Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 100
100 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
✝ Þóra Haralds-dóttir fæddist í
Reykjavík 19. nóv-
ember 1951. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 14.
nóvember 2015.
Foreldrar Þóru
voru Guðrún Arn-
grímsdóttir verka-
kona, f. 10.6. 1930,
d. 19.3. 1992, og
Haraldur Einars-
son kaupmaður, f. 8.8. 1927, d.
13.6. 2007. Uppeldisfaðir Þóru
var Benjamín Jóhannesson, f.
29.10. 1922, d. 6.9. 2013.
Systkini Þóru, sammæðra,
eru Arngrímur Benjamínsson,
f. 9.9. 1954, Sverrir Benjamíns-
1982. Maður hennar er Jens
Pétur Kjartansson, f 17.3. 1976.
Synir þeirra eru Óskar Ingi, f.
17.10. 2004, og Elías Bjarni, f.
2.3. 2009. 2) Haraldur Bjarni
Óskarsson, f. 17.2. 1992.
Þóra bjó fyrst um sinn í
Hafnarfirði en fluttist þriggja
ára á Seltjarnarnes þar sem
hún ólst upp. Árið 1977 hóf hún
sambúð með Óskari, fyrst á
Fálkagötu og svo í Asparfelli.
Frá árinu 1985 bjuggu þau í
Vesturbergi 52.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Mýrarhúsaskóla og verslunar-
prófi frá Verslunarskóla Ís-
lands. Hún vann í Ísbirninum á
unglingsárunum en hóf störf
hjá Landssímanum árið 1970 og
starfaði þar í 45 ár.
Útför Þóru fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 26.
nóvember 2015, kl. 13.
son, f. 31.10. 1955,
Jóhannes Geir
Benjamínsson, f.
17.12. 1962, og
Snjólaug Benja-
mínsdóttir, f. 15.11.
1966. Systir Þóru,
samfeðra, er Guð-
rún Haraldsdóttir,
f. 24.7. 1963.
Þóra giftist
17.11. 1979 Óskari
Ármannssyni, f.
16.9. 1953. Foreldrar hans voru
Ármann Bjarnfreðsson, f. 20.3.
1928, d. 9.6. 1988, og Kristín
Óskarsdóttir, f. 27.7. 1925, d.
22.8. 2012.
Börn Þóru og Óskars eru 1)
Harpa Óskarsdóttir, f. 7.1.
Við Þóra kynntumst á Costa
Brava á Spáni síðsumars 1977 og
hófum sambúð þá um haustið.
Eins og gengur með ungt fólk
sem fer að búa réðumst við í
íbúðarkaup.
Fyrst í Asparfelli og svo í
Vesturbergi þar sem við höfum
búið síðan. Við eignuðumst og ól-
um upp tvö yndisleg börn og nú
hafa bæst við tvö barnabörn.
Þóru var mjög umhugað um
fjölskylduna. Við nutum þess að
ferðast saman. Á sumrin var
gjarnan farið í útilegu með litla
hjólhýsið, þá oft í samfloti með
hennar stórfjölskyldu og naut
hún mjög þeirrar samveru. Þá
var einnig ferðast til útlanda, ým-
ist tvö saman, með fjölskyldunni
eða kærum vinum.
Þóra hafði mikinn áhuga á fót-
bolta og öðrum íþróttum. Liver-
pool var hennar lið á Englandi og
fórum við á Anfield ásamt Har-
aldi, syni okkar, haustið 2006 og
var það mikil upplifun fyrir hana.
Fram var hennar lið hérna heima
og fylgdist hún vel með íslensku
landsliðunum bæði í handbolta og
fótbolta.
Þóra var ákaflega trygglynd,
bæði gagnvart fjölskyldu, stór-
fjölskyldu, vinum, vinnufélögum
og vinnustað.
Við vorum farin að huga að efri
árum og ævikveldi þegar hún
kenndi sér meins. Hún greindist
með krabbamein sumarið 2013.
Þóra hefur dvalið á sjúkrastofn-
unum frá því í febrúar og háð
harða baráttu af miklum dugnaði.
