Morgunblaðið - 15.12.2015, Síða 30

Morgunblaðið - 15.12.2015, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 ✝ ÖgmundurPétursson fæddist á Malarrifi á Snæfellsnesi 26. apríl 1929. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eiri í Reykjavík 5. des- ember 2015. For- eldrar hans voru Elínborg Björns- dóttir frá Hvítadal í Dalasýslu f. 1889, d. 1950 og Pétur Pétursson vita- vörður frá Malarrifi f. 1983, d. 1960. Systkini Víglundur Möller f. 1910, d. 1987, Ragnar Magnús f. 1912, d. 1959, Pétur f. 1916, d. 1989, Þórdís f. 1918, d. 1969, Ingibjörg f. 1923, d. 2012. Eftirlifandi eiginkona er Kristín Erla Valdemarsdóttir f. 29 apríl 1931, frá Skjaldartröð á Hellnum. Foreldrar hennar f. 1961, maki Jón Ingi Ingimars- son. Börn þeirra eru Kristín Erla f. 1986, Heiðar Ingi f. 1988, Andri Þór f. 1991 og Dagný Rut f. 1997. Fyrir átti Jón, Ingimar f. 1970 og Berglindi f. 1974. Barnabarnabörnin eru átta. Ögmundur og Kristín bjuggu fyrstu búskaparárin á Malarrifi en fluttust 1956 að Gíslabæ á Hellnum. Þar stunduðu þau hefðbundinn búskap ásamt trilluútgerð. Árið 1966 fluttu þau til Keflavíkur og bjuggu þar til ársins 1977 er þau fluttu á Melabraut á Seltjarnarnesi. Ög- mundur starfaði lengst af hjá Vita- og Hafnamálum eða til ársins 1987. Þá byggðu þau sér hús á Arnarstapa og stundaði hann trilluútgerð þaðan á með- an heilsan leyfði eða til ársins 2000. Síðustu árin bjuggu þau í Árbænum en Ögmundur dvald- ist á hjúkrunarheimilinu Eiri síðustu sex mánuði og naut þar góðrar umönnunar þar til yfir lauk. Ögmundur verður jarðsung- inn frá Árbæjarkirkju í dag, 15. desember, klukkan 13. voru Guðmunda Kristín Júlíusdóttir f. 1907, d. 1995, og Tryggvi Valdimar Kristófersson f. 1903, d. 1969. Börn Ögmundar og Kristínar eru: 1) Valdimar Jörgen- sen f. 1950, maki Hildur Þuríður Tómasdóttir. Sonur þeirra er Pétur Þór Valdimarsson f. 1977. 2) Elín- borg f. 1953, sambýlismaður Vil- hjálmur B. Þorvaldsson. Börn Elínborgar eru: Ögmundur Ólafsson f. 1984 og Elín Ósk Ólafsdóttir f. 1990. 3) Guð- munda Sigrún f. 1956, maki Ragnar Ólafur Sigurðsson. Börn þeirra eru Erla f. 1984, Þóra Lilja f. 1988 og Svanberg Ingi f. 1992, d. 2006. 4) Magnea Ragna Elsku pabbi okkar kvaddi þennan heim á sinn hægláta hátt laugardaginn 5. desember sl. Honum fannst þetta vera orðið gott enda heilsan löngu farin. Hann var ekki margorður maður en orðum hans var hægt að treysta. Traustur fjölskyldufað- ir og alltaf til staðar fyrir sína. Nægjusemi og ósérhlífni ein- kenndi lífsferil hans eins og margra af hans kynslóð. Hið stórbrotna umhverfi æskuslóð- anna á Snæfellsnesi hefur ef- laust mótað hann því þrautseigja og dugnaður einkenndi hann alla tíð og kom sér vel þegar hann á seinni hluta ævinnar hóf trilluút- gerð. Oftast var hann með fyrstu mönnum út úr höfninni á Arn- arstapa, þótti frekar fiskinn og gjarnan haft á orði að ef Mundi væri ekki að fá hann þá væri ekkert að hafa. Pabbi var kannski ekki ímynd þolinmæðinnar þegar við syst- kinin vorum að alast upp en þeg- ar árin færðust yfir og barnabörn og ekki síst langafabörn komu til sögunnar var annað upp á ten- ingnum. Hann hafði nægan tíma og þolinmæði fyrir þau. Það var yndislegt að sjá hvað hann ljóm- aði þegar litlu langafabörnin komu í heimsókn. Áður en heils- an fór að gefa sig þá tók hann að sér einn veturinn að gæta yngsta barnabarnsins þegar foreldrarn- ir voru við