Morgunblaðið - 15.12.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.12.2015, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015                                       !!   "# $$ !%# #!!"  % &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 #% " $% ##  #$ "!$ $!" ! %#  !# ## "$ $ #   #%" "$% $! ! % %"  $% #  Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Greiningardeildir spá 0,2% til 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs í desem- bermælingu Hagstofu Íslands sem birt verður þriðjudaginn eftir viku, 22. des- ember. Greiningardeild Arion banka og hagfræðideild Landsbankans spá 0,2% hækkun neysluvísitölu sem myndi leiða til lækkunar ársverðbólgu úr 2,0% í 1,9%. Greining Íslandsbanka spáir 0,3% hækkun vísitölunnar og því óbreyttri 2,0% verðbólgu. Capacent birtir einnig verðbólguspá þar sem gert er ráð fyrir 0,4% hækkun neysluvísitölu og 2,1% verðbólgu. Allar eru spárnar þó langt undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Spá því að verðbólgan verði áfram í kringum 2% ● Viðskiptaráð Íslands telur að nýleg úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skatt- og bótakerfinu hér á landi sé áfellisdómur yfir þeirri húsnæðisstefnu sem er nú við lýði. VÍ segir vaxtabætur ríkissjóðs fá falleinkunn og sagðar ákaf- lega flóknar (e. extremely complex) og hvetji til of mikillar skuldsetningar heimila. AGS gagnrýni stjórnvöld fyrir að starfrækja þrjú ólík stuðningskerfi sem hafi öll sama markmið, þ.e. að tryggja efnaminni fjölskyldum húsnæði, í stað eins heildstæðs kerfis. Úttekt AGS áfellisdómur yfir húsnæðisstefnu STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Olíumarkaðir voru opnaðir með nokkrum látum í gær og á tímabili var verðið á tunnu af Brent-hráolíu komið í 36,33 Bandaríkjadali en svo lágt hef- ur verðið ekki verið síðan í niður- sveiflunni í desember 2008. Sú lækk- un sem markaðurinn horfði upp á í gær kemur í kjölfar frekari lækkana í liðinni viku en þá tilkynntu forystu- menn OPEC-ríkjanna að ekki yrði dregið úr olíuframleiðslu á þeirra vettvangi. Hallsteinn Arnarson, sérfræðingur hjá IFS-greiningu, segir að hráolíu- markaðurinn einkennist af mikilli óvissu. „Hvorki OPEC-ríkin né Bandarík- in virðast ætla að draga úr fram- leiðslu svo nokkru nemi og birgða- staðan á heimsvísu er mikil. Minni hagvöxtur og eftirspurn í nýmarkaðs- ríkjum hefur neikvæð áhrif og þá rík- ir mikil óvissa um það hversu mikið af olíu muni koma á markaðinn frá Íran en aflétting viðskiptabanns á landið opnar á þann markað á nýju ári.“ Hallsteinn bendir þó á að nýjasta spá Bandarísku orkumálastofnunar- innar (e. EIA) geri ráð fyrir því að tunnan af Brent-hráolíunni kosti að meðaltali 56 Bandaríkjadali á næsta ári. „Það verð er töluvert frá því verði sem við sjáum í dag. Að okkar mati er verð á hráolíu í þeim fasa í dag að það sé að reyna að finna botninn, og að það sé í raun og veru ómögulegt að segja til um hvar eða hvenær það ná- kvæmlega gerist. Fyrsta vísbending um mögulegan botn og viðsnúning í Brent-hráolíuverði væri sannfærandi hækkun upp fyrir 47 dollara á tunn- una,“ segir Hallsteinn. Hækkun upp í 47 dollara jafngilti 26% hækkun á verði olíunnar frá því verði sem fæst fyrir hana á mörkuðum í dag. Offramboðið leynir sér ekki Hallsteinn segir að svokallað „cont- ango“-ástand ríki nú á markaðnum. Það geri markaðsaðilum kleift að hagnast með því að kaupa og geyma olíu en láta hana af hendi fyrir hærra verð í framtíðinni. „Þetta er augljóst dæmi um of- framboð á markaðnum. Lækkunin nú tengist mögulega líka því að markaðs- aðilar eru farnir að færa sig úr janúarsamningunum og yfir í samn- ingana með afhendingu í febrúar, sem sést meðal annars á því að meiri við- skipti hafa átt sér stað með þá síð- arnefndu frá 10. desember síðastliðn- um. Svo virðist sem aðilar á markaði búist ekki við miklum verðhækkunum á næstunni.