Morgunblaðið - 26.11.2015, Side 108

Morgunblaðið - 26.11.2015, Side 108
108 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Engin kemísk efni • Ódýrara • Tímasparnaður • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Vinnuvistvænt • Minni vatnsnotkun Nýja ENJO vörulínan er komin á markað Ferskari, líflegri og enn meiri gæði Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég byrjaði ekki að skrifa söguna fyrr en ég var að verða viðþols- laus. Og það á við um flestar mín- ar bækur,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur með meiru, þegar við ræðum nýja skáldsögu hans, Endurkomuna. Óþolið staf- aði af því að per- sónur sögunnar voru orðnar mót- aðar í huga hans og þurftu að komast á papp- írinn. En hvern- ig vinnur Ólafur Jóhann að sög- um sínum; þaul- hugsar hann persónur og atburði áður en hann byrjar að skrifa eða mótast það að einhverju leyti jafnóðum þegar hann skrifar? „Áður en ég byrja eru viðfangs- efni sem ég hef áhuga á komin í hugann en síðan ráða persónurnar ferðinni – í þessari sögu er það hálfíslenskur læknir í New York, Magnús Colin, og persónan þarf að búa með mér um tíma og mót- ast. Áður en ég byrjaði að skrifa hafði Magnús eflaust verið í höfð- inu á mér í eitt ár. Og eins og ég sagði þá hófst ég ekki handa fyrr en mig var farið að klæja í fing- urna, ég var búinn að halda aftur af mér um tíma, og persónan var farin að banka nokkuð harkalega inni í mér og vildi komast út. Fyr- ir vikið var Magnús orðinn býsna mótaður og réði nokuð ferðinni í framhaldinu. Þegar ég skrifa skáldsögur mínar þarf ég síðan sjaldan að stoppa og velta fyrir mér hvað persónurnar myndu gera í stöðunni sem blasir við, það á að liggja nokkuð ljóst fyrir.“ Endurkoman er afar grípandi samtímasaga sem er skrifuð af mikilli snerpu, er haganlega byggð, og gerist að stórum hluta í New York-borg þar sem höfund- urinn hefur, eins og menn þekkja, verið búsettur um langt árabil og starfað að skriftum en jafnframt í mörg undanfarin ár verið aðstoð- arforstjóri fjölmiðlarisans Time Warner. Magnús Colin elst reynd- ar upp á Englandi, einkabarn ís- lenskrar móður sem er píanóleik- ari og föður sem gefur út tónlist. Hann fetar hinsvegar allt aðra leið í lífinu en þau, nemur læknisfræði og helgar sig rannsóknum á fólki sem er fullkomnlega lamað og reynir hann að komast að því hvort heili þess starfar enn. Lendir í púðurtunnu „Í sögunni fléttast saman þrír þræðir: líf og starf læknisins, ást- arsamband hans við argentínskan dansara og ákveðið uppgjör við foreldrana,“ segir Ólafur Jóhann. „Læknirinn er staddur á vegamót- um þar sem fortíðin leitar á hann og tengist því sem hann er að fást við í sínu starfi, þar sem hann leit- ar að vitsmunum í algjörlega löm- uðu fólki. Fyrir mörgum árum fékk ég áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað upp á ensku „locked- in syndrome“, las mér mikið til um það og þá ekki síst um enskan lækni sem hefur verið frumköðull í rannsóknum á þessu ástandi. Fólk getur orðið fyrir slysi, fengið heilablóðfall eða lömunin stafað af sjúkdómi, fólkið verður ófært um að tjá sig og er oft álitið heiladautt en þessi Breti sem var mér ákveð- in fyrirmynd hvað vísindaþátt sög- unnar varðar var sannfærður um að einhverjir hlytu að vera með rænu og hannaði vél, sambland segulómtækis og tölvubúnaðar sem fólki er rennt inn í. Það er síðan spurt spurninga og ef það skilur „Persónan var farin að banka nokkuð harkalega“  Ólafur Jóhann Ólafsson sendir frá sér skáldsögu eftir fjögurra ára hlé  Í Endurkomunni segir frá hálfíslenskum lækni í New York Ljósmynd/Ahron R. Foster Rithöfundurinn „Ætli þetta sé ekki ákveðið bergmál af manni sjálfum, með fæturna í tveimur heimum og jafnvel fleirum,“ segir Ólafur Jóhann um sögusvið nýju skáldsögunnar og aðstæður aðalpersónunnar í New York-borg. Nýlókórinn/Íslenski hljóðljóðakór- inn heldur hljóðleikana Ég sakna ekki framtíðarinnar í salnum Gym & tonic á Kex hosteli í kvöld kl. 20. Kórinn mun frumflytja þrjú ný verk eftir þrjá höfunda sem nálgast kór- inn á ólíkan hátt. Nýtt verk eftir Harald Jónsson myndlistarmann, „Fet“, verður frumflutt en hann hef- ur kannað um langt skeið í gjörn- ingum sínum skynjun og upplifun manneskjunar í tíma og rúmi, eins og segir í tilkynningu. Í nýju „Fjalli“, nýju verki ljóð- skáldsins Jóns Arnar Loðmfjörð, Lomma, er brugðið á leik með hljómfall, merkingu og merking- arleysu ólíkra textabrota sem kallast á við eitt málverka Jóhannesar Kjar- vals og Hörður Bragason, tónskáld og einn kórstjóri Nýlókórsins, nálg- ast kórinn sem líkamlegan og hljóð- legan skúlptúr í nýju verki sínu, „Edik-önd“. Nýlókórinn eða Íslenski hljóðljóðakórinn var stofnaður árið 2003 og sérhæfir sig í flutningi hljóð- ljóða og gjörninga og hefur allt frá stofnun komið fram við ýmis tæki- færi og á ýmsum hátíðum á borð við Listahátíð í Reykjavík, Tectonics Reykjavík auk annarra hátíða. Miðaverð er 1.000 kr. og er tekið fram að atriði á hljóðleikunum geti valdið viðkvæmu fólki óþægindum. Geta valdið óþægindum Frumflutt Úr nótum verks Haraldar Jónssonar, „Fet“, sem verður frumflutt á hljóðleikum Nýlókórsins á Kex hosteli í kvöld ásamt tveimur öðrum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.