Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 94

Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 94
94 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 BÆKUR Elvis Presley hjá tannlækni Mig hefur lengi langað til þess að rifja upp hvernig við Elvis urðum vinir. Við hittumst hjá tannlækni, svo einfalt er það, en líklega fremur óvenjulegt. Ég get ekki sagt ná- kvæmlega hvenær, því að ár hvert í skólaskyldu átti ég margar setur í tannlæknisstól heima á Sauðár- króki, en ég get fullyrt að þetta var eftir að Rússar gerðu innrás í Ung- verjaland og meðan ég bar Tímann áskrifendum í útbænum og áreið- anlega áður en Kennedy heitinn var skotinn. Ætli ég hafi ekki lokið blað- burði mínum um það leyti sem Ólaf- ur Thors kvaddi, en þá var fram- sóknarmaður í öðru hverju húsi fyrir utan Kirkjutorg. Þó ekki í Bakaríinu og prestshúsinu. En svona nákvæmni í upprifjun skiptir engu máli, því að Elvis er alveg tímalaus í þeim skilningi að mér finnst ég hafa alist upp með honum eftir að ég byrjaði í skóla. Ég held hann sé fyrstur manna utan Skaga- fjarðar sem ég hef bundist órjúfandi tryggðaböndum. Og það er fjall- grimm vissa fyrir því að ég finn tannlæknalykt þegar ég heyri lögin hans, og ég heyri lögin þegar ég er hjá tannlækni. Svona er lífið gjöfult. Við Elvis erum samt ekki vinir eins og gengur og gerist. Við höfum til dæmis aldrei talað saman. Við sáumst aldrei, svo ég viti, hann hef- ur bara sungið fyrir mig. Og á þess- um gömlu misserum sá ég hann stundum síðdegis á sunnudögum í bíói hjá Munda og Boggu, en það er liðin tíð og kemur aldrei aftur. Eftir á að hyggja er hann eini maðurinn sem mátti syngja í bíómynd að okk- ar mati, drengjanna á Króknum; lík- lega var hann samt ekki mikill leik- ari Elvis, myndirnar voru svo sem ekkert annað en rammi utan um lögin hans. Enn skynja ég nærveru Elvis ef ég hugsa til hans, hann lifir hið innra, tengist að sumu leyti næmu lyktarskyni sem binst ilman æskuminninganna, líka tónfalli yf- irleitt, vitaskuld. Og ekki síst haust- inu, réttum, sláturtíð, jarðarberjum í görðum, brimi og saltlykt. Haustið var ekki einungis snjór í fjöllum og nýjar kartöflur á diski, þá voru líka lömbin leidd til slátrunar um það bil sem skólinn byrjaði. Og haustið var ekki síst heimsókn til tannlæknis. Alls ekki síst. Get svo sem játað hér og nú að ég var hræddur við að fara til tannlæknis. Ég óttaðist ekki manninn, en mér stóð mikill stuggur af stólnum hans og því sem raðað var umhverfis þetta leðurklædda hægindi. Tann- læknirinn okkar var norskur og hét Ole Bieltvedt, í mínum huga grann- ur og einstaklega elskulegur maður, breiðleitur, brúnasíður og kinn- beinahár með dökka skeggrót, fín- lega fingur, en fjarska breiðar og þykkar neglur, há kollvik og greiddi hárið beint aftur, gekk með gler- augu af því tagi að augu hans virtust ógnarstór fyrir sjónum viðmælanda, spangirnar svartar, þykkar og mikl- ar. Lágvaxinn maður í hvítum slopp með einkar þægilega rödd. Öðlingur til orðs og handa og hætti að bora í skemmda tönn þegar menn kveink- uðu sér alvarlega. Rómurinn und- arlega mjór og veiklulegur þegar hann lagði frá sér borinn, neri sam- an höndum og spurði: „Er það sárt?