Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 96

Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 96
96 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 ✝ Anna IngibjörgHallgríms- dóttir fæddist 7. ágúst 1925 á Graf- argili í Valþjófsdal við Önundarfjörð. Anna andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð hinn 9. nóv- ember 2015. Hún var sú sjötta af sjö barna hópi. Af þeim hópi lifa tvær systur; Valborg og Hjálm- fríður (Fríða). Látin eru; Guð- mundur, Kristjana, Guðrún og Ríkharður. Auk þess létust tvö börn, drengur nýfæddur og stúlka á fjórða ári. ræna lýðháskólanum í Kungälv í Svíþjóð. Anna kynntist eiginmanni sínum Ingólfi Árnasyni árið 1953. Þau giftu sig ári seinna og fluttu til Akureyrar og byggðu sér hús á Byggðavegi 132 og bjuggu þar nær allan sinn bú- skap. Börn Önnu og Ingólfs eru: Jóna Guðbjörg, Hallgrímur Stefán, Sigríður Erna, Árni Gunnar og Valborg Salóme. Snemma á áttunda áratugn- um hóf Anna kennslu við Barna- skóla Akureyrar og kenndi hún jafnan yngstu nemendunum. Síðar kenndi hún við Lund- arskóla. Ingólfur andaðist 26. ágúst 2004 stuttu eftir gullbrúðkaups- dag þeirra Önnu. Eftir það bjó Anna ein með aðstoð barna sinna að Ásvegi 27 á Akureyri. Útför Önnu fór fram 17. nóvember 2015. Foreldrar henn- ar voru Hallgrímur Stefán Guðmunds- son og Jóna Guð- björg Reinharðs- dóttir bændahjón á Grafargili. Hall- grímur starfaði einnig við smíðar og vegavinnu með- fram búskap. Anna tók lands- próf frá Héraðs- skólanum á Núpi í Dýrafirði og seinna meir handavinnukenn- arapróf frá Kennaraskólanum og próf frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Anna var einn vetur í nor- Látin er Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Anna fæddist og ólst upp í Valþjófsdal við Önundarfjörð en fluttist síðar til Akureyrar og giftist Ingólfi Árnasyni rafveitustjóra og stofnuðu þau heimili að Byggðavegi 132. Þangað kom ég oft sem ung- lingur og þar var gott að vera því húsfreyja tók öllum börnum og unglingum vel, tók þau tali og spurði helstu tíðinda. Þegar maður kom í Byggðaveginn var Anna yfirleitt inni í eldhúsi að spjalla við eitthvert sinna fimm barna meðan hún var að sinna heimilisstörfum. Það gátu verið þjóðfélagsumræður, eða bara eitthvað sem hafði verkað sterkt á börnin hennar og þau þurftu að tala um. Mig langar að segja frá at- viki einu sem lýsir vel því and- rúmslofti sem ríkti á heimili Önnu og mannsins hennar. Það var að vorlagi, krakkarnir að taka við sér eftir langan vetur, farin að verða útitekin og vakna til lífsins; kannski ekki síst elsta heimasætan, þá u.þ.b. 16-17 ára. Hún sat við eldhús- borðið og var að spyrja mömmu sína: „Mamma, hvað er að vera ástfanginn?“ Anna hugsaði sig aðeins um og sagði síðan: „Farðu fram í stofu og spurðu hann pabba þinn.“ Hún fór fram í stofu og spurði Ingólf, sem sat í hægindastólnum og las í málgagninu: „Pabbi, hvað er að vera ást- fanginn?“ Og með dálítið angurværum ákafa: „Hvernig veit maður hvort maður er ást- fanginn eða ekki, pabbi?“ Ing- ólfur reyndi að leiða þetta tal hjá sér. Heimasætan: „Pabbi, hvað er eiginlega ást?