Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 17.12.1987, Side 19

Víkurfréttir - 17.12.1987, Side 19
VIKUR JÓLABLAÐ Hvernig er þá að eiga við nútímaþjóðfélag? „Það gekk nokkuð vel fyrstu árin á eftir hér fyrir sunnan. Um áramótin ’83- ’84 hætti ég í skólanum og flutti í bæinn, því mér fannst ég vera svo ofsalega vernduð og leit í rauninni ekki á mig sem fatlaða. Eg skellti mér á vinnumarkaðinn eiginlega af þrjósku, því ég vildi fá að sanna sjálfa mig en það varð nú ævintýri út af fyrir sig. í bænum ert þú ókunnug og það fyrsta sem menn sjá er fötluð manneskja. Aftur á móti í smáplássi sem þessu, hér þekkja þig allir og þú missir ekki persónuleg ein- kenni þó þú verðir fyrir slysi. Eg ætlaði mér að komast í venjulega vinnu og æddi því inn á hvern staðinn á eftir öðrum. Mér var allsstaðar hafnað með voðalegum óhreinindum og hreinlega logið að manni. Allir þóttust voða almennilegir og vildu allt fyrir mig gera en þegar kom að því að hafa samband við mann aftur, þá „gleymd- ist“ það alltaf. Svona gekk þetta mánuðum saman og tilgangsleysið var orðið svo mikið að maður nennti ekki að vakna á morgnana. Að lokum var það gamla góða þrjóskan sem kom upp í mér og ég fór í einn stórmarkað- inn, þar sem ég vissi að vant- aði starfsfólk. Eftir að hafa fengið enn eina neitunina fór ég til verslunarstjórans og kom honum til að viður- kenna að það hefði verið út af hendinni^ sem ég fékk þessa neitun. Eg dreif mig því til forstjórans og krafðist að fá að vinna í einn dag kauplaust og ef hann leyfði mér það ekki skyldi ég stefna honum hjá öllum mannréttindasam- tökum í bænum. Hann lét undan og þennan dag gekk ég í öll erfiðustu verkin enda stíf og þrjósk. Það varð líka léttir þegar mér var tjáð að ég gæti mætt daginn eftir kl. átta. A þeim mánuðum, sem ég vann þar, gekk ég hart að mér og neitaði að láta hlífa mér. Þegar ég bað um um- sögn frá verslunarstjóranum í lokin sagðist hann skrifa undir hvað sem er. Eftir þetta fékk ég vinnu, hvar sem ég sótti um. Það virðist vera þessi hindrun sem fólk sér strax á þér og ef þú ert ekki nógu aðgangs- harður sjálfur þá er bara lok- að á þig. Maður þarf alltafað vera að sanna fyrir fólki og í raun var þetta geysigóður skóli fyrir mig. En svona er þetta, því miður, og þessi ómanneskjulega höfnun, sem maður fær, er sko auð- veld leið til að brjóta hvern mann niður.“ Er eitthvað gert til að létta undir með fó/ki, sem er á sama báti og þú? „Að undanskildum þeim bótum sem maður fær frá Tryggingastofnun þá kom- um við aftur að muninum á smáplássinu og stórborg- inni. Eftir að ég vissi að ég væri ófrísk, var það fyrsta sem mér kom til hugar að flytja hingað suður. Ef ég hefði verið ein í bænum að strögglast hefði ekki nokkur maður skipt sér af því. Þess vegna er sú hjartahlýja mót- taka sem maður fær við að koma hingað suður ekki við- miðunarhæf við stórborgina. Bæði fyrir og eftir fæðingu barnsins fóru að flæða til mín gjafir og hamingjuóskir. Vel- viljinn er svo ofboðslegur hérna að það er eins og allir eigi eitthvað í barninu. Þetta er algjör draumur, þegar svona lítil dama kem- ur í líf manns. Hún drífur mann svo mikið áfram enda er ég ofboðslega bjartsýn á lífið og hjálpin kemur manni hálfa leið.“ Hefurðu nokkuð velt því fyrir þér hvernig líf þitt hefði orðið, hefði slysið ekki átt sér stað? „I raun hef ég lítið hugsað um það vegna þess að ég geri Viðtal og myndir: Valur Ketilsson. alla hluti sem ég vil gera. Það tekur að vísu aðeins lengri tíma og þarf því lengri sólar- hring en kannski aðrir. En fyrir slysið var allt mjög óljóst hjá mér hvað ég ætlaði mér að gera. Það var svona nokkurs konar kvenrétt- indabrölt á manni sem að vísu hefur breyst í dag og þroskinn kennt manni aðlíta á hlutina öðrum augum. Þessi Iífsreynsla hefur gefið manni ofboðslegan þroska, bæði inn á við og út á við, og þó svo maður eigi ekki að óska sér né neinum öðrum fötlunar, þá hefði ég ekki viljað missa af þeirri lífs- reynslu er ég hef gengið í gegnum sl. ellefu ár.“ Jólatilboð Nesco er jólatilboð okkar Schneider SPP hljóm- tækjasamstæða á 19.900 kr. •40 wött. • Lltvarp með FM-, mið- og langbylgju. • Tengi íyrir hljóðnema og höfuðtól. • Tvöí'alt kassettutæki. • Tengi fyrir geislaspilara og aukatengi. • Hátalarar og skápur fylgja. • Kostar litlar 19.900 kr. (stgr.) Schneider midi 2600 hljómstækjasamstæða á 28.900 kr. • 80 wött. • Þráðlaus fjarstýring. • Út- varp með FM-, mið- og langbylgju. • 5 banda tónjafnari. • Tengi fyrir geisla- spilara og aukatengi. • Tvöíalt kassettu- tæki. • Hraðupptaka og stöðug spilun. • Sjálvirkur veijari fyrir króm- og normal kassettur. • Plötuspilari með magnetísku tónhöfði. • Góðir hátalarar • Svartur skápur. • Kostar aðeins 23.900 (stgr.) Schneider midi 2800 hljómtækjasamstæða á 35.900 kr. • 100 wött. • Útvarp með FM-, mið- og langbylgju. • 24 stöðva minni. • 2x7 banda tónjaínari. • Tengi fyrir geisla- spilara og aukatengi. • Tvöfalt kassettu- tæki. • Hraðaupptaka og stöðug spilun. • Sjálfvirkur veljari fyrir króm- og normal kassettur. • Plötuspilari með magnetísku tónhöfði. • Vandaðir hátal- arar. • Svartur skápur. • Kostar aðeins 35.900 kr. (stgr.) Fisher 2350 hljómtækjasamstæða j með hátölurum 2x60 w. og skáp. • Tvöfalt kassettutæki • Plötuspilari. • Útvarp. • Tónjafn- ari. • 120 w. magnari. - Kostar aðeins 52.950 (stgr.) • Einstök hljómgæði. • 3ja geisla tónhöfuð. • 16 laga minni. Áður 19.900 - NÚ 14.900 Frístund Holtsgetu 26 - Njarðvík - Sími 12002 Xenon ferðageislaspilari • Lítill og þægilegur. • Hægt að tengja við hljómtæki. • Hulstur með rafhlöðum fylgir. • Vel hannaður. Áður 19.900 - Nú 16.900 (stgr.) Xenon geislaspilari á 14.900 kr.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.