“ og áherslan öll á sárt. Eftir á að hyggja er auðvitað óskiljanlegt að ég skuli hafa óttast að fara til þessa tannlæknis… Konan í bláa sloppnum Nú man ég vissulega ekki hvort hann Ole hafði konu sér til að stoðar á stofunni, það var að minnsta kosti örugglega ekki hún Guðný. En ég ætla að hafa fyrir satt að einhver kona hafi þar verið á stjái. Ég veit að Guðrún Eyþórsdóttir vann hjá honum og hún lærði tannsmíðar af Bieltvedt. En ég man hins vegar ekki eftir henni á stofunni. Kannski klúkir þetta svona í kolli mínum af því að nú eru konur áberandi á tannlæknastofum. Og þetta var ekki venjuleg klínikdama, nei og aftur nei, feitlagin kona í bláum slopp og batt hárið í hnút á hnakkanum sem Stína frænka segir að hafi heitið að taka hárið saman í frelsispung vegna konu sem var í hvítasunnu- söfnuðinum og puntaði sig með þessum hætti dag hvern, frelsuð á morgni lífsins og nú að puða hjá guði. Hallelúja. Drottinn er minn hirðir. Kona í bláum slopp með frelsis- pung á höfði, væntanlega hjá drottni, en hver veit? Hver veit? Kannski er hún ímyndun, vaxin upp úr öllum þeim ævintýrum æskunnar þar sem bláklæddar huldumeyjar kynntust mönnum í margvíslegu skyni. Allt í einu stendur hún í dyr- unum eins og álfkona út úr hól og lagði áherslu á orð sín: „Þú ert næstur, Sölvi.“ Samt var ég einn á biðstofunni, lítill drengur, aleinn og næstur. Þessi kona vísar mér inn í sótt- hreinsaða veröld þar sem sætmullu- leg heilbrigðislykt smýgur inn nef- göngin og ertir skynfærin um leið og hún skerpir á hræðslunni við þau stálhörðu tól sem læknar beita við tennur. Tannlæknirinn heilsar mér kunnuglega – dóttir hans vinkona systur minnar – brosir og segir mjúkri rödd, áherslur samt und- arlega seint í orðunum: „Fáðu þér sæti, Sölvi minn.“ Hjartað slær til- finnanlega þegar ég sest í leð- urklæddan stól, slær hratt og ég roðna í vöngum; leðrið dökkt og glansandi á setunni, ögn slitið, en klórað og sér í gult þar sem hendur ungmenna ná fram af. Kringlóttur lampi eins og galopinn munnur eða innrömmuð sól beint fyrir ofan og hverfur stundum bak við höfuð læknisins; ský dregur fyrir sól þeg- ar hann lýtur niður að mér. Glugg- inn opinn og stórísar blakta fyrir mjúkri októberkælu að utan. Glampandi stál á borði, borar og aft- ur borar, töngin, tanndráttar- töngin... Vatn í glasi og þægileg rödd: „Opna munninn.“ Ég loka augunum, finn harðan stálodd fara yfir tennur og narta lauslega hér og þar og fæ gæsahúð og tungan á undarlegu róli. Svo kemur borinn og suðið í honum minnir á sláttinn í gömlu fótstignu Necchi-saumavél- inni hennar mömmu þegar hún rennir löngu og beinu spori undan nálinni. En Bieltvedt er ekki með nál í spori á einhverri flík, ó nei, ekki aldeilis. Hann hefur hönd í munni mér. Heitir fingur teygja munnvik út á kinn, og borinn skorð- ast í fari sínu um leið og bóndasonur frá Hóli í Sæmundarhlíð heilsar manni úti á gangstétt hinum megin við götuna og má glögglega heyra orðaskil upp til okkar, því að þeir hafa löngum haft hljóð í barka Hóls- menn. Þögnin annars ríkjandi hér inni nema þetta undarlega stálklór í munni sem bergmálar innávið í höf- uðskelinni þegar tannlæknirinn kroppar í tönn með eldhertum oddi, og lágt málmhljóð sem verður þegar hann leggur járnin á glerborð sér við hlið. Svo hefst náttúrlega bann- settur borinn aftur á loft. Hann kemur og ég sé meðfram nefinu á kúlulaga odd sem þegar snýst með sínum hraða og svartar reimar á misjafnlega stórum slaghjólum og óttinn grópast aftast undir höfuð- skelinni og ég býst til að grípa um hendur tannlæknisins. Og þá, ná- kvæmlega þá, þegar borinn byrjar öðru sinni hæglátt nauð á