“ Hin börnin voru farin að fá veður af þessari umræðu og tóku að safnast kringum pabba sinn. Heimasætan endurtók spurn- inguna: „Pabbi, hvað er ást eiginlega?“ Aumingja Ingólfur, hann var kominn heim eftir langan og strangan vinnudag og þráði ekkert annað en að fá að hvíla sig meðan hann var að bíða eftir kvöldmatnum. Hann var ekki upplagður fyrir svona umræður og beið bara eftir því að þær hjöðnuðu. En húsfreyja hafði heyrt allt; hún lækkaði nú undir pottun- um, tók af sér eldhússvuntuna, gekk inn í stofu og stillti sér upp, studdi höndum á mjaðmir og horfði beint í augu bónda síns með augnaráði sem sagði svo ekki varð um villst: „Sam- kvæmt mínum útreikningum átt þú að hafa orðið ástfanginn alla vega einu sinni, hér duga engin undanbrögð eins og til dæmis „Það hef ég ekki hug- mynd um“ eða annað þvíum- líkt.“ Ingólfur fann að nú var ekki undankomu auðið, hann lagði frá sér blaðið, starði dá- litla stund dreyminn út í loftið og sagði svo: „Ást er … hummm … ást er eins konar undarlegur fiðringur fyrir brjóstinu.“ Þá fóru börnin að hlæja og Önnu fannst bóndinn hafa kom- ist vel frá þessari þraut, jafnvel skákað þjóðskáldinu Ómari. En svona var Anna, alltaf fé- lagi, aldrei bara yfirvald eða út- gefandi dagskipana, heldur þátttakandi í lífi barna sinna. Og er þar komin skýringin á því sem margir hafa lengi spurt sig, hvernig geti staðið á því að svo ótrúlega margir vel gerðir og skemmtilegir einstaklingar geti komið frá einu heimili. Ég þakka hina stuttu sam- fylgd. Andrés Magnússon. Það er ekki svo langt síðan ég náði að skilja að tíminn flæðir fram með ógnarhraða þegar lífárum fer fjölgandi. Á unga aldri silast tíminn áfram og lífið er mörgum erfið bið eft- ir að aldri sé náð til að fá leyfi til eins og annars. Og síðan stóð tíminn einhvern veginn í stað við að reyna að verða al- vöruþegn, vænn og gerandi í framleiðni og umbótum, en þá var vart verið að án þess að finna til vegna tímaskorts. Svo glymur klukkan óvænt, af og til, síðan oftar og maður er aldrei viðbúinn þrátt fyrir að vænta mætti andláts vinar. Og þá er hætt við að sár söknuður setjist að hjá þeim sem komnir eru á efri ár. Þeir harma fátt meira en að sjá á bak gefandi samferðamönnum. Þeir sjá samtíð sína hverfa og ýmislegt sem var sérkenni eldri tíma fjarlægist „þótt kjarninn sé andinn og skelin leir“. En roskinn maður á engu að kvíða ef hann veit að kjarninn helst og erfðirnar eru varð- veittar og þá getur hann kvatt æðrulaust með þakklæti í hjarta fyrir samfylgdina og mætt nýjum degi með trausti á að nýjar kynslóðir skili góðum verkum. Enginn er efi að börnin hennar Önnu frænku og Ingólfs vinar míns og niðjar þeirra munu sjá um að kjarninn hald- ist sem áður var. Anna var uppalin á Grafar- gili í Önundarfirði, hjá ástríkri móður, virðulegum föður og samhuga systrum og bræðrum. Lífsstarfi hennar sem kennara, eiginkonu og móður er lokið. Börnin fimm, öll til fyrirmynd- ar, dugleg og æðrulaus. Ég var sendur í sveit í dalinn hennar Önnu og mömmu minnar þegar ég var rúmlega fimm ára. Stríðið var á leiðinni til lands- ins og foreldrum í þéttbýli var ráðlagt að koma börnum sínum í skjól. Við vorum fjögur börnin hennar mömmu sem fengum skjól í Valþjófsdalnum. Ég var svo heppinn að fá