vinnu. Það starf var leyst jafn samviskusamlega og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Börnin okkar allra voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera á sumrin á Arnarstapa hjá ömmu og afa. Atlætinu sem þau fengu þar munu þau búa að alla tíð. Oft var þrautin þyngri að fá þau heim úr sveitinni því helst hefðu þau viljað dveljast til fram- búðar. Pabbi var heimakær maður, sat gjarnan og las eða horfði á íþróttir og var alltaf fyrstur fyrir framan sjónvarpið þegar lands- liðið í handbolta var að keppa. Þá þýddi nú lítið að trufla. Þrátt fyrir mikið heilsuleysi síðustu árin þá var alltaf við- kvæðið hjá pabba að hann hefði það ágætt. Aldrei kvartað eða beðið um neitt og hann vissi ekki hvað það var að láta sér leiðast en það mátti finna á tali hans bjart- sýni með veður og sjólag fyrir hans hinsta róður. Og nú liggja færi vel og rek gott á stórfiska- blett fyrir handan. Það er með söknuði sem við kveðjum hann en eftir standa all- ar góðu minningarnar til að ylja sér við. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Ragna, Sigrún, Elín- borg og Valdimar. Ég man eftir stígnum sem hafði myndast í grasið við hliðina á húsinu á stapanum, gönguleiðin hans afa heim af sjónum, við fengum stundum að fara og taka á móti honum þegar hann kom í land og það var mikið sport. Ég man líka eftir græna skúrnum, hann var nú ekki stór en ég man nú samt eftir því að hafa fengið að vera hjá ömmu og afa í þessu pínulitla rými. Stóllinn hans afa á stapanum er eftirminnilegur, veglegur leðurstóll sem við sát- um stundum í og snérum okkur í hringi þar til við vorum ringluð, og svo sat maður í afa fangi og hlustaði á fréttirnar á kvöldin. Afi talaði mikið um Malarrifið, lón- drangana og alla vitana og kenndi okkur að það boðar ógæfu að benda á skipin með einum fingri og þess vegna ætti að nota alla fimm fingurna. Þetta man ég alltaf og kenni mínum börnum. Takk fyrir allar góðu stundirnar, afi minn, minningunum gleymi ég aldrei. Ögmundur Pétursson Ég minnist afa Matta sem sérlega ljúfs, spjallgóðs, duglegs, gjafmilds og góðs afa. Hann var skipstjóri sem þekkti sjóinn og lífið í sjón- um. Það var alltaf notalegt að hitta afa Matta og mikið sem ég á eftir að sakna þess að heyra hann ávarpa mig „nafna mín“ eins og hann gerði alltaf. Ég á eftir að sakna þess að spjalla við hann um daginn og veginn. Afi sagði sögur frá ferða- lögum til fjarlægra landa og stóð þá Indland upp úr. Afi Matti talaði hátt og mikið og á ég minningu um að þegar ég var lítil stelpa og afi kom í heim- sókn þá þurfti maður ævinlega að hækka hljóðið í sjónvarpinu þeg- ar hann var að spjalla við mömmu og pabba. Ég minnist jólaboðanna hjá afa og ömmu Helgu á jóladag þar sem borðað var hangikjöt og blá- berjadesert sem afi hafði búið til. Afi hafði mikinn áhuga á mat og að gleðja aðra með mat. Mað- ur kom ekki í heimsókn öðruvísi en að fá vöfflur sem hann bakaði og svo leysti hann mann út með berjum sem hann hafði tínt, flat- kökum sem hann hafði bakað, fisk sem hann hafði veitt, kart- öflum sem hann hafði ræktað eða öðru góðgæti. Harðfiskurinn hans var sá besti. Börnin mín eru gæfurík að hafa fengið að kynnast þessum höfðingja og því hvaðan hann kom. Ferðin okkar til Grímseyjar á æskuslóðir hans var okkur öll- um dýrmæt. Matthías B. Jakobsson ✝ Matthías Bier-ing Jakobsson fæddist 31. mars 1936. Hann lést 8. desember 