Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 48
JÓLABLAÐ viKun pittíí' Gunnar Tómasson: Sveitin er skipuð áhugasömum og traustum mönnum Nokkrar sagnir eru í ann- álum um hrakninga sjó- manna úr Grindavík í fyrri tíð. 24. mars 1916 varð mörg- um Grindvíkingum eftir- minnilegur. Þann dag reru öll skip, 24 að tölu, til fiskjar, flest áttæringar með 11 mönnum á. Þegar skammt var liðið morguns brast á ofsaveður af norðri líkt og hendi væri veifað. Með veðr- ið beint í fangið tóku menn nú að berjast að landi en flest voru skipin 4-6sjómílurund- an. Fæstum tókst að lenda á réttum stað, en björguðust þó upp í Víkurnar vestan við byggðina og víðar. Flest skipanna lentu heil eftir nokkra hrakninga en nokkur brotnuðu við landtöku án þess þó að menn skaðaði. Fjögur skip sem dýpst voru náðu ekki landi um sama leiti og önnur. Var því nokkuð óttast um afdril þeirra. En hjálpin var nær en menn grunaði, því innan skamms höfðu skipshafnirn- ar fjórar, 38 menn, bjargast um borð í kútterinn Ester frá Reykjavík. Ester hafði leitað vars í Grindavíkursjó á leið sinni fyrir Reykjanes. Um borð í kútternum voru Grindvík- ingarnir í 3 sólarhringa í góðu yfirlæti þótt þröngt væri, en þá komst skipið loks inn til Grindavíkur. Voru þá sem heimtir úr helju þeir síð- ustu af hrakningamönnun- um 220 af 20 bátum sem lentu í erfiðleikum þennan eftirminnilega dag. Aðeins 4 skip náðu lendingu á eðlileg- an hátt. Má því ljóst vera, að glatt hafi verið yfirbyggðinni eftir þessi málalok enda þótt sjö skip hafi eyðilagst eða tapast og tafir því orðið nokkrar frá róðrum. Bátar frá öðrum verstöðv- um sunnanlands lentu í mikl- um erfiðleikum í sama veðri og nokkrir fórust. Ég hef valið að hefja mál mitt á þessari frásögrí af hrakningum á sjó hér við Grindavík á öndverðri öld- inni. Það var einmitt í skugga slíkra atburða sem Slysa- varnafélag íslands var stofn- að 1928 og skipulagt slysa- varna- og björgunarstarf hófst hér á landi. Það var fyrir um það bil 10-15 árum að flestar slysa- varnasveitir landsins stóðu á ákveðnum tímamótum. Þær voru að breytast úr því að vera sérhæfðar t.d. sjóbjörg- unarsveitir, yfir í að vera al- hliða björgunarsveitir, sem sinna hverskonar beiðni um hjálp eða aðstoð. Samhliða því hófust svo frekari tækja- kaup og þar af leiðandi ýmis- konar fjáraflanir. Lengst af hafði Slysavarn- asveitin Þorbjörn yfir að ráða skúr, sem var tækja- geymsla sveitarinnar eða frá árinu 1933, rétt eftir strand Skúla fógeta. Það var svo ár- ið 1977 að hafist var handa við að byggja stærra hús fyrir tæki og bíla sveitarinnar en það var byggt við gamla ver- búð, sem nýlega hafði verið gefjn sveitinni. I dag eru aðalbækistöðvar sveitarinnar í þessum hús- um, sem við nefnum einu nafni „Hrafnabjörg". Þarna eru haldnir fundir sVeitar- innar og aðgerðum stjórnað Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason rennur í sjóinn. - innfellda myndin er af Gunnari Tómassyni. þegar svo ber undir. Slysavarnasveitin er vel akandi, t.d. á hún 3 vel búna bíla, hvern ágætan til síns brúks. Þá á sveitin hinn ágætasta björgunarbát „Odd V. Gíslason“. Og nú síðast eignaðist sveitin stórt og gott báta- skýli fyrir Odd og stóra MAN bílinn, ásamt sjósetn- ingarrennu, sem hafnarsjóð- ur stóð straum af kostnaði við og er hún vel þegin. Það hefur ætíð verið gott að manna slysavarnasveitina áhugasömum og traustum mönnum og frekar þurft að takmarka fjöldann en hitt. Nú í dag eru í sveitinni 60 menn, þar af ein kona, og mættu þær vera fleiri. Til að reka slíka slysa- varnasveit og kaupa allskon- ar tæki hefur þurft margs- konar fjáröflunarleiðir. Það hefur verið fundið upp á ýmsu svo sem söfnun og sölu á netariðli, flugeldasölu, jafnvel vegalagningu. Ekki má gleyma fisköfluninni, sem er orðin árviss hjá sveit- inni, en þá gefa sjómenn og útvegsmenn 1 mál af fiski úr hverjum bát. Þessifiskurhef- ur verið verkaður t.d. sem V erslunarbanki f Islands hf. Útibú - Keílavík óskar viðskiptavinum sínum og öðrum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs, og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða. saltfiskur eða hann ísaður í kassa og sendur á erlendan markað. Þessi fjáröflun hef- ur verið sveitinni mjög mikil- væg og kunnum við sjó- mönnum og útvegsmönnum bestu þakkir fyrir örlæti þeirra. Þá hefur sveitin notið margra góðra gjafa frá vel- unnurum sveitarinnar og verða þær seint fullþakkað- ar. Ég held ég móðgi engan þó ég nefni einn aðila, en það er Slysavarnadeildin Þórkatla, en þær hafa verið óþreytandi að leggja okkur lið t.d. eiga þær veg og vanda að þessum veitingum sem hér verður boðið upp á. Þá hefur sveitin alltaf átt vísan stuðning hjá stjórn og starfsfólki Slysavarnafélags íslands, sem við metum mik- ils. Það hefur oft verið leitað aðstoðar slysavarnasveitar- innar og oft hefur hún verið beðin um að vera viðbúin. Helstu verkefnin hafa verið leitir að týndu fólki, aðstoð við vegfarendur, björgun manna úr sjávarháska, aðstoð við húseigendur í of- viðrum, þátttaka í almanna- varnaæfingum og samæfing- um björgunarsveita og verið viðbúin væntanlegri nauð- lendingu flugvélar. Svona mætti lengi telja. Allir sem hér eru inni þekkja þetta af- skaplega vel. Ég vil svo að síðustu þakka öllum samstarfsaðilum okk- ar hér i bæ og utanbæjar kær- lega fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á liðn- um árum. Sendum starfsmönnum okkar, svo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Dverghamrar Keflavíkurflugvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.