðni annarra starfa hefur minnkað og eru þau því eins konar atvinnubóta- vinna. Minni framleiðni þýðir lakari lífskjör fyrir þjóðina. Á Íslandi hefur framleiðni starfa einmitt verið minni en hjá nágrannaþjóðum sem skýrir verri kjör Íslendinga þrátt fyrir gríð- armiklar auðlindir þjóðarinnar. Kostnaður við að nota krónuna Fyrirtæki sem flytja út og keppa þannig á alþjóðlegum mörkuðum finna fyrir göllum krónunnar, einnig þau sem keppa við aðrar þjóðir um hæft starfsfólk og sérfræðinga. Sum íslensk fyrirtæki þurfa að glíma við hvort tveggja. Það eru t.d. hugverka- og há- tæknifyrirtæki í útflutningi og svo- nefndar skapandi greinar; fyrirtæki sem ekki eru frek á náttúruauðlindir en bjóða yfirleitt vel launuð og eft- irsótt störf. Því fylgir umtalsverður kostnaður að halda úti eigin gjaldmiðli og banka- kerfi þjóðarinnar er því talsvert dýr- ara og fjármagnskostnaður hærri en ella væri. Samtök atvinnulífsins lögðu árið 2014 fram 10 tillögur um leiðir til betri lífskjara. Þar kemur m.a. fram að 70% af heildarskuldum íslenskra heimila og fyrirtækja var í krónum ár- ið 2013. Skuldirnar bera 210 milljörð- um króna hærri vexti á ári hverju en samsvarandi skuldir á evrusvæðinu, en nafnvaxtamunur gagnvart evru- svæði er að jafnaði 6%. Sagan sýnir að íslenskt hagkerfi er of lítið til að geta haldið krónunni stöð- ugri. Gengi hennar hefur frá upphafi sveiflast mikið og oft hratt, auk þess eru vextir og vaxtamunur mun hærri en í nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Beinn kostnaður fyrirtækja og al- mennings við krónuna felst t.d. í því að dýrt er að kaupa gjaldeyri hjá íslensk- um bönkum. Þannig er mismunandi gengi skráð á krónuna, seðlagengi og greiðslukortagengi, sem þýða allt að 3% álag á almennt skráð gengi. Mis- munur á kaup- og sölugengi seðla er oft um 5%. Þennan kostnað bera fyr- irtæki og almenningur ofan á annan kostnað sem af krónunni hlýst. Stjórnvöldum hefur reynst erfitt að standa vörð um krónuna og flestir sem kynna sér gjaldmiðilsmál eru sam- mála um að vart verði hægt að afnema fjármagnshöft að fullu vegna þeirrar verndar sem svo lítill gjaldmiðill þurfi, t.d. gagnvart óprúttnum ævintýra- mönnum hins alþjóðlega fjármála- heims. Notkun krónunnar þýði því höft af einhverju tagi svo lengi sem hún er við lýði. Fólki er gert erfitt að spara Krónan fellur og styrkist á víxl. Fall krónunnar getur af sér verðbólgu en jafnframt er verðbólga oft ástæða falls hennar. Hver sem ástæðan er þýðir það ávallt að hluti af sparnaði fólks er gerður upptækur. Verðtryggingin hef- ur verið leið þjóðfélagsins fram hjá þessum vanda. Að henni er nú mjög sótt, en Íslendingar kynntust vel af- leiðingum krónuhagkerfis án verð- tryggingar á 7. og 8. áratug seinustu aldar. Þær voru skelfilegar fyrir marga. Þeir sem starfrækja fyrirtæki í al- þjóðlegri samkeppni og leita þurfa til fjárfesta, innlendra jafnt sem er- lendra, þekkja að fjárfestingar í krónuhagkerfi Íslands kalla á hærri ávöxtunarkröfu fjárfestanna. Við venjulega og eðlilega áhættu sem bundin er við sjálfan reksturinn bæt- ist sú áhætta að setja fjármuni inn í lokað hagkerfi í fjármagnshöftum þar sem útgönguleiðir eru ekki þær sömu og annars staðar. Þessi viðbótar- ávöxtunarkrafa er