Morgunblaðið - 26.11.2015, Side 121

Morgunblaðið - 26.11.2015, Side 121
MENNING 121 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Uppreisnin gegn hinu illaKapítól gengur vonumframar og stefnir allt í aðuppreisnarmenn muni ná að steypa hinum kaldrifjaða Snow forseta (Donald Sutherland) af stóli áður en um langt líður. Katniss Everdeen (Jennifer Lawrence), hetja uppreisnarinnar, er þó að jafna sig eftir það áfall að útsendarar Kapítól hafa náð að heilaþvo ástvin hennar, Peetu Mellark (Josh Hutc- herson), í tilraun til þess að ráða hana af dögum. Katniss ákveður því í hefndar- skyni að ráða Snow forseta af dög- um, en leiðin að honum er síður en svo greið. Þegar herir uppreisnar- manna hefja innreið sína inn í Kapít- ól verður fljótlega ljóst að Snow ætl- ar sér ekki að gefa þumlung eftir án bardaga, og lætur leikjasmiðum sín- um eftir að búa til síðustu hungur- leikana, sem verða jafnframt þeir banvænustu. Katniss mun því þurfa að feta sig hægt og bítandi í átt að forsetahöll- inni og örlögum sínum, á sama tíma og hún þarf að ákveða sig, hvort hún geti fyllilega treyst forsprökkum uppreisnarinnar fyrir því verkefni að endurreisa lýðræðið í Panem. Þannig hljómar söguþráður fjórðu myndarinnar sem gerð er eftir Hun- ger Games-þríleik Suzanne Collins. Þegar fyrri hlutinn kom út í fyrra höfðu margir efasemdir um gildi þess að slíta þriðju bókina í sundur í tvo hluta. Það verður þó að viður- kennast að með því aukna svigrúmi sem fékkst með þeirri uppskiptingu hefur tekist að búa til stórkostlegt sjónarspil sem hnýtir flesta lausa enda úr fyrri myndum listilega vel saman. Mikið mæðir á Lawrence Sem fyrr er það Jennifer Lawrence, sem ber af í hlutverki Katniss Ever- deen, stúlkunnar sem varð óvænt að táknmynd byltingar. Það mæðir ögn meira á Lawrence í þessari mynd en hinum fyrri, þar sem aðaláherslan er á sendiför Katniss í hjarta Kapítóls. Myndin stendur því og fellur með vilja áhorfandans til þess að halda með Katniss í gegnum þær raunir sem lagðar eru á hana. Það er þó ekki svo að Katniss sé ein á ferðinni því að hin horn ást- arþríhyrningsins úr fyrri myndun- um, þeir Peeta Mellark og Gale Hawthorne (Liam Hemsworth) slást einnig með í för, auk nokkurra ann- arra aukapersóna. Aðrar auka- persónur í leiðangrinum leggja þó helst of lítið til myndarinnar til þess að vera annað en fallbyssufóður. Gamla brýnið Donald Sutherland er síðan á sínum stað sem óþokkinn Snow forseti. Hlutverk hans er nokkuð minna en í fyrri myndum, jafnvel þó að ljóst sé að örlög hans séu í höndum Katniss. Engu að síður nær Sutherland að láta hvíta tjaldið leiftra með nærveru sinni, alveg eins og sannir bíómyndaóþokkar eiga að gera. Gegnt honum er síðan Julianne Moore í hlutverki Ölmu Coin, for- seta uppreisnarmanna. Nær Moore að koma listilega vel til skila hinum takmarkalausa metnaði sem býr að baki karakter sínum og þeirrar stöðu sem hún sækist eftir. Ekki verður skilið við umræðu um leikarana án þess að nefna Philip Seymour Hoffman, sem framdi líkt og kunnugt er sjálfsmorð áður en tökum myndarinnar lauk. Það er kvikmyndagerðarfólkinu til sóma að því tókst að ljúka myndinni á þann hátt að grunlaus áhorfandi ætti í erf- iðleikum með að sjá að upphaflega hafi hlutverk Hoffmans sem leikja- smiðurinn Plútark verið mun veiga- meira en það er í myndinni. Fyrir þá sem þekkja forsöguna er hins vegar eitt atriði myndarinnar nokkuð klaufalegt, þar sem lesin eru úr bréfi frá Plútark til Katniss skilaboð sem hann hefði í raun átt að geta fært henni í eigin persónu. Það er erfitt að