Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ákvað við gerð fjárhagsáætlunnar til 2019 að loka sundlauginni í Reykjahlíð þann fyrsta janúar. Sundlaugin var tekin í notkun 1982 en síðan hefur litlu fé verið varið til viðhalds. Hafa heimamenn lengi haft á orði að laugin sé að grotna niður. Mikill leki er úr sundlaugar- kerinu, sem er úr trefjaplasti, og streymir klórmengað vatn út í jarð- veginn umhverfis. Vistkerfi Mý- vatns er gríðarlega viðkvæmt og er svæðið á rauðum lista Umhverfis- stofnunar. Ekki hefur tekist að gera við lek- ann þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Þá er stjórnbúnaður laugarinnar einnig úr sér genginn. Áætlaður kostnaður við endurbætur er um 150 milljónir sem sveitafélagið réð ekki við. Var því laugin tæmd og það á að laga afkomu sveitasjóðs um 10-15 milljónir á ári. Sundkennsla barna í Reykjahlíð mun fara fram á Laugum í Reykja- dal, um 35 kílómetra í burtu. Sól- veig Jónsdóttir, skólastjóri Reykja- hlíðarskóla segir að megnið af sundkennslu skólaársins sé búið. „Við höfðum ekkert val. Sveitarfé- lagið hafði ekki efni á þessari við- gerð þannig að við kenndum sund sem mest í haust.“ Umtalsverður halli var á rekstri sveitarfélagsins árið 2014 auk þess sem kostnaðarhækkanir vegna kjarasamninga voru miklar á árinu 2015. Hefur Eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitafélaga gert at- hugasemdir við rekstrarstöðu sveitarfélagsins. benedikt@mbl.is Ljósmynd/Birkir Fanndal 25 metrar Sundlaugin í sveitinni var ágætlega sótt þrátt fyrir Jarðböðin.  Klórvatn lekur út í viðkvæman jarðveg Endurbæt- ur of dýrar ÚTSALA! Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Allt að 50% afsláttur! Í ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarbústaðinn Í eldhúsið www.danco.is Heildsöludreifing Wrapmaster Pakkaðu nestinu inn með wrapmaster! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma Engar flækjurEkkert vesen • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Byko og Krónunni Stöndum öll saman sem ein þjóð Sýnum kærleik og samkennd í verki. Við megum ekki gleyma fátæka fólkinu á Íslandi. Jólasöfnun er hafin hjá Fjölskylduhjálp Íslands. 546-26-6609, kt. 660903-2590 Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Margt smátt gerir eitt stórt. Guð blessi ykkur öll DimmalimmReykjavik.is Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Útsala 40-60% afsláttur DIMMALIMM STÓRÚTSALA 30-50% AFSLÁTTUR Vetraryfirhafnir - Gerry Weber - Betty Barclay - Gæðafatnaður - Frank Lyman - Glæsikjólar - Og m.fl. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.