Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Side 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Side 52
Þ að er mikill heiður og mjög gaman að þessi diskur sé gefinn út,“ seg- ir Sigrún Eðvaldsdóttir um nýjan tvöfaldan hljómdisk sem nefnist Fiðlukonsertar Sigrúnar Eðvalds- dóttur. Diskurinn er sá þriðji í röð sem „endurspeglar mikilvæg augnablik helstu ein- leikara úr röðum hljómsveitarinnar“ eins og segir í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Áður hafa komið út diskur með fiðlu- konsertum í meðförum Guðnýjar Guðmunds- dóttur og klarínettukonsertum í túlkun Einars Jóhannessonar. Útgáfuröðin er sam- starfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ríkisútvarpsins og Útgáfufélagsins Smekk- leysu. Sigrún, sem gegnt hefur stöðu konsert- meistara Sinfóníuhljómsveitarinnar síðan 1998, er í hlutverki einleikarans á nýjasta diskinum sem inniheldur fjóra af þekktustu fiðlukonsertum tónbókmenntanna frá 19. og 20. öld, þ.e. konsert í D-dúr eftir Johannes Brahms, konsert eftir Alban Berg, konsert í a-moll eftir Antonín Dvorák og konsert í d- moll eftir Jean Sibelius. Samkvæmt upplýs- ingum frá útgefanda eiga konsertarnir það sameiginlegt að „einleikshlutverk þeirra allra er mjög krefjandi, bæði hvað tækni og mótun varðar en um leið er hlutverk hljómsveit- arinnar íburðarmikið. Þá eru þeir allir sömu- leiðis einu fiðlukonsertar tónskáldanna.“ Allir voru konsertarnir fjórir teknir upp í Háskólabíói og allir nema Sibeliusar- konsertinn teknir upp á tónleikum. Konsert Brahms var tekinn upp í október 1991, kon- sertinn eftir Dvorák í nóvember 1999, kon- sertinn eftir Berg í mars 2008 og konsertinn eftir Sibelius í febrúar 2009. Hlustaði á upptökurnar í bílnum „Það er u.þ.b. hálft annað ár síðan ég fékk að vita að þetta stæði til. Bjarni Rúnar Bjarna- son tónmeistari setti mér það fyrir í sumar að velja úr upptökum af um átta mismunandi konsertum. Þetta var því sannkallað lúxus- vandamál og mjög gaman. Ég tók mig því til í sumar og hlustaði á þetta allt í bílnum,“ segir Sigrún og heldur áfram til útskýringar að mjög margir tónlistarmenn eigi svo léleg hljómtæki að bestu græjurnar séu í bílnum. „Lengi vel átti ég engin hljómtæki og þá vandi ég mig á að hlusta á tónlist í bílnum.“ Að sögn Sigrúnar varð Bjarni Rúnar mjög ánægður þegar hún upplýsti hann um hvaða konserta hún vildi hafa á diskinum. „Því hann var alveg sammála. Hann var sjálfur búinn að leggjast yfir þetta áður og fannst þessar fjór- ar upptökur sem rötuðu inn á diskinn bestar án þess segja mér það fyrirfram.“ Í ljósi þess að konsertarnir eru teknir upp á 18 ára tímabili liggur beint við spyrja hvort Sigrún heyri mun á sér sem flytjanda á þessu tímabili. „Já, ekki spurning. Það vill svo skemmtilega til að alla uppteknu konsertana fjóra flutti ég á mjög sérstökum tímum í mínu lífi. Þannig að mér þykir svo vænt um hvern og einn þeirra. Þegar ég flutti Dvorák var ég bara nýkomin heim, ung, saklaus og rómantísk. Mér þykir brjálæðislega vænt um þá upptöku. Mér er þessi konsert mjög kær vegna þess að ég lærði hann hjá gamla kennaranum mínum í Curtis-tónlistarháskólanum í Philadelphiu fyrir mörgum árum. Þetta er mjög krefjandi kons- ert og erfitt að koma honum til skila á mús- íkalskan hátt. Árið 1985 var ég valin til að koma fram fyrir Íslands hönd á útvarpshátíð í Stokkhólmi og spurði kennara minn hvað hon- um fyndist að ég ætti að spila. Þá svaraði hann mér því að ég ætti að sýna þeim hversu mús- íkölsk ég væri og því væri einboðið að velja Dvorák-konsertinn.