Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 48
Leynivinaleikur 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Frá: Ómari Ragnarssyni Til: Arons Einars „Ég er ekki alveg nógu góður í jólagjöfum en mér dettur helst í hug að gefa Aroni Einari bók og þá geri ég ráð fyrir því að hann hafi smekk fyrir bókum um íþróttir og þá sérstaklega fótbolta,“ segir Ómar Ragnarsson fréttamaður um val sitt á jólagjöf handa Aroni Einari Gunnarssyni knattspyrnumanni. „Bókin sem ég hef í huga, Skagamenn skoruðu mörkin, fjallar að vísu um gamla íslenska fótboltann en ég trúi ekki öðru en hann muni hafa gaman af henni.“ Frá: Aroni Einari Til: Guðrúnar Ásmunds „Ég sá á facebooksíðunni hennar að hún hefur gert „like“ á Tékk Kristal við Laugaveg þannig að ég hugsa að ég gefi henni Iittala-könnu sem fæst þar; Ultima Thule,“ segir Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður um val sitt á jólagjöf til Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu. „Ég sé það fyrir mér að Guðrún verði með gott matarboð milli jóla og nýárs og þá kemur þessi kanna að góðum notum fyrir maltið og appelsínið. Og hver fílar ekki kristal?“ Frá: Guðrúnu Ásmunds Til: Hafdísar Huldar „Ég las einhvers staðar í blaðaviðtali við Hafdísi Huld að hún sé að gefa út barnaplötu nú fyrir jólin en fyrir mörgum árum gaf ég sjálf út bók fyrir börn og finnst því eitthvað viðeigandi að gefa henni eintak af henni,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir leikkona um val sitt á jólagjöf til Hafdísar Huldar Þrastardóttur tónlistarkonu. Guðrún bætir við að fyrir mörgum árum hafi þær Hafdís Huld leikið saman í bíómynd. „Ég hef nú ekki rekist á hana lengi en ég kunni svo óskaplega vel við hana. Bókin heitir Lóma og fyrir tilviljun fann barnabarn mitt nokkur eintök uppi á háalofti svo að hún fær eitt af þeim. Þá langar mig líka að gefa henni falleg heyrnartól með í pakkann.“ (Þess má geta að Guðrún lét ekki þar við sitja heldur pakkaði þessu inn og lét senda Hafdísi Huld.) Frá: Hafdísi Huld Til: Bigga löggu „Ég sá um daginn að Biggi lögga stofnaði síðuna „Neyslubrjálæðið kvatt“ á Facebook. Þannig að í leynivinaleik myndi ég gefa honum eina af hænunum mínum og koma honum þannig af stað í smá sjálfsþurftarbúskap,“ segir tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir um val sitt á jólagjöf til Birgis Arnar Guðjónssonar, eða Bigga löggu. „Þetta er vistvæn gjöf sem gefur og ég hef góða reynslu af því að gefa fólki hænur.“ Frá: Heiðu Rún Til: Ómars Ragnarssonar „Ég ætla að gefa Ómari allar David Attenborough-þáttaseríurnar sem hann hefur gefið út; svo sem Planet Earth, Humans og þá nýjustu,The Hunt,“ segir Heiða Rún Sigurðardóttir leikkona um val sitt á jólagjöf til Ómars Ragnarssonar fréttamanns. „Ég held að hann myndi hafa mjög gaman af þeim gjöfum enda má segja að Ómar sé David Attenborough Íslendinga.“ Frá: Vigdísi Gríms Til: Heiðu Rúnar „Mig langar að gefa Heiðu Rún ljóða- bókina Frelsi eftir LinduVilhjálmsdóttur og helgardvöl á Hótel Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum,“ segir Vigdís Grímsdóttir rithöfundur um val sitt á jólagjöf til Heiðu Rúnar Sigurðardóttur leikkonu. „Þar mun hún fá kyrrð og ró í stórkostlegu umhverfi til að lesa bókina.“ Frá: BragaValdimar Til: Vigdísar Gríms „Ég myndi vilja gefa henni brauðvél. Bara svona litla og netta, sem tekur ekki mikið pláss,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur með meiru, um val sitt á jólagjöf handaVigdísi Grímsdóttur rithöfundi. „Það er gefandi og göfugt að baka sér og öðrum brauð. Brauðið hefur líka átt undir högg að sækja undanfarið og orðið fyrir alls kyns fordómum, ég held því væri borgið hjá henni Vigdísi. Ég myndi alla vega sofa betur. En kannski á hún brauðvél, þá bara skiptir hún henni og fær sér eitthvert annað mannbætandi heimilistæki.“ Skiptust á jólagjöfum Í TILEFNI KOMANDI HÁTÍÐAR FÉKK SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS FÓLK ÚR ÝMSUM ÁTTUM TIL AÐ SKIPTAST Á JÓLAPÖKKUM. ÞETTA VAR LEYNIVINA- LEIKUR ÞANNIG AÐ HVERJUM OG EINUM VAR ÚT- HLUTAÐ LEYNIVINI SEM HANN ÁTTI AÐ GEFA JÓLA- PAKKA EN SÁ HINN SAMI VISSI EKKI HVAÐ HANN SJÁLFUR MYNDI FÁ NÉ FRÁ HVERJUM FYRR EN HÉR MEÐ. EINA SKILYRÐIÐ VAR AÐ HÆGT VÆRI AÐ PAKKA GJÖFINNI INN EN ANNARS VAR ÞETTA FRJÁLST VAL. LEIKURINN VAR EKKI TIL ÞESS GERÐUR AÐ FÓLK ÞYRFTI RAUNVERULEGA AÐ GEFA ÞESSAR GJAFIR HELDUR VAR ÞETTA LAUFLÉTTUR ÍMYNDUNARLEIKUR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.