Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 17.12.1987, Qupperneq 58

Víkurfréttir - 17.12.1987, Qupperneq 58
JÓLABLAÐ mun jtaut Föstudaginn 4. desember hélt íþróttabandalag Suðurnesja upp á 40 ára afmæli sitt í veglegu hófi, sem baldið var í Golf- skálanum í Leiru. Formaðurinn, Gunnlaugur Jón Hreinsson, flutti ávarp um stöðu félagsins í dag og ágrip af sögu Iþróttabandaiags Suð- urnesja. I»á fluttu einnig fjölmargir aðrir ræður þetta kvöld. Loks fengu allir fyrrum formenn bandalagsins, stjórna- menn, fulltrúar frá I.S.I. og I.B.K. og hönnuður fána félags- ins, Stefán Jónsson, afhentan fána I.S. Hér á eftir fer ágrip af sögu félagsins. Tveir af stofnendum Í.S., Sigurbergur Þorleifsson og Hólmgeir Gumundsson. Á milli þeirra stendur núverandi formaður, Gunnlaugur Jón Hreinsson. Stofnendur Það var þann 1. desember 1947 sem nokkrir félagar úr ungmenna- og íþróttafélög- um á Suðurnesjum komu saman ogstofnuðu Í.S. Þetta voru þeir Helgi S. Jónsson, Alexandej Magnússon, Ar- inbjörn Olafsson, Hólmgeir Guðmundsson og Ragnar Friðriksson frá U.M.F.K.; Jón Tómasson frá íþrótta- félagi Grindavíkur; Páll Ó. Pálsson frá Knattspyrnufél- aginu Reyni og Sigurbergur Þorleifsson frá Ungmenna- félaginu Garðari. Einnig mætti á fund þennan forseti Í.S.Í., Benedikt G. Vágl, og framkvæmdastjóri, Kjartan Bergmann. Á þessum fundi voru síðan kosnir í fyrstu stjórn þeir Ragnar Friðriks- son, formaður, Páll Ó. Páls- son, gjaldkeri, Sigurbergur Þorleifsson, ritari, Helgi S. Jónssonv varaformaður, og Svavar Árnason meðstjórn- andi. U.M.F.N. gekk síðan í bandalagið fyrir áramót, þannig að stofnfélögin urðu fimm: UMFK, UMFN, Reynir, UMF Garðar og íþróttafélag Grindavíkur. Á ársþingi bandalagsins 1948 var síðan ákveðið að skammstöfun félagsins skuli vera Í.S. Starfsemi Í.S. er hægt að skipta í fjórar einingar. Fyrstu árin, ’47-’51 voru mest stundaðar frjálsar íþróttir, sund og knatt- spyrna en í minna lagi. Mest öll starfsemi fór fram þar sem nú er skrúðgarður Kefla- víkur. Fyrstu mótin voru haldin í frjálsum íþróttum haustið 1948 milli UMFK og UMF Garðars og síðan á milli UMFK og Akraness. 8 mót - 40 þátttakendur 1950 voru haldin 8 mót og upp undir 40 þátttakendur í sumum þeirra og var fyrst og fremst um frjálsar íþróttir að ræða. Á aðalfundi 1951 gekk K.F.K. inn í bandalagið og um leið hefst annað tímabil, sem stendur til 1956. Á þessu tímabili verður mikill upp- gangur í knattspyrnuiðkun á svæðinu, sem má kannski rekja til byggingar knatt- spyrnuvalla í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Á þessum árum bregður einnig fyrir handbolta- og körfu- boltaiðkun. Árin ’52 og ’53 sendir bandalagið sameiginlegt lið til keppni á íslandsmótinu í knattspyrnu. Einnig gengu Knattspyrnufélagið Víðir og íþróttafélag Keflavíkurflug- vallar í bandalagið 1952. Þann 11. desember 1955 hefst síðan 3. tímabilið, þeg- ar U.M.F.K. og K.F.K. ganga úr Í.S. og stofna I.B.K. Við þetta á sér stað töluverður afturkippur í starfsemi félagsins. Formenn fram að þessu höfðu verið þeir Ragnar Friðriksson, ’47- ’51, Þorvarður Arinbjarnar- son, ’51-’53, Sigurður Stein- dórsson, ’52-’53 og Sigurður Brynjólfsson, ’53-’54. 3. tímabilið stendur til 1976 eða samtals í 20 ár. Á þessum árum er starfsemi í miklu lágmarki. Reynt var öðru hvoru að koma á mót- um en illa gekk að halda þeim gangandi sökum þess hversu mikill rígur var á milli félaganna og margir leikir enduðu í blóðugum slags- málum. Einna best gekk að halda svokölluð páskamót í körfuknattleik gangandi á tímum Kristbjörns Alberts- sonar. Á ársþingi 1965 gengur Golfklúbbur Suðurnesja í bandalagið og íþróttafélag heitið orðið Ungmennafélag Grmdavíkur. Á þessum árum voru þeir formenn, Páll Ó. Ólafsson, ’54-’60, Ólafur Thordersen, ’60-’65, Alfreð Alfreðsson, ’65-’68, Magnús Gislason, ’68-’72 og Kristbjörn Al- bertsson, ’72-’76. Nokkrir af fyrrum formönnum Í.S. með fána félagsins. F.v.: SigurðurSteindórsson, Sigurður Brynjólfsson, Ólafur Thordersen, Gunnar Þórarinsson og Gunnlaugur J. Hreinsson. Sendum íbúum á Suðurnesjum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt nýtt ár, - með þökk fyrir ánœgju- leg viðskipti á liðnu ári. — A Aðalstöðin hf. 40 ára
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.