Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 7. J A N Ú A R 2 0 1 6 Stofnað 1913  5. tölublað  104. árgangur  STERK UPPLIFUN AÐ SJÁ LEIKSÝN- INGU FÆÐAST GERBREYTTUR FJARSKIPTA- MARKAÐUR FÉLAGSLÍFIÐ Í JÓNSHÚSI Í MIKLUM BLÓMA VIÐSKIPTAMOGGINN ÍSLENSKAR BÆKUR OG SÆLGÆTI 10STÓRA SVIÐIÐ 38 Fyrstu starfsmenn nýja fangelsisins á Hólms- heiði eiga að mæta þar til starfa eftir rúman mánuð. Gert er ráð fyrir að fyrstu fangarnir komi í fangelsið í maí í vor gangi allt eftir áætl- un, að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangels- ismálastofnunar ríkisins. „Það verður mikill tæknibúnaður í fangelsinu sem starfsmenn þurfa að læra á,“ sagði Páll. Föngunum mun fjölga eft- ir því sem á líður og starfsfólkið nær betri tökum á öllum búnaði fangelsisins. „Þetta fangelsi er stærsta framfaraskref sem stigið hefur verið í fangelsismálum á Íslandi frá upphafi. Það verða ótrúlega mikil tímamót fyrir okkur að fá þetta fangelsi og grundvallarbreyt- ing frá því sem verið hefur,“ sagði Páll. Hann segir að fangelsið muni uppfylla allar nútíma- öryggiskröfur, tryggja föngum góðan og mann- úðlegan aðbúnað og starfsfólki góða starfs- aðstöðu. Það á jafnt við um fangaverði, lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, lögreglu og fleiri sem sinna munu störfum þar. »4 Stærsta framfaraskref í fangelsismálum Morgunblaðið/RAX Nýja fangelsið á Hólmsheiði verður tekið í notkun í vor og mun marka tímamót í fangelsismálum hér á landi  Mikil eft- irspurn hefur að undanförnu ver- ið eftir nýlegum og notuðum bíl- um sem ekki hafa verið auðfá- anlegir vegna lít- ils innflutnings fyrstu árin eftir hrun. Bílasalar og fleira hafa því gripið til þess ráðs að flytja til landsins notaða bíla sem voru 1.175 á síðara ári, en 2012 voru bílarnir aðeins 443. Þetta segir bílasali haldast í hendur við aukinn kaup- mátt almennings og meiri getu til kaupa á bílum og öðru. »12 Flytja inn notaða bíla í ríkari mæli Bílar Í löngum röð- um í höfuðborginni.  Hátt hlutfall ungra karla sem fá fjárhagsaðstoð hjá Reykjavík- urborg hefur glímt við geð- rænan vanda og fíknivanda. Sálfræðingar á vegum borg- arinnar hafa rætt við hundruð einstaklinga sem fá slíka aðstoð. Tölur liggja fyrir um 376 þeirra. Af þeim hafa 39% glímt við fíknivanda. Þar af eru 7 af hverjum 10 karlar. Sálfræðingur segir karlana leita í einveru og kannabisreykingar. »6 Einangra sig og reykja kannabis Kannabis Ungir á bótum og í neyslu. DREGIÐ Í DAG! ÍS LE N SK A/ SI A. IS D AS 77 83 9 01 /1 6 drögum út íbúð 28. janúar - dregið í hverri viku! Kauptu miða á www.das.is eða í síma 561 7757. Viltu vinna 30 milljóna króna íbúð á nýju ári? Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra hefur sent þingflokkum stjórnarflokkanna lagafrumvarp um heimagistingu á vegum einkaaðila, sem á að hennar sögn að einfalda útleigu og eftirlit með henni til þess að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi. „Við ætlum með þessu frumvarpi að einfalda það fyrirkomulag sem hefur verið á heimagistingu einka- aðila, ekki lög- aðila. Í frumvarp- inu er kveðið á um það að fólki sé heimilt að leigja út heimili sitt og eina eign að auki, í ákveðið langan tíma. Ekki þarf rekstrarleyfi, heldur er eignin skráð og henni er fengið númer. Einungis þarf að upp- fylla allar kröfur um brunatrygging- ar,“ sagði Ragnheiður Elín í samtali við Morgunblaðið í gær. Sterkari stjórntæki Hún nefnir sem dæmi að þeir sem vilja leigja út heimili sín á AirBnB setji þá einungis númerið á eigninni inn á vefinn. Það einfaldi allt eftirlit með svartri atvinnustarfsemi, því þeir sem auglýsi, án þess að hafa skráð númer eignarinnar, séu þá augljóslega að reyna að fara framhjá eftirliti og komast hjá því að telja fram tekjur. „Þannig munu yfirvöld og eftirlits- aðilar hafa mun sterkari stjórntæki í höndum til þess að fylgjast með þessum hluta leigumarkaðarins og fylgja því eftir að ekki sé um und- anskot að ræða. Nálgunin hjá okkur með þessu frumvarpi er að skýra og einfalda regluverkið til þess að auka gagnsæi og upplýsingagjöf. Með þessu teljum við að við séum að beina fólki inn á réttar brautir áður en við förum að grípa til meira íþyngjandi aðgerða,“ sagði Ragnheiður Elín. Gegn svartri íbúðaútleigu  Ragnheiður Elín Árnadóttir viðskiptaráðherra kynnir frumvarp um eftirlit með útleigu íbúða  Íbúðir sem auglýstar eru til leigu verði skráðar og fái númer Ragnheiður Elín Árnadóttir  Engin loðna sást út af austur- hluta Norðurlands og fyrir Norð- austurlandi í loðnumælingarleið- angri skipa Hafrannsókna- stofnunar og þriggja veiðiskipa. Ber þessum upplýsingum saman við fréttir frá togaraskipstjórum sem telja að lítið líf sé á þessum slóðum. Allavega sáust engar vísbendingar um kröftuga hrygningargöngu þar eins og oft hefur verið á þessum tíma. Sú loðna sem sást við vestanvert Norðurland og Vestfirði var ekki í neinum stórum þéttingum. Þegar veður lægir fer Árni Friðriksson RE ásamt einu veiðiskipi til að mæla þá loðnu sem skipstjórarnir sáu í leiðangrinum. Eftir það verð- ur loðnuráðgjöfin endurmetin. »2 Engar vísbendingar um hrygningar- göngu loðnunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.