Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 HEIMURINN KÚBA HAVANA Papa, ný m way myhefur verið frumsýnd e 1tekin er upp á Kúbu frá ptikunnugt er dáði Hemin gunskömmu eftir að hann BANDARÍKIN WASHINGTON Enda þótt Donald Trump hafi mánuðum saman mælst með mest fylgi þeirra sem vilja hljóta útnefningu Repúblíkanafl forsetakosninganna á næ ekki öruggur Clinton 20 p Obama á þe gab fyrir átta áru repúblíkönum með mest fy forsætisráðher ákvörðun sína að taka Muammar Gaddafi L leiðtoga í sátt árið 2004. „Eyðimerkursamkomulagið umdeilda hafi mögulega komið í veg r að efnavopn hafi fallið í hendur Ríkis íslams en það sneris einmitt um útrý pna gegnvoefna yi i bend ngrunein ÝRL DAMAS ýjan skhafa kynnt n ttmlokuska ð fti uvarandi str inborgarastríðsins katturinn leggjast r. Þykirem er vinsæll sam semtinrks u auknumsteinh Þingkosningarnar í Venesúelasíðasta sunnudag voru ekkibara ósigur fyrir sósíal- istaflokkinn þar í landi heldur reið- arslag. Árið 2008 sameinuðust stjórn- arandstöðuflokkarnir undir merkj- um MUD, Mesa de la Unidad De- mocrática, með það fyrir augum að velta PSUV, sósíalistaflokki Hugo Chávez úr sessi í þingkosningunum sem fram fóru 2010. Þó MUD tæk- ist að bæta við sig miklu fylgi það árið og hrifsa til sín 22 nýjum þingsætum þá vann PSUV nauman sigur og fékk með 48,2% atkvæða 99 af 165 sætum. Nú hefur hlutfallið á þinginu snúist við og gott betur. Á sunnu- dag veittu kjósendur MUD 56,2% atkvæða og 109 þingsæti. Hefur MUD nægilega sterka stöðu á þinginu til að standa uppi í hárinu á forsetanum Nicolas Maduro, arf- taka Chávez heitins, og gæti jafn- vel – mjög naumlega – efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu til að koma Maduro úr forsetastólnum. Kjör- sókn var góð, rúm 74%, og viðhorf kjósenda skýrt. Blússandi verðbólga og skortur á nauðsynjum Maduro er að vonum óhress, enda hafa sósíalistarnir ráðið þinginu í sextán ár. Hann hefur lengi sakað MUD-flokkana um að heyja „efna- hagslegt stríð“ á hendur landinu og kennir þeim um það hörmulega ástand sem er á efnahag landsins. Er alkunna að mikill skortur er orðinn á nauðsynjavörum í þessu landi þar sem allt virtist einu sinni vera á uppleið. Verðbólgan er í hæstu hæðum og matvælaverð meira en tvöfaldast milli ára. Stefnir í 10% samdrátt landsfram- leiðslu á þessu ári og Alþjóðabank- inn spáir þvi að atvinnuleysishlut- fallið verði 18,1% árið 2016. Gjaldmiðillinn er í frjálsu falli og glæpaalda gengur yfir landið svo að morðtíðnin er hvergi hærri. Er ekki að sjá í tölunum að Venezúela býr að heimsins stærstu olíu- lindum. Er hætta á ofbeldi? Er samt óvíst hvort ráðlegt væri fyrir MUD að leggja til atlögu við Maduro. Næstu forsetakosningar eru á dagskrá 2018 en Maduro sigraði naumlega í kosningunum 2013 með 50,6% atkvæða á meðan fulltrúi MUD hlaut 49,1%, og nokkuð ljóst hvernig færi ef efnt yrði til nýrra kosninga í dag.Vand- inn við að reyna að reka Maduro úr starfi með þessum hætti er ekki hvað síst að herinn hefur stutt sósíalistana, og ekki óþekkt í þess- um heimshluta að stjórnendur hersins grípi inn í með valdi þegar pólitíkin tekur stefnu sem þeim hugnast ekki. Bætir ekki úr skák að margir eru með puttana í olíu- tekjum landsins og því eðlilega hræddir við hvers kyns róttækar breytingar á ríkjandi ástandi. Maduro hefur líka þótt mjög herskár í ummælum sínum upp á síðkastið og jafnvel ýjað að því að hans fólk muni grípa til ofbeldis, ef það er það sem þarf til að verja og viðhalda þeirri stefnu sem Chávez markaði landinu fyrir sautján ár- um. Lauslega tengd hreyfing Síðan má ekki gleyma að MUD- hreyfingin er samsett úr mörgum flokkum sem eru ekki allir á sömu línunni. Flóran spannar allt frá hörðum vinstriflokki sem varð til við klofning úr kommúnistaflokki Venesúela árið 1971, yfir í kristi- legan hægriflokk. Bara það eitt að marka skýra stefnu fyrir MUD- framboðið var heilmikil áskorun. „Það er eitt að sameinast í andstöðu [við sósíalistaflokkinn] og annað að sameinast við stjórnun landsins,“ sagði Jesús Torrealba, leiðtogi MUD í viðtali við Financial Times. Vinsamleg sambúð með Maduro er nær útilokuð. Fylkingarnar tvær hatast hvor við aðra og allar líkur á hörðum átökum á öllum stigum á meðan sósíalistar halda enn vold- ugu forsetaembættinu. Meðal þess sem gæti rekið fleyg á milli MUD-flokkanna er sú ósk leiðandi flokka í samstarfinu að koma í gegnum þingið lögum sem myndu veita pólitískum föngum uppgjöf saka. Einn af leiðtogum MUD-flokkanna, Leopoldo López var fyrir skömmu dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar fyrir hlut sinn í mótmælum snemma árs 2014 sem fuðruðu upp í átökum og lauk með því að 43 lágu í valnum. Þótti margt bogið við meðferð dómstóla á máli López og málum annarra leiðtoga stjórnarandstöð- unnar sem hafa verið fangelsaðir. Venesúela snýr baki við vinstrinu KJÓSENDUR VIRÐAST HAFA FENGIÐ NÓG AF HREMMING- UNUM SEM EFNAHAGSSTJÓRN SÓSÍALISTA HEFUR KALLAÐ YFIR LANDIÐ. EN STÓRSIGUR STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR UM SÍÐUSTU HELGI ÞÝÐIR EKKI AÐ HLUTIRNIR MUNI STRAX FARA BATNANDI. Venesúelska forsetaembættið dreifði þessari mynd af fundi sem Nicolás Maduro boðaði ráðherra sína á þegar nið- urstöður kosninganna voru ljósar. Maduro bað ráðherrana að segja af sér, en fundarstaðurinn var gröf Hugo Chavez. AFP * „Einkageirinn, ekki að öllu leyti en að mestu, sam-anstendur af lötum sníkjudýrum. Landinu stafarhætta af þeim.“ Nicolás Maduro AlþjóðamálÁSGEIR INGVARSSON ai@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.