Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 33
13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
2 stk. rauðrófur
500 g gulrætur
1 sellerírót
2 msk. hunang
2 msk. olía
2 msk. eplaedik
1 stk. vanillustöng
salt og pipar eftir smekk
Skrælið allt grænmetið og skerið í
grófa bita. Veltið þeim upp úr olíu,
hunangi, ediki og vanillufræjum.
Kryddið með salti og pipar. Bakið í
ofni í 40 mínútur við 180°C eða þar til
grænmetið er orðið fallega gyllt og
meyrt. Gott er að velta grænmetinu til
svo jafn litur og eldun náist.
Bakað rótargrænmeti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
*Eitt er víst aðþað verða alltafað vera góðir eftir-
réttir enda gaman að
para saman gott
rauðvín og ljúffenga
eftirrétti.
1 haus rauðkál, skorinn
gróft eða fínt eftir smekk
1 msk. smjör
100 ml eplaedik
200 ml jólaglögg
100 g sykur
½ appelsína, í sneiðum
1 stk. kanilstöng
200 g þurrkuð trönuber
1 lárviðarlauf
salt eftir smekk
Skerið rauðkálið og steikið í smjöri
í potti við vægan hita í nokkrar mín-
útur. Rauðkálið á ekki að brúnast.
Bætið öllum innihaldsefnum nema
trönuberjum saman við og blandið.
Látið malla við vægan hita þar til allt
er orðið vel eldað eða í u.þ.b. klukku-
stund. Blandið trönuberjunum saman
við og látið standa í pottinum með
loki í u.þ.b. 1 klst. Berið fram eða kæl-
ið til að nota síðar.
Rauðkál
6 stk. andalæri
500 g andafita eða olía með
hlutlausu bragði
200 g gróft salt
100 g sykur
100 g appelsínusafi
1 msk. kínversk fimm krydda
blanda (five spice)
klípa af smjöri
maizenamjöl eða sósujafnari
eftir smekk
Saltið andalærin á báðum hliðum
með grófu salti og látið standa í
saltinu í 2 klst. Brúnið sykurinn í
potti þar til hann er orðinn að
dökkri karamellu, bætið þá appel-
sínusafanum saman við og sjóðið
saman. Svo er kryddblöndunni
bætt við og blandan sett til hliðar.
Skolið saltið af öndinni og setjið í
ofnfat. Hellið karamellublöndunni
yfir og veltið lærunum vel upp úr
henni. Bætið andafitunni saman við
og setjið lok eða álpappír yfir fatið.
Setjið í 120°C heitan ofn og látið
malla þar í 3 klst. eða þar til lærin
byrja að verða vel meyr.
Þegar komið er að því að bera
öndina fram, hellið þá fitunni af og
setjið lærin í 170°C heitan ofn og
látið brúnast í 20-30 mín. Á meðan
er fitan fleytt ofan af soðinu sem er
svo notað í sósuna.
Setjið soðið í pott og sjóðið nið-
ur, nema það sé þeim mun saltara.
Þykkið sósuna með maizenamjöli
og smjörklípu er bætt við í lokin.
Jólaönd Garðskálans
Árin segja sitt1979-2015
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
)553 1620
Verið velkominn
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sínum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.