Í hennar orðaforða voru ekki til
orðin að gefast upp en hún varð
þó að játa sig sigraða að lokum.
Betri lífsförunaut en Þóru hefði
ég ekki getað hugsað mér.
Um leið og ég þakka Þóru
minni samfylgdina þakka ég öllu
því heilbrigðisstarfsfólki er ann-
aðist hana af alúð.
Óskar Ármannsson.
Í dag kveðjum við elsku
mömmu okkar. Síðustu mánuðir
hafa verið erfiðir en á sama tíma
okkur mjög dýrmætir þar sem
við áttum góðar stundir saman
við spil og spjall um heima og
geima.
Mamma var mikil fjölskyldu-
kona. Við systkinin erum fædd
með 10 ára millibili en aldursbilið
hefur aldrei haft áhrif á samband
okkar enda kenndi mamma okk-
ur mikilvægi fjölskyldunnar
strax frá fæðingu. Hún lagði
mikla áherslu á að við værum
góðir vinir og að við nytum sam-
vista sem oftast. Eftir að hún
greindist fjárfestu þau pabbi í
sumarbústað sem fékk nafnið
Þórugerði og sagði hún að nú
værum við komin með stað sem
við gætum alltaf átt og verið á
saman. Við minnumst með hlýju
ótal ferða með fjölskyldunni í
„flotholtinu“ sem er litla hjólhýs-
ið hennar og pabba sem og hvers-
daglegra samverustunda heima í
Vesturberginu í gegnum tíðina,
en þó að eldri unginn hafi yfirgef-
ið hreiðrið hefur nr. 52 ávallt ver-
ið annað heimili litlu fjölskyld-
unnar. Hún var dásamleg amma
og gaf sér alltaf góðan tíma með
litlu gullmolunum sínum, naut
þess að dekra þá og leika við þá.
Hún var mikil fótboltaunnandi
sem smitaðist yfir í soninn og
barnabörnin. Ömmustrákarnir
fengu Liverpool-boli á fæðingar-
deildinni enda mikilvægt að
kenna þeim rétt í þessum efnum
strax frá upphafi. Hún lifði sig
mikið inn í leikina og varð litlum
ömmudreng í fyrstu svolítið
brugðið að sjá ömmu í fótbolta-
ham. Nú situr sá hinn sami og er
eins og spegilmynd ömmu sinnar
þegar hann horfir á sína menn og
hvetur þá til dáða í gegnum sjón-
varpið.
Það var ógleymanleg stund
þegar hún fór á Anfield um árið,
langþráður draumur varð að
veruleika og tár streymdu niður
kinnarnar þegar sálmurinn You’ll
Never Walk Alone var spilaður á
vellinum.
Hún snerti líf margra og höf-
um við fengið kveðjur víðsvegar
að, allt frá gömlum vinum til heil-
brigðisstarfsmanna sem önnuð-
ust hana af mikilli alúð síðustu
mánuðina. Hún var hreinskilin og
sagði hlutina eins og þeir voru,
hún var ákveðin og vissi hvernig
hún vildi hafa hlutina allt fram á
síðustu stundu.
Mamma var alltaf til staðar
fyrir okkur, hvatti okkur til að
fylgja draumum okkar og hugg-
aði þegar það var erfitt. Hún
sýndi okkur að með þrautseigju
er hægt að komast langt. Við
fengum gott veganesti frá henni
og munum hugsa vel hvort um
annað eins og við lofuðum.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Við elskum þig, alltaf.
Harpa og Haraldur Bjarni.
Elsku amma Þóra okkar er
farin til foreldra sinna og nú er
hún ekki veik lengur. Hún var
frábær amma sem var alltaf til í
knús.