að vera hjá henni Jónu Reinharðardóttur og Hallgrími á Grafargili. Þannig varð móðir hennar Önnu fyrsta konan sem ég varð skotinn í. Með rósemi sinni og góðvild fylgdist hún með mér og hjálp- aði mér að skilja að dagdraum- ar geta líka verið gefandi og þess vegna vildi ég dvelja hjá henni eins oft og kostur var. Aftur lágu leiðir okkar Önnu saman, því hann Ingólfur starfsfélagi minn og góðvinur vermdi hennar tilveru með ást, virðingu og kærleik á vegferð þeirra á lífsins ólgusjóum. Ást- in var þeirra leiðarljós. Anna erfði allt sem móðir hennar var, bæði kjarna og skel. Með rósemi og góðvild gaf hún börnum sínum mikið og gott veganesti og styrkti Ingólf sinn í verkum hans. Hann var rafveitustjóri á Norðurlandi eystra. Ingólfur var í bæjarstjórn Akureyrar 1962-1982 og bæjar- ráðsmaður meginhluta þess tíma. Hann átti ríkan þátt í stofn- un Hitaveitu Akureyrar og var formaður hitaveitunefndar og fyrsti formaður stjórnar, sat í stjórn Laxárvirkjunar, Slipp- stöðvarinnar og Sparisjóðs Akureyrar, og var knattspyrnu- maður á sínum yngri árum og Þórsari alla tíð. Ingólfur lést 26. ágúst 2004. Innilegar kveðjur til ykkar allra sem fenguð notið kærleika Önnu, hennar er sárt saknað, en orðstír deyr aldregi. Guð blessi minningu Önnu Ingi- bjargar, þökk fyrir allt og allt. Anna var söm í ósk sinni og dáð og um leið hetja af sannleikans náð. Erling Garðar Jónasson. Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir Elsku amma. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Ég veit hins vegar að þér líð- ur betur núna og ég vil trúa því að nú séuð þið afi saman, það gerir tilhugsunina bærilegri. Ég er viss um að það hafa orðið fagnaðarfundir og hann hefur tekið vel á móti þér. Þegar ég lít til baka er margt sem rifjast upp og mig langar að stikla á stóru hér. Stærstan hluta minnar skóla- göngu kom ég heim til ykkar afa eftir skóla. Það var svo notalegt og alltaf fékk ég eitthvað gott að borða. Sigríður Ásgeirsdóttir ✝ Sigríður Ás-geirsdóttir fæddist 29. janúar 1929. Hún lést 3. nóvember 2015. Útför hennar fór fram 20. nóvember 2015. Enn í dag eru fiskibollurnar þín- ar með remúlaðinu þínu eitt það besta sem ég fæ. Það var oft mik- ill gestagangur á heimilinu. Ég sat oftar en ekki við eldhúsborðið með ykkur fullorðna fólkinu og hlustaði á ykkur spjalla, það sem mér fannst það skemmtilegt. Sögurnar frá því þú varst lítil, hvernig þú fórst út í læk eftir vatni og hvernig lífið var áður en rafmagnið kom til sög- unnar. Mér fannst þú helst eiga heima á Þjóðminjasafninu á þeim tíma. Þið afi voruð alltaf mjög áhugasöm um hvernig mér gengi í skólanum og ég fann vel hvað þið voruð stolt af mér, það leyndi sér ekki. Sagan af því þegar þú ferðaðist um allan bæ í strætó með kónguló í hárinu. Það er ekki hægt annað en að brosa við tilhugsunina. Þegar ég sá ykkur afa taka út úr ykkur tennurnar í fyrsta sinn, augun í mér hafa aldrei verið jafn stór og kjálkinn aldr- ei sigið neðar en einmitt þá. Útvarpið var iðulega frekar hátt stillt, enda þú yfirleitt að djöflast eitthvað á meðan þú hlustaðir. Í minningunni hljóma dægurlagaperlur, harmonikku- söngvar og veðurfréttir til skiptis. Um leið og sást í sól