“ Vinnur gegn verðbólgunni Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, seg- ir þróunina á olíumörkuðum hafa áhrif hér heima. „Bensínið vegur þungt í vísitölu neysluverðs og eftir því sem það hef- ur farið lækkandi þá hefur það unnið gegn verðbólguþrýstingi. Þetta gerist á sama tíma og gengi krónunnar hef- ur styrkst. Það er heppilegt að þetta skuli gerast á þessum tíma þegar aðr- ir þættir á borð við kjarasamninga þrýsta á verðlagið upp. Það er hins vegar ekki hægt að treysta á að þessi þrýstingur verði til staðar, næst þeg- ar innlendur verðbólguþrýstingur eykst.“ Þá segir Ingólfur að verðbólguspá Seðlabankans hafi ekki staðist og að þróun olíuverðs hafi þar meðal annars haft áhrif. „Seðlabankinn hefur ofspáð verð- bólgunni undanfarið og við teljum að verðbólgan muni haldast talsvert undir nýjustu spá Seðlabankans næstu misseri. Reiknum við því með að verðbólgan verði um og á tíma undir 2% fram á mitt ár en að hún aukist þá og sigli yfir 2,5% verðbólgu- markmið Seðlabankans á seinni helmingi ársins. Er þetta talsvert hagfelldari verðbólguþróun en Seðla- bankinn reiknar með.“ Skjálfti á olíumörkuðum Morgunblaðið/Júlíus Verðþróun Verð á eldsneyti hefur lækkað á síðustu misserum og enn heldur heimsmarkaðsverð áfram að hrynja.  Verð á Brent-hráolíu ekki lægra síðan 2008  Mun að öllum líkindum hafa áhrif á verðlag hérlendis  Tunnan stóð í 61 Bandaríkjadal fyrir ári en kostar nú 37 dali Skósala jókst um 9,3% í nóvember frá sama tíma í fyrra jafnvel þó að verð á skóm hafi hækkað lítillega. Hins vegar hefur sala á fatnaði minnkað um 3,1% þó að verð á fötum hafi verið 3,1% lægra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Rannsóknar- seturs verslunarinnar. Það virðist því sem aðgerðir ýmissa fataversl- ana, sem fólust í verðlækkun á fötum til að hvetja til aukinna kaupa, hafi ekki skilað sér og bendir rann- sóknarsetrið á að skýringuna megi ef til vill rekja til aukinna kaupa á fötum frá útlöndum, ýmist í gegnum netverslanir eða í ferðum til útlanda. Sala á minni raftækjum jókst um 39,5% og 19,8% aukning varð á sölu stórra raftækja. Velta í dagvöru- verslun jókst um 0,4% á breytilegu verðlagi í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og minnkaði um 2,8% á föstu verðlagi. 10% aukning varð í veltu byggingarvöruverslana og seg- ir í samantektinni að að baki þessari aukningu séu bæði nýbyggingar og endurnýjun á eldra húsnæði. Velta húsgagnaverslana var 20% meiri og velta sérverslana með rúm jókst um 22% frá því í fyrra. Sala á farsímum dróst saman um 1,4% frá nóvember í fyrra en þá varð reyndar sprenging í sölu farsíma þegar salan jókst um 141% frá árinu þar á undan. Tilboðsdagurinn „svartur föstu- dagur“ sem var í lok nóvember virð- ist hafa skilað mismikilli veltuaukn- ingu eftir tegundum verslana. Í samantektinni kemur fram að heim- ilistæki og húsbúnaður hafi selst í miklum mæli en ekki hafi verið sama ris í sölu á nauðsynjum eins og mat- vöru og fatnaði. Morgunblaðið/Styrmir Kári Smásala Sala á skóm hefur aukist en ekki að sama skapi á fatnaði. Meiri sala á skóm en minni á fatnaði  Mikil sala á heimilistækjum og húsbúnaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.