svartri skemmd og fúla hitalykt leggur upp í nasirnar og höfuðbeinin titra, já einmitt þá berst okkur til eyrna há- vær tónlist: One Night With You..., It’s Now Or Never... og borinn lýk- ur sínu leiðindasargi undir Good Luck Charm. Eða var það kannski Are You Lonesome Tonight? Elvis Presley var kominn til tann- læknis. Þessi háværa, ágenga tón- list, hlaðin erótískri spennu, hrá og ofsafengin á köflum, já, þessi músík barst okkur úr íbúðinni hans Sveins Ásmundssonar smiðs handan við Aðalgötuna og inn um gluggann til okkar.… Blueberry Hill og boruð tönn Ég sit opinmynntur og finn þenn- an notalega seyðing í tönn sem búið er að bora í og væta holuna með sótthreinsandi efni í bómull, skynja bragðið á bleiku tannholdi og lítils háttar sviða þegar töngin hverfur út úr munninum með baðmullarhnoðra blóði blandinn, nýt sefandi sviða af því að nú liggur borinn hreyfing- arlaus. Ljósið í hásuðri og Blue- berry Hill í eyrunum. Fyllingin hrúgast upp í tönninni í hröðum takti Jailhouse Rock, og ég skolaði munninn með Blue Suede Shoes í hlustunum. Þurfti ekkert að borga og gekk fagnandi út í októbersval- ann á móti Devil In Disguise. Sam- felld gæsahúð úr hnakkarótum og guð má vita hvert. Trítla suður gangstéttina og sólin syngur sitt síðasta þegar ég þukla á amalgam- inu með tungubroddinum. His La- test Flame skellur á eyrum þegar ég er fyrir utan skrifstofuna hans Guðjóns bakara á leiðinni í skólann aftur. Stakur fugl af óræðri tegund tístir milli laga í garðinum hjá Ás- grími skreðara sem nú er horfinn. Ole Bieltvedt flutti tannlækna- stofu sína suður á Skagfirðinga- braut, í suðurendann hjá Valda rak- ara, og var þá einungis eitt hús milli okkar, Reykholt, Skagfirðingabraut 13, húsið hans Tomma í Syðribúð- inni og Rósu Steina mótorista. Ég fór til rakara og tannlæknis í þessu húsi. Rakarinn snoðaði mig á vor- dögum, en tannlæknirinn gaf mér gaum á haustin og fram eftir vetri. Norsk ukeblad var á borðum Bielt- vedts sem fyrr, líka Familie Journal og Hjemmet, gömul blöð og blaðr- endurnar snjáðar og þvældar eftir sveitta fingurgóma. Ásbjörn Sveins- son var fluttur úr bænum með grammófóninn sinn. En ekki var ég fyrr sestur í stólinn undir mildu uppliti Ole Bieltvedt en Elvis snar- ast inn á sviðið í snjóhvítum fötum með svart brilljantínhár greitt í píku og ég heyri hann syngja. Hvaða lag? Það má einu gilda, kannski A Fool Such As I. Eða varð það ef til vill The Girl Of My Best Friend? Ég sé mjaðmahnykkina, svitann á enninu, tryllinginn hjá áheyrendum. Hann er greinilega í rauðri skyrtu. Og ég gríp í höndina á tannlækninum þegar fótstýrður bor otar tota sínum að taug í jaxli og truflar tónleikana. „Er það sárt?“ spyr Bieltvedt og hættir strax að bora. Og Hard Headed Woman leit- ar á hugann meðan amalgaminu er troðið ofan í tönnina. Sama notalega sótthreinsunarbragðið á tungu. Blá- klædda konan horfin eins og sólin bak við Tindastól eða Drangey, kannski gengin í björgin. Presley og hvæsandi tannborinn Dagar handan við dægr- in, minningamyndir í skuggsjá tímans heitir sjálfsævisaga Sölva Sveinssonar, skólameist- ara. Í bókinni bregður Sölvi upp minningamynd- um frá æsku og unglings- árum á Sauðárkróki á 6. og 7. áratug síðustu ald- ar. Sögufélag Skagfirð- inga gefur út. Kaflinn hefur verið styttur. Tannlæknahjónin Guðný og Ole Bieltvedt, tannlæknahjónin á Sauðárkróki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.