2015. Útför Matthíasar fór fram 14. desem- ber 2015. Ég er lánsöm að hafa átt afa Matta að öll þessi ár. Það verður ekki eins að koma heim til Dal- víkur. Elsku besti afi minn, hvíl í friði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Matthildur Jónsdóttir. Hann elsku afi Matti er farinn en í mínum huga er hann ein- hvers staðar norðan við Grímsey að veiða og fylgjast með veðrinu. Hann er að velta fuglalífinu fyrir sér og hugsa um hvað sé hægt að hafa í matinn og hvort hann eigi allt sem til þarf heima til að búa til flatbrauð handa fjölskyldunni. Þegar ég var að læra stjórn- málafræði hjá virtum kennurum í háskóla í París fannst mér fátt jafn gott og fræðandi og að ræða heimsmálin við afa heima í stofu á Dalvík. Hann bjó nefnilega yfir þeim eiginleika að geta sagt í örfá- um orðum það sem tók heimspek- inga 500 blaðsíður að útskýra. Og að hugsa hlutina á einfaldan hátt er eitthvað sem ég lærði af afa Matta. Og þó hann gerði oft grín að heimspekingunum sem ég tal- aði um við hann þá finnst mér hann vera einn af þeim! Ég er mjög þakklát afa að hafa komið og heimsótt okkur Viktor þegar við bjuggum í Frakklandi, ég man ennþá eftir því þegar hann kom til Parísar frá London og var varla stiginn út úr bílnum þegar hann leit í kringum sig og til- kynnti að London væri bara sveitabær miðað við París. Frakk- inn í mér kunni að meta það. Afi skoðaði Versali og þar var tekin mynd af honum sem Lúðvík 16. og ég verð að viðurkenna að þessi búningur fór Grímseyingnum vel. Allir sem hann kynntist úti urðu mjög hrifnir af honum, og oftar en einu sinni er spurt um sjómanninn Matthías (lesist með frönskum hreim) á götum Parísar. Hann var alltaf duglegur að senda lamba- læri, laufabrauð og ekki síst harð- fisk, og var svo glaður þegar ég sagði honum að allt hefði klárast um leið. „Er það ekki,“ sagði hann þá og í gegnum símann sá ég hann fyrir mér kinka kolli. Elsku afi Matti, bið að heilsa ömmu Theresu og afa Jacques sem þú þekkir þarna uppi. Við Inga förum vonandi aftur fljót- lega til Grímseyjar til að kenna á þínum slóðum. Takk fyrir að hafa verið einstakur afi og ég hlakka til að halda lífi mínu áfram með þig í hjartanu. Núna hlustum við Lilja og Símon örugglega aðeins betur á pabba og Viktor þegar þeir tala endalaust um veiði og báta því við vitum að þeir lærðu þetta allt hjá þér í gegnum öll þessi ár sem þið eydduð saman úti á sjó, við árbakka eða inni í skúr. Gaman að sjá hvað pabbi líkist þér. Í lokin vil ég vitna í litla frænda minn Þröst (annan þriggja ára heimspeking): „Ég er svo heppinn að eiga svona góða fjölskyldu.“ Þín Lea, Viktor, Lilja og Símon. Að gera elsku afa Matta skil í stuttri grein er ómögulegt. Við látum því þessi fallegu orð duga. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Við kveðjum með miklum söknuði yndislegan afa. Nú hlær hann með hinum englunum og segir þeim allar skemmtilegu sögurnar sínar sem okkur fannst alltaf svo gaman að heyra. Hvíldu í friði og ljósi, elsku afi. Nú veiðir þú, verkar og matreiðir fisk, bak- ar flatbrauð og ræktar garðinn á betri stað. Sæunn, Kolfinna og Arey. Matti var maður sem var ein- staklega gott að vera í kringum. Krafturinn í honum var mikill bæði í orði og verki og hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum. Hann fór á flug þegar rætt var um pólitík, sjávarútvegsstefnu landsins, matargerð og önnur málefni líðandi