nefna tiltekna galla á myndinni. Það væri kannski helst að framvinda söguþráðarins slær nokkuð í og úr, þar sem hröð hasaratriði eru allt í einu dempuð með mjög rólegum atriðum inni á milli. Slíkt er þó heilmikið smekks- atriði og þótti undirrituðum myndin feikilega spennandi frá fyrstu mín- útu til hinnar síðustu. Þá gætu blá- lokin komið nokkuð flatt upp á suma áhorfendur myndanna. Á heildina litið er þó ekki hægt að vera annað en ánægður með útkom- una. Hungurleikarnir: Hermiskaði 2 er því verðugur endapunktur á kvik- myndaseríu, sem verður lengi í minnum höfð. Hungrið hefur verið satt og það vel. Hungrið satt í síðasta sinn Hermiskaðinn snýr aftur Hún Katniss Everdeen (Jennifer Lawrence) er leikin með bogann sem fyrr í síðustu myndinni um Hungurleikana. Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Keflavík og Borgarbíó Akureyri. Hungurleikarnir: Hermiskaðinn 2 bbbbn Leikstjóri: Francis Lawrence. Handrit. Peter Craig, Danny Strong og Suzanne Collins. Aðalhlutverk: Jennifer Law- rence, Josh Hutcherson, Liam Hems- worth, Woody Harrelson, Elizabeth Banks, Julianne Moore, Philip Seymour Hoffman, Jeffrey Wright, Stanley Tucci og Donald Sutherland. Bandaríkin 2015, 137 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon flytur sýningu sína Pétur Jóhann óheflaður í kvöld kl. 22 í Tjarnar- bíói. Pétur er þaulvanur uppistand- ari og er einnig þekktur fyrir frækna frammistöðu sína í gam- anþáttum í sjónvarpi og kvikmynd- um. Í kvöld mun hann fara með gamanmál í tvær klukkustundir og einnig 3. og 10. desember. Pétur hefur undanfarið ár flakkað um Ísland með sýninguna. Óheflaður Pétur Jóhann Sprelligosi Pétur Jóhann Sigfússon. Verðlaunabók dansk-norska rithöfundarins Kim Leine, Spá- mennirnir í Botnleysufirði, verður í aðal- hlutverki á upp- lestrarkvöldi í Bókakaffinu á Selfossi í kvöld. Sögusvið bókarinnar er Græn- land 18. aldar þar sem búa sam- an án samlyndis dönsk herraþjóð og grænlenskir heiðingjar. Sagt verður frá bókinni og Harpa Rún Kristjánsdóttir bókmenntafræð- ingur les stuttan kafla. Auk þess munu íslenskir rithöfundar lesa úr bókum sínum, m.a. Ari Trausti Guðmundsson og Vilborg Bjarkadóttir. Húsið verður opnað kl. 20 og hefst lestur hálftíma síðar. Spámenn og upp- lestur á Selfossi Kim Leine Hljómplata ensku söngkonunnar Adele, 25, seldist í 2.433.000 eintök- um á fjórum dögum og er það heimsmet í plötusölu í fyrstu viku frá útgáfu. Fyrra met átti hljóm- sveitin NSync sem seldi 2.416.000 eintök af plötu sinni No Strings At- tached árið 2000 fyrstu vikuna frá útgáfudegi. Dagblaðið Wall Street Journal segir það ekki síst merki- legt í ljósi þess að NSync gaf út plötu sína á þeim tíma er sala á geisladiskum var enn mikil en mjög hefur dregið úr henni á síðustu ár- um með tilkomu streymisveitna og sölu á tónlist á netinu. Adele og út- gáfufyrirtæki hennar Columbia og XL tóku þá ákvörðun að gera plöt- una ekki aðgengilega á tónlist- arveitum á borð við Spotify og Apple Music og hefur það greini- lega skilað sér í aukinni sölu á plöt- unni. Plötuna er bæði hægt að kaupa á geisladiski og í stafrænu formi og munu álíka mörg eintök af plötunni hafa selst á hvoru forminu. Feikivinsæl Plata Adele, 25, selst eins og heitar lummur og sú síðasta, 21, var mest selda plata á heimsvísu tvö ár í röð. Adele sló plötusölumet NSync AFP Fyrsta sending af 2016 komin í hús Kletthálsi 15 | S: 577-1717 | stormur.is | stormur@stormur.is HUNGER GAMES 4 3D 7,10(P) HUNGER GAMES 4 2D 5,8 SPECTRE 6,9 HANASLAGUR 4:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.