Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 11
Forstöðumaðurinn Halla er eini starfsmaður Jónshúss og hefur í nógu að snúast frá morgni til kvölds. handverks- og hönnunarnám. Eftir að ég lauk námi hef ég unnið sjálf- stætt sem prjónahönnuður og einnig hjá Önnu Sofie Madsen, sem er þekktur, danskur fatahönnuður. Samhliða kenndi ég íslenskum börn- um íslensku hér í Jónshúsi og hef eiginlega verið eins og grár köttur í húsinu allar götur síðan.“ Halla segist lítið fást við prjóna- skap þessi dægrin, enda meira en fullt starf að vera forstöðumaður. Upp úr dúrnum kemur þó að hún er að hanna og prjóna peysu á einn að- alleikarann í dönsku kvikmyndinni Vetrarbræður, sem ungur leikstjóri, Hlynur Pálsson, framleiðir. Sjálf kom hún ásamt fleiri íslenskum kon- um á laggirnar prjónakaffi í Jóns- húsi fyrir hartnær fimm árum. „Í Garnaflækjunni eru núna um þrjátíu konur á öllum aldri sem mæta reglulega fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Við höfum ýmis- legt á prjónunum, næst ætlum við að prjóna húfur handa flóttamönnum, en annars höfum við bara prjónað hver fyrir sig og notið samver- unnar.“ Jafnmargar konur og stólar Fyrir tveimur árum stofnaði Halla Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku. Um 340 konur eru skráðar í félagið og hefur stór hluti hópsins sótt fundi félagsins, sem vitaskuld eru haldnir í Jónshúsi. „Fimmtíu og átta konur mættu á jólafundinn, nákvæmlega jafn- margar og stólarnir í húsinu,“ upp- lýsir hún. Þar sem Halla býr í Jónshúsi segist hún í rauninni vera í vinnunni allan sólarhringinn og alltaf með kveikt á símanum. Enda sé aðeins dauð stund í húsinu yfir blánóttina. „Flestir Íslendingar sem búsettir eru í Danmörku þekkja húsið og starfsemi þess og margir hafa komið hingað oftar en einu sinni. Íslend- ingar á ferðalagi mættu hins vegar að ósekju líta inn í ríkari mæli. Þó ekki væri nema til að skoða sýn- inguna um Jón Sigurðsson, sem er afar áhugaverð og góð vísbending um hvernig þau hjónin bjuggu á ár- unum 1852 til dauðadags beggja 1879. Ég kappkosta að uppfæra heimasíðuna og Facebook-síðuna okkar reglulega svo Íslendingar nær og fjær séu vel með á nótunum.“ Halla kveðst merkja minni áhuga hjá yngra fólki á Jóni Sig- urðssyni en þeim sem komnir eru um og yfir miðjan aldur. „Kannski vegna þess að hin síðari ár hefur ekki verið frí í skólunum á fullveld- isdaginn 1. desember og krakkarnir tengja óskabarn þjóðarinnar, eins og Jón var oft kallaður, ekki lengur við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Ég held að unga fólkið hefði gaman af að skoða sýninguna um Jón og hressa svolítið upp á sögukunnátt- una í leiðinni,“ segir hún. Íbúðir fyrir fræðimenn Tvær íbúðir fyrir fræðimenn eru í Jónshúsi og eru þær nýttar ár- ið um kring. Forstöðumaðurinn hef- ur ekkert með þær að gera að öðru leyti en að sjá um að þær séu hreinar þegar nýir íbúar taka við og vera þeim innan handar í borginni til að byrja með. „Þar sem ég er eini starfsmaður hússins útvega ég ræstifólk og iðn- aðarmenn þegar á þarf að halda og sinni ýmsum smáviðvikum,“ segir Halla og viðurkennir að það sé kannski ekki skemmtilegasti hluti starfsins. „En þó ekki svo leiðin- legt,“ bætir hún við. Skemmtilegast finnst henni að vera í samskiptum við gesti og gangandi, byggja upp tengslanet Íslendinga í Kaupmanna- höfn og koma þeim betur inn í danskt samfélag. „Íslendingum, sem setjast hér að, þekkja fáa og vita ekki hvernig þeir eiga að snúa sér varðandi eitt og annað, finnst gott að koma í Jónshús og fá góð ráð hjá löndum sínum,“ segir Halla og talar af reynslu. Glæsihús Jónshús er 5 hæða glæsi- hús í hjarta Kaupmannahafnar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 skref ganga hækkun skokk hreyfing Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is Garmin heilsu- og snjallúr með innbyggðum púlsmæli. toppaðu gærdaginn Jónshús hef- ur verið í eigu Alþingis frá árinu 1967 þegar Carl Sæmundsen stórkaup- maður gaf það í minn- ingu Jóns Sigurðssonar og Ingi- bjargar Einarsdóttur. Árið 1970 hófst rekstur í hús- inu, sem nú er félagsheimili Ís- lendinga í Kaupmannahöfn, minningarsafn um Jón Sigurðs- son og Ingibjörgu og bókasafn í kjallara. Tvær fræðimanns- íbúðir eru í húsinu þar sem einnig er aðstaða fyrir fé- lagsstarfsemi Íslendingafélags- ins, íslenska safnaðarins, ís- lenska skólans, kammerkórsins Stöku, Kvennakórs Kaup- mannahafnar, sunnudagaskól- ans o.fl. Kórar og skólar MARGVÍSLEG STARFSEMI Jón Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. For- eldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur þar, og kona hans, Þórdís Jónsdóttir. Jón fór úr foreldrahúsum 18 ára gamall og stundaði nám og störf í Reykjavík. Rúmlega tvítugur hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann hóf nám við Kaupmannahafnarháskóla. Þar sinnti hann, samhliða námi, ýmsum störfum og hugðarefnum, m.a. útgáfu Nýrra félagsrita. Jón tók sæti á endurreistu Alþingi 1845 og sigldi þá til Íslands eft- ir að hafa dvalið samfellt í 12 ár í Kaupmannahöfn. Hann var þing- maður frá 1845-1879 og dvaldi þá á Íslandi meðan þing stóð, en á þessum árum kom þing saman annað hvert ár og stóð í sex vikur. Hann var frá upphafi forustumaður þingsins og lengstum forseti þess meðan hans naut við. Jón var lykilmaður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og beitti sér í henni hvort sem hann var staddur á Íslandi eða í Kaup- mannahöfn. Jón var búsettur í Kaupmannahöfn allt frá því að hann hélt þangað til náms 1833 og til dánar- dags. Brjóstmynd sem norski myndhöggvarinn Brynjulf Larsen Bergslien gerði að frumkvæði vina Jóns Sig- urðssonar í tilefni af sextugsafmæli Jóns. Brjóstmynd- in úr marmara er í Alþingishúsinu en úr gifsi í Jónshúsi. Óskabarn þjóðarinnar JÓN SIGURÐSSON 1811-1879 Jónshús, Øster Voldgade 12. Vefsíða: jonshus.dk Sýning um Jón Sigurðsson er opin þriðjudag til föstudags kl. 11- 17, laugardaga og sunnudaga kl. 10-16. Á öðrum tímum í samráði við forstöðumann Jónshúss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.