umtalsverð og heldur aftur af fjármagnseigendum í öðrum löndum að taka þátt í upp- byggingu atvinnulífs hér. Frá bankahruni 2008 hefur rekstr- arumhverfi íslenskra fyrirtækja reynst óstöðugt. Íslensk stjórnvöld hafa verið flöktandi í ákvörðunum og erlendir fjárfestar hafa hrakist brott eftir sokkinn kostnað. Sjaldan er rætt um fórnarkostnaðinn af þessu ástandi, enda erfitt að meta hann. Enginn veit hvaða viðskiptatækifæri hafa tapast og hve mikil verðmæti þar með. Þegar EES-samningurinn tók gildi árið 1994 óx viðskiptafrelsi til muna. Á þessum tíma tókst mörgum ís- lenskum fyrirtækjum að laða að er- lenda fjárfesta sem fjármögnuðu vöxt þeirra næstu ár og áratugi. Nú hafa mörg þessara fyrirtækja flutt höfuð- stöðvar sínar frá Íslandi, m.a. Össur, Actavis, Marel og Marorka. Önnur hafa verið keypt og flutt alveg burt. Innan Samtaka sprotafyrirtækja velta menn því nú fyrir sér hver sé ástæða þess að þrátt fyrir mikla grósku og hugmyndaauðgi frum- kvöðla hafa hlutfallslega mjög fá sprotafyrirtæki náð að vaxa og auka veltu sína síðustu ár. Alþjóðleg samkeppni um fólk og fyrirtæki Nýlegar tölur um fólksflutninga til og frá Íslandi sýna mikinn brottflutn- ing fólks sl. ár. Líklega er þetta að nokkru leyti atgervisflótti ungs menntafólks sem ber að taka alvar- lega. Ein ástæðan gæti verið hár fjár- magnskostnaður og að fólk treystir krónunni illa. Það gera a.m.k. erlend- ir sérfræðingar sem fyrirtækin reyna að fá til liðs við sig. Það fólk vill geta treyst því að sparnaður í krónum sé bæði öruggur og flytjanlegur landa í milli þegar á þarf að halda. Reynsla nokkurra íslenskra fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum á Íslandi að velja milli þess að fá laun greidd í krónum eða erlendum gjaldmiðli er að flestir velja síðari kostinn og ein- ungis 9 af 25 stærstu fyrirtækjum landsins velja að gera upp í íslenskum krónum. Hvað segir þetta okkur um viðhorf fólks til krónunnar? Hvernig atvinnulíf vill ungt fólk? Krónan – gjaldmiðillinn – er mik- ilvægur þáttur í atvinnulífi þjóðar- innar. Þegar ungt fólk horfir til fram- tíðar varðandi atvinnu og lífskjör er mikilvægt að muna að krónan getur ráðið miklu um hvernig atvinnulífið þróast, hvers konar störf, laun og lífs- kjör verða í boði á Íslandi í framtíð- inni. Ungir sjálfstæðismenn virðast gera ráð fyrir að íslenska krónan geti ekki orðið gjaldgeng í alþjóða- viðskiptum. Býður íslenska krónan upp á það atvinnulífi og kjör sem ung- ir Íslendingar vilja búa við – eða er breyting á gjaldmiðlinum vaxandi nauðsyn? Áhrif krónunnar á íslenskt atvinnulíf Eftir Svönu Helen Björnsdóttur Svana Helen Björnsdóttir » Býður íslenska krón- an upp á það at- vinnulífi og kjör sem ungir Íslendingar vilja búa við – eða er breyt- ing á gjaldmiðlinum vaxandi nauðsyn? Höfundur er verkfræðingur, stofn- andi og stjórnarformaður Stika og fv. formaður Samtaka iðnaðarins. Í gær rann út frest- ur til að skila umsögn- um við frumvarp til laga um fullnustu refs- inga. Einungis vika var gefin til að koma að at- hugasemdum til alls- herjar- og mennta- málanefndar Alþingis. Þegar Ólöf Nordal innanríkisráðherra lagði frumvarpið fram á Alþingi gerði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pí- rata, alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og