Morgunblaðið - 15.12.2015, Síða 34

Morgunblaðið - 15.12.2015, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Gísli Örn Garðarsson, leikari og ein aðalsprautan í Vesturporti,er að leika í bíómynd eftir Baltasar Kormák, sem heitir Eið-urinn. Ólafur Egill Egilsson og Baltasar gerðu handritið sem er Reykjavíkursaga í nútímanum. Meðal annarra leikara eru Hera Hilmarsson, Baltasar, Ingvar Sigurðsson og Margrét Bjarnadóttir. „Við hófum tökur fyrir viku og verðum að eitthvað fram í febrúar. Ég verð því við upptökur á afmælisdaginn en ég held að ég hafi ekki átt afmæli á Íslandi í fimm ár. Það er dásamlegt að vera hérna heima á þessum tíma með fjölskyldunni í jólastemningunni í snjónum. Ég hlakka mikið til að fá mér skötu, hef saknað hennar og var einmitt að bóka með hestamönnum í skötuveislu í nýju reiðhöllinni í Kópavogi.“ Gísli Örn Garðarsson hefur undanfarna átta mánuði verið í tökum á breskri sjónvarpsþáttaröð, Beowulf, sem er byggð á samnefndu ensku miðaldakvæði, og heitir Bjólfskviða upp á íslensku. „Þar verð ég að berja á ýmsum tröllum og risum. Við vorum allan tímann í New- castle, ég hef einu sinni leikið þar í leikhúsi en nú var enginn tími til að skoða sig um. Þetta er margra milljarða verkefni og allt keyrt áfram, 6 tökudagar í viku og 12-14 klukkustunda vinnudagar. En ég hef hvort sem er þvælst mikið um England. Þetta eru 13 þættir og verða frumsýndir 3. janúar. RÚV er búið að kaupa þættina en ég veit ekki hvenær sýningar á þeim hefjast hér.“ Eiginkona Gísla Arnar er Nína Dögg Filippusdóttir leikkona og börn þeirra eru Rakel María Gísladóttir 8 ára og Garðar Sigur Gísla- son 4 ára. Morgunblaðið/Eggert Fjölskyldan Gísli Örn og Nína Dögg ásamt börnum í leikhúsi í vor. Nýtur þess að vera á Íslandi á aðventunni Gísli Örn Garðarsson er 42 ára í dag S igríkur fæddist í Bolung- arvík 15.12. 1965 og ólst þar upp til átta ára ald- urs. Þá flutti fjölskyldan í Grænuhlíð í Hjalta- staðaþinghá á Fljótsdalshéraði og þar átti hann heima þar til hann hleypti heimdraganum rúmlega tvítugur. Sigríkur var tvö ár í Barnaskóla Bolungarvíkur, var síðan í heimavist í Barna- og unglingaskólanum á Eið- um, lauk 8. og 9. bekk í Alþýðuskól- anum á Eiðum og var eitt ár í Hér- aðsskólanum á Laugum í Reykjadal 1981-82. Hann hóf síðar nám við Bændaskólann á Hólum 1986 og lauk þaðan búfræðiprófi 1988. Sigríkur ólst fyrst upp við sjávar- síðuna en síðan við öll almenn sveitastörf þess tíma en í Grænuhlíð var blandað bú. Hann vann við bú- Sigríkur Jónsson, form. Hrossaræktarsamtaka Suðurl. – 50 ára Úti að aka Dætur Sigríks og Sigríðar láta fara vel um sig í aftursætinu. Talið frá vinstri: Sara, Rikka og Bryndís. Hrossin eru hans vinna og helsta áhugamálið Eiginkona og dóttir Sigríkur og Sigríður með dóttur sinni, Bryndísi. Eva Lind Árnadóttir og Sara Margrét Andradóttir héldu tombólu við Víði á Garðatorgi og söfnuðu 7.020 krónum fyrir Rauða krossinn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Innrömmunarþjónusta Rauðarárstíg 33 – Fjarðargötu 19, Hafnarfirði – S. 511 7000 Tilbúnir rammar margar stærðir og gerðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.