Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Matur og drykkir Í slensk hráefni eru í öndvegi hjá kokkinum á Old Iceland enda maturinn alíslenskur. „Þetta er mikið fiskréttir og svo lamb og naut,“ segir Þorsteinn sem er kokkur og einn eigenda að Old Iceland á Laugavegi 72. „Kjötsúpa hefur verið á matseðli frá upphafi og er mjög vinsæl hjá ferðamönnum,“ segir hann og nefnir að hægt sé að skola matn- um niður með íslenskum bjór. Þor- steinn segir að erlendir ferðamenn séu 80-90% af viðskiptavinunum en að Íslendingar séu farnir að koma æ oftar. „Það er búið að vera fínt að gera frá upphafi,“ segir Þorsteinn sem var áður í tölvubransanum. Hann lærði kokkinn í Danmörku en síðar kerfisfræði. „Það er mjög skemmtilegt að „svissa“ svona á milli,“ segir hann en það var gamall draumur að opna veitingastað. „Þetta er þúsund sinnum skemmtilegra,“ segir hann brosandi. Lamb og hjónabandssælan hennar mömmu Þorsteinn segir að lambafille sé vin- sælasti rétturinn á matseðlinum og hjónabandssælan sé mjög vinsæll eft- irréttur. „Við köllum hana Mom’s Rubarb Cake. Mamma kemur alltaf tvo morgna í viku og bakar fyrir okk- ur,“ segir hann og er ánægður með mömmu sína. Þorsteinn segir útlend- ingana mjög ánægða með matinn. „Það er skemmtilegt að segja frá því að það komu hingað útlendingar, sex manna fjölskylda sem var hér á landi í sex daga og þau borðuðu hér fimm sinnum. Einu sinni í hádeginu og fjórum sinnum að kvöldi!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskréttir eru mjög vinsælir hjá erlendum ferðamönnum. Hér má sjá ofnbakaða löngu með steinseljurót og sólþurrkuðum tómötum. Margir gómsætir eftirréttir eru á matseðlinum. Einn af þeim er créme brúlée með sorbet og pikkluðum aðalbláberjum. OLD ICELAND VINSÆLT HJÁ FERÐAMÖNNUM „Einu sinni í hádeginu og fjórum sinnum að kvöldi!“ ÞORSTEINN S. GUÐMUNDSSON VAR ORÐINN LEIÐUR Á TÖLVUFRÆÐUM OG LÉT GAMLAN DRAUM RÆTAST ÞEGAR HANN OPNAÐI OLD ICELAND FYRIR NÁKVÆMLEGA EINU ÁRI Í DAG. ERLENDIR FERÐAMENN ERU TÍÐIR GESTIR OG KUNNA VEL AÐ META ÍSLENSKAN MAT, EINS OG FISK, LAMB OG HJÓNABANDSSÆLU SEM MAMMA HANS BAKAR TVISVAR Í VIKU. FULLT ER ÚT ÚR DYRUM Á HVERJUM DEGI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Rótargrænmeti í brenndu smjöri er borið fram með ýmsum réttum. Þorsteinn S. Guðmundsson lét gamlan draum rætast þegar hann opnaði Old Iceland fyrir nákvæmlega einu ári. Fyrir tvo lambafillet 400 g fituhreinsað 200 g jarðskokkar 100 g gulrætur 100 g steinseljurót 250 g kartöflusmælki, skorið í tvennt 100 g sveppir salt og pipar hvítlaukur Sjóðið jarðskokka í rjóma og mjólk þar til þeir eru mjúkir og fínir. Mauk- ið í blandara og smakkið til með salti og pipar. Skerið kartöflur í tvennt og veltið þeim upp úr olíu og kryddið að vild. Bakið gulrætur og steinseljurót við 160° í 25 mín. (endar skornir af og klofið eftir endilöngu). Setjið kart- öflur með grænmetinu í ofninn í sér fat. Hitið hvítlauksolíu og smjör sam- an á pönnu og brúnið kjötið vel upp úr því á öllum hliðum. Kryddið með salti, pipar og íslensku blóðbergi. Setjið í ofninn og steikið þar til kjarn- hiti er orðinn 55-59°, allt eftir því hvernig steikingu sóst er eftir á kjöt- inu. Steikið sveppi upp úr olíu og smjöri og kryddið með salti, pipar og hvítlauk. Nauðsynlegt er að láta lambið jafna sig í ca. 10 mínútur áður en það er skorið. Raðið öllu snyrti- lega á diska. Á Old Iceland er lambið borið fram með sósu sem soðin er á beinum í 12-14 tíma en hægt er að hafa hvaða sósu sem er með þessu. Lambafillet með bökuðu rótar- grænmeti og steiktum kartöflum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.