sagði það ganga gegn Evrópsku fangelsisreglunum sem settar voru af Evrópuráðinu árið 2006. Ísland gerðist aðili að Evrópu- ráðinu árið 1950 og hefur skuldbundið sig til að hafa reglurnar til hliðsjónar í störfum sínum, líkt og Bjarni Bene- diktsson hafði í huga þegar hann lagði fram breytingartillögu við núverandi lög fyrir áratug. Lagst gegn eftirliti Nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og annarri grimmi- legri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu hefur skoðað að- stæður frelsissviptra á Íslandi með nokkurra ára bili síðan 1999. Nú síð- ast kom eftirlitsnefndin hingað til lands árið 2012 og gerði þónokkrar at- hugasemdir við aðbúnað og umgjörð á framkvæmd frelsisviptingar á Íslandi. Ekki verður séð að hið nýja frumvarp taki á þeim athugasemdum sem þar eru settar fram og er til dæmis sér- staklega lagst gegn tilmælum nefnd- arinnar um að sett verði á fót innlent eftirlit með stöðum sem vista frelsis- svipta. Slíkt eftirlit er þó í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn pyndingum, nokkuð sem hefur verið falið umboðsmönnum allra þjóðþinga á Norðurlöndum og er þrátt fyrir allt til umfjöllunar á Al- þingi; að viðkomandi bókun við samn- ing Sameinuðu þjóðanna verði fullgild og innleidd í íslenskan rétt. Heimildir dómstóla Þá hefur umboðsmaður Alþingis á undanförnum árum gert allmargar at- hugasemdir við framkvæmd og laga- umgjörð fullnustu refsinga, og jafnvel talið meinbugi vera á lögum. Dómara- félag Íslands hefur svo í athugasemdum sínum til Alþingis lagst gegn, og varað við, útvíkkun heimilda fangelsisyfir- valda til fullnustu refsi- dóma. Slíkar heimildir ættu enda að vera á hendi dómsvalds, en ekki framkvæmda- valds. Á þessu er ekki tekið í því frumvarpi sem nú er í þinglegri meðferð. Full ástæða er til að staldra aðeins við, og í umræðum um frumvarpið lagði þingmaður Pírata það einmitt til. Sagði hún að þetta væri nefnilega tilvalinn málaflokkur til faglegrar stefnumótunarvinnu, enda ekkert eðlilegt við að líta einungis til tiltek- inna þátta málsins. Hér þarf að fara fram heildstæð endurskoðun á mála- flokki, sem snýr auðvitað fyrst og fremst að því að fjölga úrræðum dómstóla til úrlausnar mála en um leið þarf að gera þá kröfu að dómar séu skýrðir betur en nú er gert til að eyða réttaróvissu. Það á ekki að vera hlutverk þeirrar stofnunar sem fullnustar refsingar, eða ráðuneytis, að útfæra dóma. Enginn á að velkj- ast í vafa eftir uppkvaðningu dóms í hverju hann felst og hvernig hann skuli fullnusta. Hvað liggur á? En frumvarpið skal keyrt í gegn- um þingið, þrátt fyrir að í innanrík- isráðuneytinu sé nú unnið að fulln- ustuáætlun sem ætlað er að vera framtíðarsýn stjórnvalda í mála- flokknum í heild. Það virðist sem byrja eigi á öfugum enda og að mikið liggi við. Er nema von að maður velti fyrir sér hvað búi að baki öllum þess- um asa? Hrákasmíð á Alþingi Eftir Davíð Garðarsson Davíð Garðarsson »Dómarafélag Íslands hefur í athugasemd- um sínum til Alþingis lagst gegn, og varað við, útvíkkun heimilda fang- elsisyfirvalda til fulln- ustu refsidóma. Höfundur er fv. talsmaður fanga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.