varst þú mætt út í garð með sóltjaldið, dýnur og stóla. Það var sólar- landastemning í garðinum við fjölbýlishús á Háaleitisbraut eins og ekkert væri eðlilegra. Þú og afi í göngutúrum í samstæðum, æpandi, marglit- um krumpugöllum. Stundirnar við saumavélina þína. Þú kenndir mér og leyfðir mér að sauma út í hið óendan- lega. Sjaldan, ef nokkurn tíma, saumaði ég eitthvað af viti enda erfði ég ekki snefil af þeirri handlagni sem þú bjóst yfir. Fyrir ekki svo löngu fengum við Baldvin að koma til þín korter í jól til að klára svuntur sem við ætluðum að gefa í jóla- gjafir. Skemmst er frá því að segja að svunturnar komust undir jólatréð með smá hjálp frá ömmu. Allar góðu spilastundirnar þar sem annað hvort var spiluð vist eða partí3spil. Ég var ung þegar þú, mamma og Marta kennduð mér að spila vist. Það voru yndislegar stundir sem við áttum saman, mikið hlegið og mikið gaman. Og partíspilin – það sem þú gast hlegið að okk- ur hinum vitleysingunum æsa okkur. Matarvenjurnar, sem voru svolítið sérkennilegar á köflum. Þú sankaðir að þér fituröndum og öðru sem hinir skáru af, þú saugst merginn úr lærisneiðum (sem ég er ekki einu sinni viss um að sé ætur) og þú borðaðir augun í silungum. Ömmulegra verður það ekki. Að síðustu minnist ég allra dásamlegu stundanna sem við höfum átt saman í Borgarseli. Allar þessar minningar ylja og hlýja og munu alltaf gera. Takk fyrir allt, elsku amma, ég bið að heilsa afa. Sjáumst, þín Berglind. Það er sárt að kveðja. Engan veginn bjóst ég við því að ég myndi kveðja þig strax, kveðja þig svona snemma. Þú áttir eftir að áorka svo miklu og ætlaðir þér stóra hluti í komandi framtíð. Tíminn sem maður tók sem svo sjálfsagðan áður er nú orðinn að gulli og maður hefur, því miður á þennan máta, lært að meta hann svo um munar. Við töluðumst reglulega við í síma og þú sagðir mér fréttir af fólkinu okkar, veiðiævintýrum þínum og hugmyndum þínum sem oft á tíðum voru jú stór- fenglegar. Þú hafðir líka reglulegan áhuga á að hlusta á og fá fréttir að sunnan frá mér. Þú varst ávallt svo stoltur af mér og hrós- aðir mér oft. Þú naust þess að heyra þegar allt gekk mér í hag og þá sérstaklega þegar ég hafði snúið ýmsum aðstæðum mér í vil. Jafnframt léðir þú mér eyra þegar illa gekk, þegar mér leið illa eða eitthvað lá mér á hjarta. Þú varst alltaf tilbúinn að að- stoða þó svo að stundum væri einnig þröngt í búi hjá þér sjálf- um. Ég gat alltaf leitað til þín og átti alltaf kærleiksstað hjá þér. Þú varst spenntur fyrir fram- tíð minni með Ingþóri og Há- koni syni hans. Þú hlakkaðir svo til að fá að hitta þá báða. Þú varst svo ham- ingjusamur að heyra af því að ég væri á vissan hátt að takast á við stjúpmóðurhlutverkið og þú værir einnig á vissan hátt mögu- Jón Sigurðsson ✝ Jón Sigurðs-son fæddist 9. september 1956. Hann lést 29. októ- ber 2015. Útför Jóns fór fram 12. nóvember 2015. lega að eignast part í afabarni, þú hafðir svo gaman af litla fólkinu og að fylgj- ast með því vaxa og dafna. Fjarlægðin á milli okkar í kílómetrum var oft mjög mikil en við reyndum þó ávallt að láta það ekki hafa áhrif á samband okkar. Maður getur þó lengi dvalið við orðin: hefði, ætlaði og hefði