“ ÞRIÐJI DISKURINN LÍTUR DAGSINS LJÓS Í RÖÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS UM EINLEIKARA SÍNA „Þetta var sannkallað lúxusvandamál“ FIÐLUKONSERTAR SIGRÚNAR EÐVALDSDÓTTUR NEFNIST HLJÓMDISKUR SEM NÝVERIÐ KOM ÚT OG GEYMIR UPP- TÖKUR FJÖGURRA KONSERTA SEM HÚN FLUTTI Á ÁRUNUM 1991 TIL 2009. SIGRÚN SEGIST HAFA FLUTT KON- SERTANA FJÓRA Á SÉRSTÖKUM TÍMUM Í LÍFI SÍNU OG ÞVÍ ÞYKI SÉR MJÖG VÆNT UM HVERN OG EINN ÞEIRRA. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Aðventa, saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum, verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðu- klaustri þriðja sunnudag í aðventu á morgun. Hjá Rithöfundasambandi Íslands á Dyngju- vegi 8 les skáldkonan Kristín Svava Tómas- dóttir söguna og hefst lestur kl. 13.30. Hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri hefst lestur Vésteins Ólasonar kl. 14. „Allir eru velkomnir á þessa kyrrðarstund í amstri aðventunnar meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á kaffi og smákökur með lestrinum sem tekur rúmar tvær klukku- stundir,“ segir í tilkynningu. LESIN Í GUNNARSHÚSUM AÐVENTA Á næsta ári verða liðin 80 ár frá því að Gunnar Gunnarsson skrifaði nóvelluna Aðventu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kristín R. Sigurðardóttir og Hólmfríður Jóhannesdóttir syngja saman á morgun. Morgunblaðið/Kristinn Hólmfríður Jóhannesdóttir messósópran, Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Julian Hewlet píanóleikari koma fram á tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, sunnu- dag, kl. 16. Á efnisskránni eru íslenskir, amerískir og austurrískir dúettar ásamt einsöngsperlum. „Hólmfríður, Kristín og Julian störfuðu saman árin 2010 og 2011 undir nafninu Ópera Gala þar sem þau héldu fjölda tón- leika í Reykjavík og á landsbyggðinni. Nú liggja leiðir þeirra saman á ný á aðvent- unni þar sem jólatónlistin ræður ríkjum,“ segir í tilkynningu. DÚETTAR OG EINSÖNGSPERLUR DÓMKIRKJAN Þess verður í dag, laug- ardag, minnst með dag- skrá í Norræna húsinu milli kl. 13 og 16 að 20 ár eru síðan Richard Wagner félagið var stofnað. Dagskráin hefst á tveim- ur erindum. Fyrst fjallar Selma Guðmundsdóttir um stofnun Wagnerfélags- ins og aðdraganda hennar, samstarfið við Bayreuth, áherslur í starfi félagsins og helstu viðburði. Síðan fjallar Árni Blandon um óp- eruna Tristan og Ísold þar sem hann beinir sjónum m.a. að sköpunarferlinu og ólíkum uppfærslum. Að lokum verður sýndur fyrsti þáttur Tristan og Ísold í uppsetningu Patrice Ché- reau frá La Scala í Mílanó. Hljómsveit stjórn- ar Daniel Barenboim. Í hlutverki Ísoldar er Waltraud Meier sem hefur verið „annáluð fyrir glæsilega túlkun á hlutverkinu,“ eins og segir í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að hún hafi nýverið sungið hlutverkið í síðasta sinn í Bayerische Staatsoper. AFMÆLISDAGSKRÁ Í DAG WAGNERFÉLAGIÐ Richard Wagner Menning

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.