Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 65

Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 65
UMRÆÐAN 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 CRÉATIVE TECHNOLOGIE Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymslu- hólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur. Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota. KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN - NÚNA Á LÆGRA VERÐI citroen.is • 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI • 850 KG BURÐARGETA • 3JA MANNA • SPARNEYTINN •3 3 Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil FRÁ: 2.950.000 KR. MEÐ VSK FRÁ:2.850.000 KR. MEÐ VSK FRÁ: 2.379.032 KR. ÁN VSK FRÁ:2.298.387 KR. ÁN VSK Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 15á ra afmæli Citroënhjá Brimborg „Síðasta ár var það hlýjasta frá því mæl- ingar hófust“ … „haf- ísinn er að hverfa“ … „ísbirnirnir eru í útrým- ingarhættu“ … Al- menningsfjölmiðlarnir hafa tönnlast á þessu svo lengi að margir eru orðnir þreyttir, hlýn- unin virðist bara vera hjá þeim, hún finnst ekki á jörðinni sjálfri. Heitustu árin eru liðin (1941 og 2003 hér, 1934 og 1998 á hnatt- vísu). Ísþekjan á jörðinni vex stöð- ugt (í Norður-Íshafinu um milljón ferkílómetra síðan 2012). Ísbjarna- stofninn er orðinn stór og hættu- legur íbúum norðurskautssvæðisins. Þriggja áratuga hrakspá Herferðin gegn brennslu elds- neytis komst á flug sumarið 1986 þegar fulltrúi virðulegrar stofnunar (GISS) var kallaður fyrir nefnd Bandaríkjaþings til að vitna um loftslagsbreytingar. Hann (James Hansen) sagði að strax eftir alda- mótin 2000 yrði hitinn á jörðinni lík- lega orðinn sá hæsti á síðustu 100.000 árum! Ástæðan væri „gróð- urhúsaáhrif“ af vaxandi koltvísýr- ingi frá brennslu manna á jarðefna- eldsneyti. Nú, nærri þremur ára- tugum síðar, hefur komið í ljós að spáin var röng. Í mars á þessu ári gerðist það svo að sá vísindamaður (John Christy) sem hefur haft það hlutverk fyrir Bandaríkjastjórn að fylgjast með hitanum sem mældur er með þróuðustu mælitækjunum (rafsegulbylgjumælum í gervihnött- um) síðustu áratugina var kallaður fyrir þing- nefnd Bandaríkjaþings til að vitna um lofts- lagsbreytingar. Hann sagði að ekki hefði fundist vísindalegt or- sakasamband milli koltvísýringslosunar og hegðunar loftslags á jörðinni. Lífseigar blekkingar Meginástæða þess að almenningur hefur látið blekkjast af kenningunni um hlýnun loftslags af mannavöldum er að koltvísýrings- styrkurinn í loftinu hefur aukist úr 0,03% í 0,04% á einni öld og það er búið að koma því inn hjá almenningi að meiri koltvísýringur þýði hærri hita. Sannleikurinn er sá að áhrif hans á hitann eru hverfandi og þau eru þar að auki þegar mettuð. Hann tekur upp hitageislun af sérstökum bylgjulengdum (mest 15 míkrón) og það sem er í lofthjúpnum af honum nú þegar dugir til þess að taka upp mestalla þá geislun, lítið af geislum á þeim bylgjulengdum sleppur út úr lofthjúpnum. Að bæta meiri koltví- sýringi í loftið hefur því álíka áhrif og að fá sér aðra regnhlíf fyrir ofan þá sem maður er með í rigningunni. Önnur ástæða fyrir langlífi kenning- arinnar er að fjöldi fólks hefur fram- færi sitt af „rannsóknum“ á loft- hjúpnum, þeirra hagsmunir eru að ógninni sé haldið lifandi (Banda- ríkjastjórn eyðir yfir 20 milljörðum dollara á ári í „rannsóknir“ á lofts- lagi). Stórfyrirtækin vilja losunar- kvóta til að hindra nýliðun. Og upp- hafnir stjórnmálamenn nýlendu- veldanna vilja koma alheimshöftum á orkunotkun (til að geta stjórnað efnahagsmálum heimsins). Og nú hefur kaþólska kirkjan gengið í liðið og er kenningin þar með komin á réttan stað með öðrum trúarkenn- ingum. Kólnunin er áfall fyrir Íslendinga Loftslagskólnun hefur reynst Ís- lendingum afdrifarík. Á 12. öld hófst kólnun sem leiddi til þess að upp- runalegur atvinnuvegur landsins (landbúnaður) visnaði og landsmenn urðu fátækt að bráð. Borgarastyrj- öld braust út og landsmenn misstu bæði kjarkinn og svo sjálfstæðið (1262). Hlýindin á 20. öldinni (1920- 1960) gerðu landið aftur byggilegra, fjárafli og bjartsýni jókst og sjálf- stæðið endurheimtist. En kólnunin í kjölfarið (1960-1990) rýrði afkom- una, svartsýni jókst og landflótti brast á, verðbólga fór úr böndum og kvótakerfi voru sett á atvinnuveg- ina. Nokkurra gráða kólnun veldur tuga prósenta samdrætti, bæði í fiskveiðum og landbúnaði (Páll Bergþórsson). Landsins forni fjandi og fylgifiskar Með kólnun loftslags birtast gam- alkunnir vágestir: Fjárdauði eykst. Kornrækt leggst af á Norðurlandi. Uppskerubrestur, kal í túnum, af- réttarbeit versnar. Skógrækt á Norðurlandi lendir í vandræðum. Vetur á hálendinu fram yfir mitt sumar, ferðamenn hverfa frá. Hafnir á Norður- og Austurlandi lokaðar vikum og mánuðum saman. Fram- kvæmdir verða kostnaðarsamar og erfiðar. Minna vatn rennur úr jökl- um og virkjanir skila minni orku og fylgir því mikil rýrnun þjóðartekna. Fiskigengdir minnka. Margir gefast upp og landflótti færist í aukana. Íslendingar komi sér upp þekkingu á loftslagsfræðum Íslendingar, sem búa við kulda- beltisröndina, geta ekki treyst á er- lendan hræðsluiðnað, umhverfistrú- boða og erindreka nýlenduveldanna sem halda að þeir geti stjórnað lofts- laginu. Fyrir okkur er svo mikið í húfi að við verðum að reyna á eigin forsendum að spá fyrir um loftslag á Íslandi. Það þarf að veita fé til há- skólanna hér til að þeir geti byggt upp trausta þekkingu á vísindum loftslagsfræða og stundað alvöru rannsóknir og gert spár um þróun- ina. Það gerist ekki á einni nóttu og verður erfitt, ekki síst vegna þess að stór hluti stofnanasamfélagsins á al- þjóðavísu, s.s. stofnanir Sameinuðu þjóðanna (við þekkjum hvalveiði- og fiskifræði-„vísindi“ þeirra) eru pen- ingalega háðar því að ógninni um loftslagshlýnun af mannavöldum sé haldið lifandi. En ef við byrjum strax mun okkur fyrr takast. Við getum tekið á móti landsins forna þegar hann kemur aftur á næstu áratug- um. Loftslagsmál eru alvörumál Eftir Friðrik Daníelsson » Íslendingar geta ekki treyst á erlendan hræðsluiðnað, umhverfistrúboða og erindreka nýlenduveld- anna. Við verðum sjálf að spá fyrir um loftslag hér. Friðrik Daníelsson Höfundur er verkfræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Minningarmót í Gullsmáranum Minningarmót um Guðmund Páls- son fv. formann félagsins, hófst mánudaginn 23. nóvember. Spilað var á 11 borðum. Úrslit í N/S: Viðar Valdimarsson – Óskar Ólason 251 Vigdís Sigurjónsd. – Ragnar Jónsson 191 Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðars. 179 A/V Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 217 Guðlaugur Nielsen – Jóhann Ólafss. 195 Samúel Guðmss. – Jón Hannesson 193 Skor þeirra Viðars og Óskars er upp á heil 74.70%. Íslandsmet? Minningarmótið stendur yfir í 4 spiladaga og gilda 3 bestu skorin. Spilamennska er öllum opin (eng- in mætingarskylda). Spilað er alla mánudaga og fimmtudaga og hefst spilamennska kl. 13. —með morgunkaffinu mbl.is alltaf - allstaðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.