Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Matur og drykkir Í slensk hráefni eru í öndvegi hjá kokkinum á Old Iceland enda maturinn alíslenskur. „Þetta er mikið fiskréttir og svo lamb og naut,“ segir Þorsteinn sem er kokkur og einn eigenda að Old Iceland á Laugavegi 72. „Kjötsúpa hefur verið á matseðli frá upphafi og er mjög vinsæl hjá ferðamönnum,“ segir hann og nefnir að hægt sé að skola matn- um niður með íslenskum bjór. Þor- steinn segir að erlendir ferðamenn séu 80-90% af viðskiptavinunum en að Íslendingar séu farnir að koma æ oftar. „Það er búið að vera fínt að gera frá upphafi,“ segir Þorsteinn sem var áður í tölvubransanum. Hann lærði kokkinn í Danmörku en síðar kerfisfræði. „Það er mjög skemmtilegt að „svissa“ svona á milli,“ segir hann en það var gamall draumur að opna veitingastað. „Þetta er þúsund sinnum skemmtilegra,“ segir hann brosandi. Lamb og hjónabandssælan hennar mömmu Þorsteinn segir að lambafille sé vin- sælasti rétturinn á matseðlinum og hjónabandssælan sé mjög vinsæll eft- irréttur. „Við köllum hana Mom’s Rubarb Cake. Mamma kemur alltaf tvo morgna í viku og bakar fyrir okk- ur,“ segir hann og er ánægður með mömmu sína. Þorsteinn segir útlend- ingana mjög ánægða með matinn. „Það er skemmtilegt að segja frá því að það komu hingað útlendingar, sex manna fjölskylda sem var hér á landi í sex daga og þau borðuðu hér fimm sinnum. Einu sinni í hádeginu og fjórum sinnum að kvöldi!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskréttir eru mjög vinsælir hjá erlendum ferðamönnum. Hér má sjá ofnbakaða löngu með steinseljurót og sólþurrkuðum tómötum. Margir gómsætir eftirréttir eru á matseðlinum. Einn af þeim er créme brúlée með sorbet og pikkluðum aðalbláberjum. OLD ICELAND VINSÆLT HJÁ FERÐAMÖNNUM „Einu sinni í hádeginu og fjórum sinnum að kvöldi!“ ÞORSTEINN S. GUÐMUNDSSON VAR ORÐINN LEIÐUR Á TÖLVUFRÆÐUM OG LÉT GAMLAN DRAUM RÆTAST ÞEGAR HANN OPNAÐI OLD ICELAND FYRIR NÁKVÆMLEGA EINU ÁRI Í DAG. ERLENDIR FERÐAMENN ERU TÍÐIR GESTIR OG KUNNA VEL AÐ META ÍSLENSKAN MAT, EINS OG FISK, LAMB OG HJÓNABANDSSÆLU SEM MAMMA HANS BAKAR TVISVAR Í VIKU. FULLT ER ÚT ÚR DYRUM Á HVERJUM DEGI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Rótargrænmeti í brenndu smjöri er borið fram með ýmsum réttum. Þorsteinn S. Guðmundsson lét gamlan draum rætast þegar hann opnaði Old Iceland fyrir nákvæmlega einu ári. Fyrir tvo lambafillet 400 g fituhreinsað 200 g jarðskokkar 100 g gulrætur 100 g steinseljurót 250 g kartöflusmælki, skorið í tvennt 100 g sveppir salt og pipar hvítlaukur Sjóðið jarðskokka í rjóma og mjólk þar til þeir eru mjúkir og fínir. Mauk- ið í blandara og smakkið til með salti og pipar. Skerið kartöflur í tvennt og veltið þeim upp úr olíu og kryddið að vild. Bakið gulrætur og steinseljurót við 160° í 25 mín. (endar skornir af og klofið eftir endilöngu). Setjið kart- öflur með grænmetinu í ofninn í sér fat. Hitið hvítlauksolíu og smjör sam- an á pönnu og brúnið kjötið vel upp úr því á öllum hliðum. Kryddið með salti, pipar og íslensku blóðbergi. Setjið í ofninn og steikið þar til kjarn- hiti er orðinn 55-59°, allt eftir því hvernig steikingu sóst er eftir á kjöt- inu. Steikið sveppi upp úr olíu og smjöri og kryddið með salti, pipar og hvítlauk. Nauðsynlegt er að láta lambið jafna sig í ca. 10 mínútur áður en það er skorið. Raðið öllu snyrti- lega á diska. Á Old Iceland er lambið borið fram með sósu sem soðin er á beinum í 12-14 tíma en hægt er að hafa hvaða sósu sem er með þessu. Lambafillet með bökuðu rótar- grænmeti og steiktum kartöflum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.