Hún átti heima rétt hjá okkur
og við vorum alltaf velkomnir í
heimsókn. Hún elskaði fótbolta
og hafði alltaf gaman af því að
skoða fótboltamyndirnar okkar
og sagði okkur ýmislegt um leik-
mennina. Hún var líka alltaf til í
að fíflast svolítið eins og að blása
sápukúlur í stofunni, líma lím-
miða í andlitið og prufa allskonar
hatta og hárkollur. Okkur fannst
alltaf svo skemmtilegt að ferðast
með ömmu á sumrin, hjólhýsið og
sumarbústaðaferðirnar með fjöl-
skyldunni þar sem við spiluðum
saman, fengum kex fyrir háttinn
og ís á hverjum degi.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili.)
Takk fyrir að vera besta amma
sem hægt er að hugsa sér.
Óskar Ingi og Elías Bjarni.
Ég var smápeyi fyrir um það
bil 40 árum þegar Þóra mágkona
fór að vera með bróður mínum,
honum Óskari, mér finnst því
eins og ég hafi þekkt hana allt
mitt líf. Þegar Óskar og Þóra fóru
að búa saman þá gisti ég oft hjá
þeim þegar að ég var í Reykjavík
og alltaf fannst mér mjög gott að
koma til þeirra og vera hjá þeim.
Síðar þegar ég sem ungur
námsmaður flutti til Reykjavíkur
þá flutti ég inn á heimilið til
þeirra og bjó þar í nokkur ár. Ég
kynntist þá Þóru nokkuð vel og
fékk að upplifa hversu einstök
manneskja hún var. Eftir því sem
ég hef elst þá hef ég betur skilið
að það er ekki sjálfgefið að taka
einstakling inn á heimilið til sín
og láta honum svo virkilega líða
þannig að hann sé einn af fjöl-
skylduni og eigi heima þar. En
þeim hjónum tókst það svo
sannarlega og Þóra hafði svo ein-
staklega gott og mikið jafnaðar-
geð, aldrei þennan tíma sem ég
bjó hjá þeim sá ég Þóru skipta
skapi, hún var alltaf svo jákvæð
og það var alltaf svo gott að ræða
við hana.
En þó hún hafði þetta góða
lundarfar þá var hún samt mjög
ákveðin og mikil baráttukona.
Sjálfsvorkunn eða uppgjöf var
ekki til í hennar orðaforða og
áfram barðist hún alltaf sama
hvaða mótbyr hún lendi í. Þannig
var það líka þegar hún greindist
með ólæknandi sjúkdóm og vitað
var að horfur voru ekki góðar.
Þóra gafst ekki upp og barðist á
meðan að hún hafði þrek til og í
raun miklu lengur en það.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund þá á ég ekki til orð til að
lýsa því þakklæti sem ég finn til
Þóru fyrir allt það góða sem hún
gerði fyrir mig þau ár sem ég
þekkti hana.
Ég finn nú til eftirsjár yfir því
að hafa ekki tjáð henni betur
hversu vænt mér þótti um hana
og hversu mikið þakklæti ég bar
til hennar.
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til Óskars,
Hörpu, Haraldar Bjarna og allr-
ar fjölskyldunar. Megi Guð
styrkja ykkur í ykkar sorg og
minningin um góða konu mun
ætíð lifa.
Sigurbergur Ármannsson.
Þegar Þóra byrjaði að vinna
hjá Símanum þann 1. júlí 1970
voru fjarskiptin með öðru sniði
en nú er. Á þessum tíma voru
tölvur ekki í almenningseign, far-
símar voru ekki til, sveitasíminn
var enn á mörgum bæjum og
panta þurfti símtöl til útlanda.
Þóra tók þátt í stærstu byltingu í
fjarskiptamálum Íslendinga sem
hafa og munu líklega eiga sér
stað. Á þeim hátt í 45 árum sem
Þóra starfaði hjá Símanum og
Mílu var talsíminn lagður inn á
öll heimili á landinu, ljósleiðari
var lagður hringinn um landið og
sæstrengir lagðir til útlanda.
Gagnaflutningur margfaldaðist á
hverju ári og gerir enn. Heimili
landsins hafa nú flest aðgang að
hágæða gagnaflutningsþjónustu
og nú er hægt að panta flug og
gistingu á örfáum mínútum hvert
á land sem er eða koma skila-
boðum til vina og vandamanna á
örfáum sekúndum.