stundar. Það var gaman að ræða og rökræða við Matta og hann hafði einstaka sýn á lífið. Hann bjó yfir mikilli hlýju og manni leið alltaf vel í návist hans og við fundum alltaf hve vel- komin við vorum á Öldugötuna til hans og mömmu. Fyrsta minning Aldísar um Matta var þegar hún renndi í hlaðið á Öldugötunni þar sem bíl- skúrshurðin var opin í hálfa gátt og mátti sjá glitta í Matta fyrir innan í óðaönn að steikja flat- Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast tengdaföð- ur míns, Björns Magnússonar, með nokkrum orðum. Ótal minningar renna fyrir hugskotssjónum og í hug- ann koma orð eins og ljúf- mennska, góðvild, æðruleysi. Alla þessa eiginleika átti tengda- pabbi í ríkum mæli og svo miklu meira fallegt og dýrmætt sem fjölskyldan geymir nú í minning- unni. Fyrstu kynni okkar tengda- pabba voru svolítið brosleg því svo bar til einn sólríkan júní- morgun að kærasta sonarins, ég, sem enginn í fjölskyldunni vissi neitt um enn, átti að sækja sinn heittelskaða á Hörpugötuna. Fyrsta stefnumótið var í uppsigl- ingu og spenna í loftinu. En ég greip í tómt því þegar ég kom að húsinu þar sem kærastinn átti að standa og bíða, sá ég aðeins ókunnan mann tilsýndar sitja undir bílskúrsvegg og sóla sig. Hann kom strax á móti mér og sagði að sonurinn hlyti að vera rétt ókominn og bætti við blátt áfram og ljúflega: „Viltu ekki setjast hérna í sólina með mér?“ Örstuttu síðar kom kærastinn, skelfingu lostinn yfir að nú væri búið að klúðra sambandinu sem alls ekki var, eins og sagan sýnir. En svona viðbrögð voru einkenn- andi fyrir tengdapabba. Fyrsta jeppaferðin með Sig- rúnu og Birni um hálendið er mér minnisstæð. Það var snemma sumars 1982 og fremur kalt í veðri. Stöðugt gátum við hjónin ausið af þekkingu þeirra og reynslu hvar sem komið var. Ég man vel fyrsta kvöldið þegar við stoppuðum í næturstað hvernig tengdapabbi dró mig íbygginn aftur fyrir jeppann sinn, opnaði skottið og við blasti haganlega gerður ferðabar með öllu tilheyrandi. Aldrei hafði ég séð neitt þvílíkt. Síðan komu barnabörnin hvert af öðru og það þarf ekki að orðlengja það hve afburða barn- góður afinn var og hvernig börn- in hændust að honum. En þau voru ung þegar hann fékk heila- áfall, langt um aldur fram. Þá komu talörðugleikar til sögunnar og erfiðara varð fyrir hann að tjá sig. Slíkt er áreiðanlega þung- bært fyrir góðan afa. En alla tíð hefur afi skipað alveg sérstakan sess í lífi þeirra. Þau þakka nú ljúfar minningar. Eins og fyrr segir þá veiktist tengdapabbi alvarlega, allt of ungur, 59 ára gamall. Upp frá því fannst mér æðruleysið verða mest áberandi þáttur í lífi hans. Það var svo eftirtektarvert og okkur öllum til eftirbreytni. Lengst af á sjúkdómsgöngu sinni virtist hann sem betur fer lífs- glaður miðað við aðstæður, enda færniskerðingin minnst fyrst. En síðustu mánuði dró hægt af honum. Sigrún, tengdamóðir mín, stóð fast við hlið hans. Þeir voru ekki margir dagarnir sem hún lét sig vanta á Hrafnistu og sinnti um hann af alúð. En svo hrakaði honum nokkuð skyndi- lega og hann lést innan sólar- hrings. Það var engu líkara en hann hefði tekið þennan fallega sunnudag frá, fyrsta sunnudag í aðventu, til að kveðja þennan heim í sátt. Allir þeir nánustu voru búnir að koma og kveðja hann, þeir sem voru á annað borð á landinu, og hann lést rétt fyrir miðnættið. Ég og fjölskylda mín þökkum og blessum minningu góðs