getað, en slík orð draga aðeins fram neikvæðar tilfinningar og skyggja á allt það góða sem við áttum saman í gegnum lífsleið- ina. Ég mun ávallt standa í þakk- arskuld við þig fyrir að hafa kennt mér á lífið, fyrir að hafa gert mig sjálfstæða, sterka og jafnframt ofur duglega. Ég þakka þér fyrir að hafa kynnt mig fyrir náttúrunni, rónni og veiðidellunni. Takk fyrir að hafa með mikl- um sóma gengið með mig upp að altarinu á sínum tíma. Takk fyr- ir að hafa verið hjartagóður og yndislegur faðir. Ég mun seint gleyma öllum okkar stundum sem við áttum saman og ekki síst síðustu stund okkar saman, sem við áttum eft- ir andlát þitt, þú varst svo fal- legur og friðsæll. Það var ynd- islegt að fá að strjúka um fallega hárið þitt, vefja fingrum mínum yfir fingur þína og kyssa þig seinasta kossinum á vang- ann. Ég mun ávallt minnast þín og elska þig alltaf, elsku pabbi minn. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir. Þegar ég fékk símtalið um miðja nótt grunaði mig að þetta væri símtalið sem ég var búin að kvíða fyrir í langan tíma. Það er skrítið til þess að hugsa að Guðjón sé látinn, og þó maður telji sig hafa verið undirbúinn fréttunum situr maður sleginn og sorgmæddur. Gaui var ynd- islegur, góður og skemmtilegur strákur. Hann var einstaklega þolinmóður og ég hef fáum kynnst sem eru jafn hjálpsamir og hann var. Hann tók öllu með jafnaðargeði, að veikindum sín- um meðtöldum, og náði að slá öllu upp í eitthvað grín, nefndi t.d. hvað hann væri nú bara heppinn að fá að eyða svona miklum tíma með sætu hjúkk- unum sem stjönuðu við hann. Hann var sannarlega maður fárra orða en samt sem áður gátu öll símtöl dregist á langinn því hann var oft svo dásamlega vandræðalegur og gat ekki með nokkru móti átt frumkvæðið að því að slíta samtölum. Það kom sér mjög vel þegar við töluðum saman fyrr á árinu og hann hringdi í mig til Ástralíu. Það símtal varði lengi en þó hugsa ég í dag að það var ekki nógu lengi og ég vildi að það væri enn í Guðjón Sigurjónsson ✝ Guðjón Sig-urjónsson fæddist 3. sept- ember 1981. Hann lést 22. október 2015. Útför Guðjóns fór fram 6. nóv- ember 2015. gangi. Þrátt fyrir að hann hafi haft hörmulegasta kvik- mynda- og sjón- varpsþáttasmekk sem um getur gát- um við eytt mörg- um stundum uppi á lofti að horfa á kassann saman og skemmt okkur vel. Ég taldi mig hafa unnið mikið afrek þegar mér tókst að fá hann til þess að horfa á heila seríu af Greýs Anatomy, sem Gauja fannst ekki beint gott sjónvarps- efni, en það sýnir ágætlega hvernig hann setti þarfir og ósk- ir annarra fram fyrir sínar eigin í flest öllu. Á allt of stuttri ævi hafði hann marga hildina háð og glímt við erfið veikindi og sjúk- dóma sem því miður var erfitt að stjórna. En ég mun ekki hugsa um það þegar ég hugsa til hans. Ég mun alltaf minnast Guðjóns sem glaðlega, hjálpsama og góða drengsins sem ég var svo heppin að kynnast í álverinu, sem hafði svo fallegt og breitt bros, stórar og heitar hendur og hjarta úr gulli. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu Guðjóns og allra þeirra sem eiga um sárt að binda á þessum erf- iðu tímum. Hrafnhildur H.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.