Þóra vann lengst af sem ritari
framkvæmdastjóra fjarskipta-
nets Símans. Á árinu 2007 var
fjarskiptanetinu skipt upp og
Þóra ásamt grunnstoðum fjar-
skiptanetsins fluttust yfir í nýtt
fyrirtæki, Mílu, þar sem hún
vann við bókhald. Þóra var vand-
virk og samviskusöm og vorum
við heppin að hafa hana í okkar
röðum. Það var sjaldgæft að hún
væri frá vegna veikinda og yfir-
leitt var hún mætt manna fyrst.
Við á fjármálasviði Mílu söknum
þess mikið að heyra hana ekki
lengur lesa upp skondnar fréttir
sem hún sá á fréttaveitunum og
smitandi hlátur hennar sem
fylgdi með. Hún hugsaði vel um
„strákana sína“, skammaði þá
þegar þeir voru ekki að skila
skýrslum rétt af sér en passaði
einnig vel upp á þá. Litu þeir á
hana sem hálfgerða mömmu sína
– þrátt fyrir að sumir þeirra væru
á svipuðum aldri. Sumarið 2013
greindist hún með alvarlegan
sjúkdóm og varð hún þá frá að
hverfa. Veikindum sínum tók hún
af æðruleysi þótt tíminn síðustu
mánuðina hafi verið sérlega erf-
iður. Við hjá fjármálasviði Mílu
vottum fjölskyldunni, Óskari,
Hörpu og Haraldi, tengdasyni og
barnabörnum okkar innilegustu
samúð.
Fyrir hönd fjármálasviðs Mílu,
Sigrún Hallgrímsdóttir.
Með söknuði kveð ég mömmu
bestu vinkonu minnar, Þóru.
Lífsvilji hennar var mikill og
barðist hún hetjulega fyrir lífi
sínu. Hún ætlaði að sigrast á
veikindum sínum en því miður
varð hún að lúta í lægra haldi.
Minningar mínar um Þóru eru
góðar og hlýjar.
Það var alltaf mikil gleði sem
fylgdi Þóru og nærveru hennar.
Hún var ávallt til staðar fyrir
okkur vinkonurnar tvær, sama á
hverju gekkog ávallt fékk maður
góð ráð með sér í veganesti út í
lífið.
Heimili hennar og Óskars var
„annað“ heimili mitt á unglings-
árunum, þar ríkti ást og um-
hyggja og maður var alltaf vel-
komin.
Margar góðar stundir átti ég í
nr. 52. Þóra hafði mikinn áhuga á
fótbolta. Liverpool var hennar lið
og gleymi ég því seint þegar hún
byrjaði að rífast við leikmennina
um að gera hitt og þetta en ekki
svona og hinsegin, hún fór á kost-
um en jafnframt var hún stolt af
mönnunum „sínum“.
Hún unni börnunum sínum
heitt, umvafði þau ást og um-
hyggju ásamt manninum sínum,
sem stoð þeirra og stytta, allt til
seinustu stundar. Elsku Harpa,
Óskar, Haraldur, Jens, Óskar
Ingi og Elías Bjarni, megi Guð
vaka yfir ykkur og styrkja í sökn-
uðinum og sorginni.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Emilía J. Guðjónsdóttir.
Þóra Haraldsdóttir
Núna er Magga
vinkona fallin frá.
Mikið sakna ég þín,
kæra vinkona.
Ég kynntist Möggu fyrir rúm-
lega 29 árum í gegnum systur
hennar Unu, en síðustu 15 árin
hef ég verið meira í sambandi við
hana því Gunnar, sonur minn, og
sonur Möggu, Árni, léku sér
saman þegar þeir voru yngri.
Magga mátti aldrei neitt aumt
sjá – þá rétti hún fram hjálp-
arhönd, einnig hugsaði hún fal-
lega um móður sína eins og
systkini hennar. Ég hitti Möttu
oft hjá mömmu hennar síðustu
15 árin í Kötlufellinu og þá var
spjallað mikið og stundum spáð í
bolla. Síðasta eitt og hálfa árið
vorum við meira í sambandi þeg-
ar hún flutti með Erlingi, manni
sínum, í Unufellið. Bjó ég ská-
hallt á móti þeim, í Fannarfelli.