manns. Megi góður Guð styrkja Björn Magnússon ✝ Björn Magn-ússon fæddist 15. september 1932. Hann lést 29. nóvember 2015. Útför Björns fór fram 14. desember 2015. okkur öll sem syrgj- um. Guðrún Dóra Guðmanns- dóttir. Þakklæti er mér efst í huga þegar góður bróðir er horfinn á braut, þakklæti fyrir langa samleið og góða. Það verður erfitt að velja úr öll- um þeim aragrúa minninga sem hann skilur eftir. Hann var barn- góður með afbrigðum og nutum við yngri systkinin þess ríkulega. Ekki nóg með það, Búbbi, eins og fjölskyldan kallar hann, var alltaf til í að glettast við vinkonur mínar þótt aldursmunurinn væri 10 ár. Þær voru ekki margar sem áttu stóran bróður og hvað þá tvo, eins og ég var svo heppin að eiga. Búbbi skemmti vinum mín- um í eftirfermingarveislunni minni og sló auðvitað í gegn. Það er í raun ótrúlegt hvað við áttum mikla samleið þrátt fyrir aldurs- muninn. Þar munaði miklu, að maðurinn minn gekk í Lions- klúbbinn Frey en þar var Búbbi stofnfélagi. Á hverju sumri var farið í merkingarferðir og þá sett upp skilti við merka staði sem oft var erfitt að koma fyrir. Þarna naut bróðir minn sín til hins ýtr- asta enda var hann eins og al- fræðiorðabók þegar kom að ör- nefnum landsins, þekkti nánast hverja þúfu með nafni. Hann og aðrir félagar klúbbsins kenndu okkur ótalmargt enda voru þarna kappar úr Jöklarannsókn- arfélaginu sem kunnu að fara um viðkvæm öræfi landsins okkar fagra. Ein minningin er þegar Gæsavatnaleið var merkt og átti að merkja m.a. kvíslar sem mynda Jökulsá á Fjöllum. Þegar áð var í Gæsavötnum var einu skilti ofaukið vegna þess að far- vegur einnar kvíslarinnar var skraufþurr. Það varð því að snúa við og færa skiltin til að rétt væri farið með en sem betur fer þurfti bara að grafa einn staur til við- bótar, sem var það erfiðasta. Þessi ferð er ofarlega í minning- unni bæði vegna þessa atviks og eins hversu ótrúlega flókið og erfitt það var að fara í svona ferðir en líka hversu góð öll skipulagning var og undirbún- ingur góður. Það voru þó ekki bara ferðalög sem bundu okkur vinaböndum. Við vorum heldur betur heppin með foreldra, átt- um yndislega æsku á heimili þar sem allir voru ævinlega velkomn- ir. Sigrún, mágkona mín, bættist í hópinn og sonurinn Magnús stuttu síðar og bjuggu þau fyrst í kjallaranum á heimili okkar á Hagamel 17 en fluttu stuttu síð- ar en ekki langt, bara yfir á 21. Þar var ég heimagangur, passaði Magnús oft og síðar Ragnar. Á meðan ég og maðurinn minn bjuggum í Kaupmanna- höfn, kom Búbbi oft í heimsókn enda ferðaðist hann mikið vinnu sinnar vegna. Hann var sannar- lega velkominn og áttum við margar ánægjustundir í kóngs- ins Köben. Aðeins 59 ára varð Búbbi fyrir því áfalli að fá heila- blæðingu sem setti heldur betur mark á allt hans líf eftir það. Hann varð óvinnufær og missti margt, m.a. hæfileikann til lest- urs og sérnöfn hurfu úr minninu. Hann kvartaði samt aldrei enda má segja að hann hafi verið mesta Pollýanna í heimi. Eftir ítrekaðar blæðingar, sem ollu meiri og meiri skaða, gat hann alltaf fundið eitthvað jákvætt. Honum leið alltaf vel, að eigin sögn, og leiddist aldrei en var þó bundinn hjólastól. Það er hægt að læra svo óendanlega margt af viðhorfi og lífssýn þessa góða bróður. Ég kveð hann með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hans. Stefanía Magnúsdóttir (Níní).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.