Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 17.12.1987, Síða 58

Víkurfréttir - 17.12.1987, Síða 58
JÓLABLAÐ mun jtaut Föstudaginn 4. desember hélt íþróttabandalag Suðurnesja upp á 40 ára afmæli sitt í veglegu hófi, sem baldið var í Golf- skálanum í Leiru. Formaðurinn, Gunnlaugur Jón Hreinsson, flutti ávarp um stöðu félagsins í dag og ágrip af sögu Iþróttabandaiags Suð- urnesja. I»á fluttu einnig fjölmargir aðrir ræður þetta kvöld. Loks fengu allir fyrrum formenn bandalagsins, stjórna- menn, fulltrúar frá I.S.I. og I.B.K. og hönnuður fána félags- ins, Stefán Jónsson, afhentan fána I.S. Hér á eftir fer ágrip af sögu félagsins. Tveir af stofnendum Í.S., Sigurbergur Þorleifsson og Hólmgeir Gumundsson. Á milli þeirra stendur núverandi formaður, Gunnlaugur Jón Hreinsson. Stofnendur Það var þann 1. desember 1947 sem nokkrir félagar úr ungmenna- og íþróttafélög- um á Suðurnesjum komu saman ogstofnuðu Í.S. Þetta voru þeir Helgi S. Jónsson, Alexandej Magnússon, Ar- inbjörn Olafsson, Hólmgeir Guðmundsson og Ragnar Friðriksson frá U.M.F.K.; Jón Tómasson frá íþrótta- félagi Grindavíkur; Páll Ó. Pálsson frá Knattspyrnufél- aginu Reyni og Sigurbergur Þorleifsson frá Ungmenna- félaginu Garðari. Einnig mætti á fund þennan forseti Í.S.Í., Benedikt G. Vágl, og framkvæmdastjóri, Kjartan Bergmann. Á þessum fundi voru síðan kosnir í fyrstu stjórn þeir Ragnar Friðriks- son, formaður, Páll Ó. Páls- son, gjaldkeri, Sigurbergur Þorleifsson, ritari, Helgi S. Jónssonv varaformaður, og Svavar Árnason meðstjórn- andi. U.M.F.N. gekk síðan í bandalagið fyrir áramót, þannig að stofnfélögin urðu fimm: UMFK, UMFN, Reynir, UMF Garðar og íþróttafélag Grindavíkur. Á ársþingi bandalagsins 1948 var síðan ákveðið að skammstöfun félagsins skuli vera Í.S. Starfsemi Í.S. er hægt að skipta í fjórar einingar. Fyrstu árin, ’47-’51 voru mest stundaðar frjálsar íþróttir, sund og knatt- spyrna en í minna lagi. Mest öll starfsemi fór fram þar sem nú er skrúðgarður Kefla- víkur. Fyrstu mótin voru haldin í frjálsum íþróttum haustið 1948 milli UMFK og UMF Garðars og síðan á milli UMFK og Akraness. 8 mót - 40 þátttakendur 1950 voru haldin 8 mót og upp undir 40 þátttakendur í sumum þeirra og var fyrst og fremst um frjálsar íþróttir að ræða. Á aðalfundi 1951 gekk K.F.K. inn í bandalagið og um leið hefst annað tímabil, sem stendur til 1956. Á þessu tímabili verður mikill upp- gangur í knattspyrnuiðkun á svæðinu, sem má kannski rekja til byggingar knatt- spyrnuvalla í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Á þessum árum bregður einnig fyrir handbolta- og körfu- boltaiðkun. Árin ’52 og ’53 sendir bandalagið sameiginlegt lið til keppni á íslandsmótinu í knattspyrnu. Einnig gengu Knattspyrnufélagið Víðir og íþróttafélag Keflavíkurflug- vallar í bandalagið 1952. Þann 11. desember 1955 hefst síðan 3. tímabilið, þeg- ar U.M.F.K. og K.F.K. ganga úr Í.S. og stofna I.B.K. Við þetta á sér stað töluverður afturkippur í starfsemi félagsins. Formenn fram að þessu höfðu verið þeir Ragnar Friðriksson, ’47- ’51, Þorvarður Arinbjarnar- son, ’51-’53, Sigurður Stein- dórsson, ’52-’53 og Sigurður Brynjólfsson, ’53-’54. 3. tímabilið stendur til 1976 eða samtals í 20 ár. Á þessum árum er starfsemi í miklu lágmarki. Reynt var öðru hvoru að koma á mót- um en illa gekk að halda þeim gangandi sökum þess hversu mikill rígur var á milli félaganna og margir leikir enduðu í blóðugum slags- málum. Einna best gekk að halda svokölluð páskamót í körfuknattleik gangandi á tímum Kristbjörns Alberts- sonar. Á ársþingi 1965 gengur Golfklúbbur Suðurnesja í bandalagið og íþróttafélag heitið orðið Ungmennafélag Grmdavíkur. Á þessum árum voru þeir formenn, Páll Ó. Ólafsson, ’54-’60, Ólafur Thordersen, ’60-’65, Alfreð Alfreðsson, ’65-’68, Magnús Gislason, ’68-’72 og Kristbjörn Al- bertsson, ’72-’76. Nokkrir af fyrrum formönnum Í.S. með fána félagsins. F.v.: SigurðurSteindórsson, Sigurður Brynjólfsson, Ólafur Thordersen, Gunnar Þórarinsson og Gunnlaugur J. Hreinsson. Sendum íbúum á Suðurnesjum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt nýtt ár, - með þökk fyrir ánœgju- leg viðskipti á liðnu ári. — A Aðalstöðin hf. 40 ára

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.