Við vorum farin að labba saman í
hverfinu og fór ég oft í kaffibolla
til hennar. Það er synd, Magga
mín, að þið Erlingur skylduð
ekki fá að njóta lengur hjóna-
bandsáranna og íbúðarinnar sem
Margrét María
Einarsdóttir
✝ Margrét MaríaEinarsdóttir
fæddist 15. nóv-
ember 1957. Hún
lést 18. október
2015.
Útför Margrétar
Maríu fór fram 29.
október 2015.
þið keyptuð saman.
Núna hef ég eng-
an til að ganga með.
Daginn sem ég
frétti af láti Möggu
var eins og hjartað
væri rifið úr mér,
þegar manneskja
eins og Margrét
fellur frá er bara
eins og helmingur-
inn af manni deyi.
Magga var sann-
kölluð perla sem var tekin allt of
fljótt frá okkur. Guð geymi þig,
elsku Magga, þú ert þar sem
englarnir eru. Áður en þú fórst
varst þú engill fólksins. Núna
ertu engill uppi á himni, ég kveð
þig, elsku vinkona. Ég sendi Er-
lingi, Esra, Árna, Láru, Ingu,
sonum Erlings og tengdadætr-
um, barnabörnum, móður henn-
ar og systkinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Þú lést á sunnudegi, mikil er
sorgin þegar englar eins og
Magga hverfa á braut. Fallega
stóra hjartað þitt hætti að slá.
Við göngum ekki saman oftar
nema í huga mér. Það er eins og
liljurnar segja: Talið við okkur
blómin, sumir segja að við hitt-
umst öll aftur en samt er sorgin
til staðar. Lífið er eins og vega-
salt uns við hittumst öll á ný.
Horfinn er stór engill, Guð
geymi þig.
Ingibjörg Gréta
Kristínardóttir.
✝ Guðbjartur S.Guðlaugsson
fæddist í Hok-
insdal í Arnarfirði
4. október 1932.
Hann lést 30. sept-
ember 2015 í
Vínarborg í
Austurríki.
Foreldrar Guð-
bjarts voru Guð-
ríður Ó. Þorleifs-
dóttir og
Guðlaugur Egils-
son, bændur í Hok-
insdal. Systkini
hans voru Jón,
Kristín, Þorleifur,
Guðlaug og Val-
geir, þau eru öll
látin.
Útför Guðbjarts
fór fram 30. sept-
ember 2015 í Rax-
endorf í Austur-
ríki.
Fallinn er frá Guðbjartur S.
Guðlaugsson. Á sínum æskuárum
í Hokinsdal tók Guðbjartur þátt í
frjálsum íþróttum á vegum Ung-
mennafélags Íslands, með góðum
árangri. Hann iðkaði síðan íþrótt-
ir og útivist allt sitt líf.
Guðbjartur stundaði nám við
Handíða- og myndlistaskólann í
Reykjavík og lauk síðan fram-
haldsnámi í myndlist við Aka-
demie fur angewandte Kunst í
Vín.
Hann vann að list sinni jafn-
hliða starfi sínu við auglýsinga-
gerð. Hann hélt nokkrar einka-
sýningar í Reykjavík og í
Austurríki. Verk eftir hann má
finna í opinberum byggingum og
listasöfnum í Austurríki.
Í Vín kynntist hann eiginkonu
sinni, Viktoríu Wickenhauser,
sem nú er látin. Þau eignuðust
eina dóttur, Katrinu Mariu, og er
hún búsett í Salzburg. Guðbjart-
ur er jarðsettur við hlið konu
sinnar í Raxendorf í Austurríki.
Hafi hann þökk fyrir allt og
allt.
Fyrir hönd frændsystkina,
Marý Anna Hilmars
Hjaltadóttir.
Guðbjartur S.
Guðlaugsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Minningargreinar